Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 25
meðal yngri kvenna má rekja beint til aukins frjálsræðis beggja kynja í kynlífi. Rannsóknir hafa staðfest að mikill fjöldi karla er sýktur af veirunni og að veiran berst á milli kynja við kynmök. Fundist hafa yfir 100 stofnar HPV- veirunnar og um 40 þeirra í kynfærum kvenna. HPV-stofnar skiptast í illkynja og góðkynja stofna með tilliti til áhættu á krabbameini. Af góðkynja stofnunum eru HPV 6 og 11 taldir valda allt að 90% af kynfæravörtum. HPV-veiran er talin eiga sök á krabbameini í leghálsi (100%), leggöngum (90%), burðarbörmum (40%), endaþarmi (40%), munnholi og hálsi (12%) og getnaðarlimi (40%) og er þannig talin tengjast um 8% allra krabbameina. í rannsókn frá 2007, sem fram fór á fjórum Norðurlandanna þar sem 70.000 konur (18-45 ára) voru spurðar hvort heilbrigðisstarfsmaður hefði greint hjá þeim kynfæravörtur, kom fram að sýkingin var algengust á íslandi þar sem 12% kvennanna svöruðu játandi. Enn fremur kom skýrt fram að kynfæravörtusmit fer ört vaxandi hjá ungum íslenskum stúlkum og höfðu 20% kvennanna í yngsta hópnum fengið kynfæravörtur fyrir 26 ára aldur. Jafnframt kom fram að langsterkasti áhættuþátturinn fyrir því að fá kynfæravörtur var fjöldi rekkjunauta, en hann hefur aukist mjög hratt á íslandi hjá ungum konum sem voru með talsvert fleiri rekkjunauta en ungar konur á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis greindu 26-30 ára íslenskar konur frá 15 rekkjunautum að meðaltali. í fyrirlestri á læknadögum 2008 kom fram í erindi dr. Jóns Hjaltalíns að húðsjúkdómalæknar verða varir við mikla aukningu á kynfæravörtusmiti bæði hjá konum og körlum í sambandi við rakstur á skapabörmum og nærliggjandi svæðum. Ástæður þessa eru að við raksturinn verður oft rof í húð sem auðveldar veirunni aðgang að grunnlögum húðarinnar. Þetta staðfestir enn frekar að breytt kynlífshegðan meðal yngri kvenna getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Nú eru komin á markað tvö bóluefni gegn HPV 16/18 stofnum sem samkvæmt rannsóknum á leitarstöðinni valda um 60% af leghálskrabbameini hér á landi. Bæði þessi bóluefni hafa fengið markaðs- leyfi hjá Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu, þ.m.t. íslandi. Þau eru Cervarix® frá GlaxoSmithKline og Gardasil® frá Merck. Gardasil® beinist að auki gegn HPV 6/11 kynfæravörtuveirum. Bólusetja þarf þrisvar á sex mánaða tímabili. Bóluefnið getur ekki valdið sýkingu en örvar ónæmiskerfi líkamans og eru aukaverkanir hverfandi. Ekki er vitað hve lengi bólusetníngin varir eða hvort gefa þarf vibótarskammt (booster) síðar en rannsóknir sýna að bóluefnið veitir vörn í að minnsta kosti sjö ár eftir bólusetningu. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um almenna bólusetningu á íslandi en hægt er að fá bóluefninu ávísað af lækni og er kostnaður konunnar um 70.000 krónur. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi þessi bóluefni, meðal annars hvort bólusetja eigi bæði stúlkur og drengi, á hvaða aldri á að bólusetja, hvað á að ráðleggja eldri konum og hvort bóluefnin verka á aðra stofna en þá sem eru í bóluefninu. Ljóst er þó, að bólusetning er eingöngu viðbót við skipulagða krabbameinsleit en kemur ekki í staðinn fyrir hana. Bólusetning hefur ekki heldur áhrif á nauðsyn þess að nota smokk við skyndikynni. Mikilvægt er því að fræða ungar stúlkur um kosti og galla bólusetningar til að koma í veg fyrir að þær fyllist falskri öryggiskennd eftir bólusetningu. Komin er á markaðinn ný greiningaraðferð við frumupróf, svokallað vökvapróf þar sem frumustrok úr leghálsi er sett í vökva í stað þess að strjúka því á gler. Þessi aðferð er talin fækka ófullnægjandi frumustrokum en auðveldar einnig að mæla HPV-veirur í vökvanum með sérstöku HPV-greiningarprófi. Þetta greiningarpróf auðveldar eftirlit með konum sem fá vægar forstigsbreytingar aftur og aftur, eftirlit eftir keiluskurð og til að greina konur sem teljast í hættu eftir fertugt þrátt fyrir að fyrri frumustrok hafi verið eðlileg. Þessar nýju rannsóknaraðferðir kosta samtals allt að 50 milljónir á ári og hafa ekki fengist samþykktar af heilbrigðisráðuneytinu. Að lokum. Tilgangur þessarar greinar er af tvennum toga. í fyrsta lagi að benda á mikilvægi leghálskrabbameinsleitar og góðan árangur af henni hér á landi og þá staðreynd að ef leitin væri ekki til staðar væri sjúkdómurinn í mikilli uppsveiflu vegna breytinga á háttum og kynhegðan yngri kvenna eftir 1970. Það er því full ástæða til að hvetja ungar konur að mæta reglulega til leitar. Einnig að benda á að breytingar á háttum og kynhegðun hafa valdið því að kynfæravörtusmit fer ört vaxandi hjá ungum íslenskum stúlkum. Jafnframt að nú er komið á markað bóluefni sem veitir vörn gegn ákveðnum stofnum HPV - veirunnar. í öðru lagi er ástæða að vekja athygli á átaki Evrópusamtaka gegn leghálskrabbameini (ECCA: European Cervical Cancer Associa- tion: http://www.ecca.info. Samtökin berjast fyrir þvi' að allar evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegu forvarna gegn legháls- krabbameini. Baráttumerki samtakanna er vísdómsperlan sem í alþjóðlegri orðabók um orðatiltæki er talin tákna „mikilvæg ráðgjöf". Mjög góður árangur hér á landi í forvörnum gegn leghálskrabbameini er næg ástæða til að íslenskar konur styðji aðrar evrópskar konur til sama réttar. * Nýgengi er fjöldi krabbameina sem greinast á einu ári. ** Dánartíðni er fjöldi einstaklinga sem deyr á einu ári í tilteknu þýði. *** Alheimsstaðall er tilbúinn staðall. Tölur hverrar þjóðar eru umreiknaðar og yfirfærðar í alheims- staðal sem gerir tölurnar sambærilegar milli landa jafnvel þó aldursdreifing sé ólfk. **** Aldurstíðni/aldursstöðlun eru umreiknaðar tölur til að fá sambærilegar tölur milli landa jafnvel þótt aldursdreifing sé ólík. ***** ífarandi merkir að æxlið vex inn í aðra,. nálæga vefi en takmarkast ekki við upprunalega setið (er ekki lengur carcinoma in situ). Heimildir: Guðrún Agnarsdóttir. Hvers vegna vilja ungar konur mæta í leghálsskoðun? Sótt 16. janúar 2008 á http//www.krabb.is/?PagelD=27&newsid=653. Jóhann Heiðar Jóhannsson. Tölvupóstsamskipti 30. janúar 2008 á johannhj@landspitali.is. Kristján Sigurðsson (2007). HPV bólusetning og leghálskrabbameinsleit á íslandi. Læknablaðið, 93, 819. Kristján Sigurðsson. Leghálskrabbameinsleit - starf- semi í mótvindi. Sótt 10. janúar 2008 á http:// www. krabb. is/?Pagel D=27&newsid=333. Kristján Sigurðsson. Skipuleg leghálskrabba- meinsleit - árangur og framtíðarsýn. Sótt 10. janúar 2008 á http://www.krabb.is/?PagelD=27 &newsid=493. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Sótt 17. janúar 2008 á http://www.krabbameinsskra. is/index.jsp?icd=C53. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Sótt 17. janúar 2008 á http://www.krabbameinsskra. is/?id=g#agestd. Landlæknisembættið. Sótt 27. janúar 2008 á http:// landlaeknir.is/Pages/787. Susanne Kruger Kjær, Trung Nam Tran, Par Sparen, Laufey Tryggvadóttir, Christian Munk, Erik Dasbach, Kai-Li Liaw, Jan Nygárd, Mari Nygárd (2007). The burden of genital warts: A study of nearty 70,000 women from the general female population in the 4 nordic countries. Journal of Infectious Diseases, 196 (15. nóvember), 1447- 1454. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.