Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 13
Glæsilegt hús var byggt fyrir yfirlækni Heilsuhælisins á Vífilsstöðum í byrjun þriðja áratugar 20. aldar ár árið 1933. Sjö ár voru liðin frá því flutt var í nýtt hús en aðsókn sjúklinga var svo mikil að stundum var nauðsynlegt að bæta við rúmum á skrifstofu spítalans og skurðstofu. Yfirhjúkrunarkonan lýsti ástandinu fyrir Sigríði vinkonu sinni Eiríksdóttur og sagði: „jvjið erum að kafna af þrengslum, húsið er orðið svo alltof lítið og þess vegna verður allt svo erfitt og leiðinlegt." Jóna hélt síðan áfram og sagði: En það sem þyngst hvílir á mér er þó það að ég er svo hundleið á að vera yfirhjúkrunarkona, en þó finnst mér að ef ég ætti að fara héðan að þá mundi ég skilja eftir hluta af sjálfri mér, það er meinið við að vera svona lengi á sama stað. Oft hefir mér dottið í hug að biðja þig að láta mig fá pláss við Líkn ef eitthvað losnaði af því mér finnst stundum að mig langi til að lifa meira prívatlífi en maður gerir á svona stofnunum, en allt eru þetta sjálfsagt vitleysu draumórar, sem ekkert er takandi mark á, en það léttir hugann að opna hann fyrir einhverjum (FÍH B/2 2. Bréf Jónu Guðmundsdóttur, dags. 9. febrúar 1933). Ríflega ári síðar var Jóna komin suður og tekin við forstöðu Holdsveikraspítalans í Laugarnesi. Hún var fædd á ísafirði, lauk hjúkrunarnámi í maímánuði 1920 í Kaupmannahöfn og tók við stöðu yfirhjúkrunarkonu í fæðingarbæ sínum 1. júní sama ár. Jóna tilheyrði fyrstu kynslóð íslenskra hjúkrunarkvenna sem gerði hvorki miklar né háværar kröfur um launakjör en þess meiri til eigin starfskrafta. Hún játaði engu að síður fyrir vinkonu sinni að starfið fullnægði ekki lífsþörfum hennar. Eftir að hafa helgað líf sitt umönnun sjúklinga á Sjúkrahúsi ísafjarðar í 13 ár viðurkenndi yfirhjúkrunarkonan að hún vildi leysa þá fjötra sem fylgdu búsetu á spítala. Daglegur rekstur sjúkrastofnana á fyrstu áratugum aldarinnar hvíldi aðallega á vinnu einhleypra hjúkrunarkvenna og ófaglærðs starfsfólks sem átti lítið sem ekkert einkalíf. íbúarnir reyndu eflaust að skapa heimilislegt andrúmsloft innan veggja sjúkrastofnana en rétturinn til hefðbundins fjölskyldulífs var bundinn við læknastéttina. Glæsileg íbúðarhús voru reist fyrir yfirlækna á Kleppsspítalanum og Vífilsstaðahælinu og fjölskyldur þeirra. Vorið 1939 flutti Helgi Ingvarsson ásamt eiginkonu og börnum í yfirlæknishúsið á Vífilsstöðum en hann tók við stöðu yfirlæknis í ársbyrjun. Guðrún Pálína, dóttir Helga, hefur lýst umskiptunum sem fylgdu í kjölfar flutninga úr íbúð aðstoðarlæknisins í yfirlæknishúsið: Húsið var byggt 1919-1920 og var vandað og gott. í því voru tvær stórar stofur, önnur minni með arni og svaladyrum, sem lágu út í garð. Borðstofan var viðarþiljuð með bitum í lofti. Á neðri hæð var einnig rúmgóð skrifstofa, sem oftast var nefnd kontór, og hélst sú nafngift áfram, en minni stofan gekk undir nafninu „kabinett". Á loftinu var stórt svefnherbergi með góðum svölum og fimm minni herbergi. Vart var hægt að hugsa sér meiri mun á þessu húsnæði og litlu þröngu íbúðinni í búshúsinu (Guðrún P. Helgadóttir, 1989). Sama ár og Helgi og fjölskylda hans fluttu í yfirlæknishúsið voru sérstakir bústaðir fyrir hjúkrunarkonur teknir í notkun á Vífilsstöðum. Þetta voru fyrstu hjúkrunar- Tfmarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.