Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 31
STÓREFLA ÞARF SÉRHÆFÐAR FORVARNIR VIÐ ÁFENGISNOTKUN UNGLINGA Helga Sif Friðjónsdóttir var einn af gestafyrirlesurum á Hjúkrun 2007 og fjallaði hennar erindi um rannsóknir hennar á áfengisnotkun unglinga. Helga Sif brautskráðist úr heilbrigðisdeild HA 1999. Hún var frá upphafi ákveðin í því að fara í geðhjúkrun. Hún réði sig í vinnu á kjörár Sjúkrahúss Reykjavíkur en á meðan flestir hinna á kjörárinu völdu hinar ýmsu bráðadeildir fór Helga Sif að vinna á endurhæfingardeild og svo á geðdeild þannig að það var Ijóst að hún hugsaði öðruvísi en flestir. Samhliða kjörárinu var hún að vinna í hlutastarfi á Vogi en hóf fullt starf þar að kjörárinu loknu og vann þar þangað til að hún fór í meistaranám haustið 2002. Meistaranámið, sem varð fyrir valinu, var „psychiatric mental health nurse practitioner programme" í Hjúkrunarfræðiskóla Washington háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Ástæða þess að hún sótti um þar var að allir helstu bandarísku sérfræðingar í hjúkrun skjólstæðinga með fíknisjúkdóma mæltu með þessum stað. Hún vissi frekar Iftið hvað hún var að fara út í og var ekki betur að sér í landafræðinni en svo að hún hélt fyrst að hún væri á leið til Washington, DC. Washington-háskóli í Seattle er talinn vera meðal bestu ef ekki besti staðurinn að læra geðhjúkrun þannig að hún rataði á rétta staðinn. Á Vogi var Helga Sif búin að vinna með hvatningarviðtöl og langaði að læra meira um þau. Þetta var eitt af því sem hún fékk tækifæri til þess að gera í meistaranáminu. Meistararannsóknin hennar fjallaði um hvað gerist í hvatningarviðtölum og árangurinn af þeim meðal unglinga. í náminu fékk Helga Sif einnig að kynnast Seattle frá mörgum hliðum. Meðal annars var hún í verknámi á göngudeild fyrir samkynhneigða og kynskiptinga. Þar kynntist hún ýmsum heilbrigðisvandamálum í samfélagi sam- kynhneigðra, eins og alnæmissmiti og notkun vímuefna. Annað sem er sérstakt fyrir Seattle er fjöldinn af heimilislausu fólki. „Seattle gerir vel við heimilislaust fólk,“ segir Helga Sif, „og það hefur dregið heimilislausatil Seattle þrátt fyrirveðráttuna." Meðal heimilislausra eru margir með ýmis geðræn vandamál, persónuleikatruflanir og fíkniefnaneyslu út af slíkum vandamálum. Helga Sif hafði nú fengið meira áhuga á forvörnum og geðheilsueflingu. Hún ákvað að halda áfram í doktorsnámi og skoðaði áfengisneyslu unglinga í framhaldsskóla og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir eða minnka neyslu. Hún hefur smám saman komist á þá skoðun að áfengisneysla unglinga er hluti af því að verða fullorðinn og ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hana. Það er spurning um menningu og gildi hvað er eðlilegt drykkjumynstur á hverjum tíma. Við höfum oft reynt að hafa áhrif með almennum hræðsluáróðri en það hefur sýnt sig að hann virkar ekki. í staðinn hefur samfélagið þurft að grípa inn í þegar einstaklingar hafa lent í vanda. Forvarnaaðferð, sem hefur verið lítið notuð, er að reyna að finna einstaklinga í hættu. í rannsóknum sínum hefur Helga Sif skoðað það sérstaklega hvaða leiðir eru færar til þess að finna unglinga í framhaldsskóla sem nota óhóflega mikið áfengi eða eru í fíkniefnaneyslu. Þetta má gera með könnunum að einhverju leyti. Það má líka gera með því að leiða fólk saman, starfsfólk og aðra sem láta sig heilsu framhaldsskólanema varða. Skólahjúkrunarfræðingar eru þar í lykilstöðu, eða gætu verið. Því miður eru skólahjúkrunarfræðingar einungis Helga Sif Friöjónsdóttir í 5 framhaldsskólum af 21 á íslandi. Ráða þyrfti skólahjúkrunarfræðinga, og í diplómanámi í skólahjúkrun þarf að. leggja meiri áherslu á geðhjúkrun, forvarnir og heilsueflingu. Helga Sif bendir einnig á að heimilislausir unglingar séu fleiri en okkur grunar. Þetta eru oft unglingar í neyslu. Hér er mikið verk að vinna að ná til þeirra, ekki bara bíða eftir að þeir sækist eftir hjálp heldur sækja þá „heim“ með virkum hætti. „Draumur minn er að fá 15 geðhjúkrunarfræðinga og geta sent þá út af örkinni t.d. út á vissar götur, í gistiheimilin, BSÍ, fangelsin, lögreglustöðvarog fleiri staði," segirHelga Sif. Það er spurning um að koma í veg fyrir frekari skaða með því að vera með nokkurs konar „götu-heilsugæslu eða heilsueflingu" sem samanstæði þá t.d. af fræðslu og stuðning, sýkingavörnum, sáraskiptingum o.fl. og vera til staðar og sýna umhyggju. Helga Sif sér fyrir sér að hjúkrunarfræðingar geti verið forystumenn í að sækja heimilislausa heim (e. community outreach), þeir hafa heildarsýnina og umhyggjuna. Hún hvetur líka hjúkrunarfræðinga til þess að tjá sig meira í opinberum umræðum. „Við hjúkrunarfræðingar erum vel menntaðir og í fagstétt sem er virt en höfum ef til vill of lítið faglegt sjálfsálit. Við eru yfirleitt svolítið til baka og látum aðra tala fyrir okkur. Við látum fólk taka af okkur kyndilinn - hvar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem ættu að vera í forystu í lýðheilsufræði, erum við að leggja okkar fagþekkingu af mörkum til kennslu og rannsókna í lýðheilsudeildum sem nú eru starfandi?" Það þarf að gera meira í því að skapa og þroska sjálfsvitund og öflugt vinnusjálf hjúkrunarfræðinga strax í hjúkrunarnáminu, segir Helga Sif, en hjúkrunarfræðingar í dag þurfa einnig að taka meiri ábyrgð á því að rödd fagsins heyrist betur. Látum þetta vera hvatningu til allra hjúkrunarfræðinga að láta heyra í sér. CM Tlmarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.