Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 35
FRÆÐSLUGREIN hjúkrunarfræðínga geri hjúkrunarstýrða þjónustu að jafngóðum eða jafnvel betri kosti en þá þjónustu sem læknar veita þegar litið er til ánægju sjúklinga, gæða, kostnaðar og biðtíma. Ýmsir sjúklingahópar, eins og lungnaveikir, hjart- veikir, krabbameinsveikir, sykursjúkir, gígtveikir og sjúklingar með húðvandamál, þurfa ekki að hítta lækni í hvert skipti sem sjúkdómseinkenni vaxa. Stór þáttur þjónustunnar er fræðsla og efling sjúklínganna til að fylgjast sjálfir með ástandi sínu og meta hvort þeír þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda og þá hvers konar (Hatchett, 2003). Sérsvið hjúkrunarstýrðrar þjónustu eru margvísleg og sum þröngt skilgreind eins og eftirfarandi upptalning sýnir. Þau geta verið á sviðum bakverkja, sykursýki (Hatchett, 2003), æðaþrengsla, lokastigs æðasjúkdóma (Gibson, 2006), langvinnrar hjartabilunar (Tidy, 2005), krabbameína (Corner, 2003; Loftus og Weston, 2001; More o.fl., 2002), líknarmeðferðar (Nursing matter fact sheet. Palliative Care, 2006), kviðskilunar, sárameðferðar, ýmissa vandamála barna, eins og hægðatregðu, offitu og svefntruflana, móttöku og undirbúnings sjúklinga vegna innlagnar á sjúkrahús (Hatchett, 2003), getnaðarvarna, fjölskylduráðgjafar (Hatchett, 2003) og eftirmeðferðar vegna kransæðavíkkunar (percutaneous transluminal coronary angioplasty) (Hatchett, 2003). í þessu samhengi má nefna viðtal við Guðmund Þorgeirsson í Morgunblaðinu sumarið 2007 þar sem rætt var um biðlista í hjartaþræðingar. Þar kemur fram að auk tækjaskorts og skorts á mannafla er ónógur fjöldi gæslurúma á legudeildum til að taka við þeim sem gangast undir slíkar aðgerðir, en þar eru eldri borgarar stækkandi hópur (Ylfa Kristín K. Árnadóttir, 2007). Sérhæfð hjúkrunarstýrð þjónusta í hjúkrun hjartasjúklinga og heimahjúkrun á réttu þjónustustigi gæti verið ein af þeim lausnum sem þarf til að fækka innlögnum hjartasjúklinga á Landspítala. Þannig er ef tii vill hægt að rýma til fyrir hjartaþræðingum, gangráðsísetningum og brennsiuaðgerðum. Vfsbendingar eru um að starfsemi hjúkrunarstýrðra þjónustustöðva geti orðið til þess að innlögnum og endur- innlögnum á sjúkrahús fækki og legu- tími styttist (Reducing unplanned hospital admíssions, 2005). Dæmi er um hjúkrunarstýrða þjónustustöð sem hafði það eitt að markmiði að afstýra því að aldraðir hrösuðu og féllu í heimahúsum; þetta fór fram með ráðgjöf af ýmsu tagi, mati á sjón og heyrn, hjartalínuriti, breytingum á heimilínu til að auka öryggí, ráðgjöf um heppilegan skófatnað og tilvísunum til sérfræðinga á því sviði, breytingum á lyfjum þar sem ýmis lyf geta valdið eldra fólki óöryggi og svima (Lightbody o.fl., 2002). Þjónustutálmar • Nokkur atriði hafa heft uppbyggingu hjúkrunarstýrðra þjónustustöðva í Bretlandi en flest þeirra hafa nú þegar tekið breytingum í takt við stefnu stjórnvalda um betri nýtingu á menntun hjúkrunarfræðinga. Á íslandi hefur ekki enn orðið breytíng á þessum sviðum. íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa samkvæmt lögum ekki heimíld til að ávísa lyfjum í neinni mynd. í hjúkrunarstýrðum þjónustustöðvum er nauðsynlegt að hafa eínhvers konar heimild til að ávísa lyfjum. • Skortur er á skilgreiningu heilbrigðis- yfirvalda á hæfni hjúkrunarfræðinga sem taka að sér stærra hlutverk í heilbrigðiskerfinu en tíðkast hefur. Margir hafa kallað eftir þessari skilgreiningu til að skýra lögfræðileg atriði og til varnar almenningi. Breska hjúkrunarfélagið, Royal College of Nursing í London, hefur samið skil- greiningu og komið með tillögur að stöðlum um menntunarkröfur. • Hjúkrunarfræðingar hafa ekki heimild til að veita ýmis vottorð, eins og veikindavottorð, né sækja um bætur og styrki frá sjúkratryggingum. Á Íslandí geta þeir ekki heldur ávísað hjálpartækjum, sáraumbúðum, þvag- leggjum og slíkum vörum sem þó eru kallaðar hjúkrunarvörur í daglegu tali. Þetta er sérstaklega heftandi fyrir þjónustu við sjúklinga utan stofnana. • Hjúkrunarfræðingar hafa samkvæmt lögum ekki heimild til að votta andlát sjúklinga sinna, jafnvel ekki þegar þeir hafa hjúkrað þeim í langan tíma fyrir andlátið. Læknirinn, sem staðfestir andlátið, hefur hugsanlega sjaldan eða aldrei séð sjúklinginn. • Hjúkrunarfræðingar hafa ekki form- legan rétt til að vísa sjúklingum á annað þjónustustig, til að mynda til viðeigandi lækna eða annarra heilbrigðísstarfsmanna. Á íslandi er rík ástæðatil að breyta öllum ofangreindum atriðum og þá sérstaklega fyrir þá hópa hjúkrunarfræðinga sem starfa við heimahjúkrun á öllum þjónustustigum, heilsugæsiu og ýmiss konar samfélags- hjúkrun (Hatchett, 2003). Horft til framtíðar í hjúkrun Á 21. öldinni munu sífellt fleiri íslendingar kjósa eða þurfa að fá heilbrigðísþjónustu á dag- og göngudeildum stofnana, utan stofnana og á heimilum sínum. Öldruðum mun fjölga verulega og þar með þeim heilsufarsvandamálum sem óhjákvæmilega fylgja hærri aldri (Loftus og Weston, 2001). Mannekluskýrsia Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2006 sýnir svo ekki verður um víllst að fyrirsjáanlegur er verulegur skortur á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Því er breytinga þörf til að laða að stéttinni einstaklinga sem annars hefðu ekki valið hjúkrun að ævistarfi og flytja ýmis störf hjúkrunar til annarra heilbrigðisstétta sem eru fullfærar um að taka víð þeim (Aðalbjörg Finnbogadóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson, 2006). Því mætti ætla að hugmyndafræði hjúkrunarstýrðrar þjónustu falli vel að íslensku heílbrigðiskerfi. í henni felast án efa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til faglegrar og persónulegrar eflingar með betri nýtingu á menntun sinni. Samkvæmt skoðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra í einkasamtali fylgja launabætur óhjákvæmilega fast eftir. Heimildir: Aðalbjörg Finnbogadóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson (2006). Mannekla i hjúkrun. Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Corner, J. (2003). The role of nurse-led care in cancer management. The Lancet Oncology, 4, 631-636. Courtenay, M. (2007). Prescribing 2007. Journal of Clinical Nursing, 21 [07). Department of health NHS Executive HSC 1999/158 (1999). Making a difference strengthening the nursing, midwifery and health visiting contribution to health and healthcare. Sótt 12.10. 2007 á http://www. dh.gov.uk/en/Publicationsandstatistics/ Lettersandcirculars/Healthservicecirculars/ DH_4004153. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.