Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 33
FRÆÐSLUGREIN lækna (Faithful og Hunt, 2005). Þetta er gert í þeim tilgangi að bæta þjónustu við sjúklinga og gera hana persónulegri og heildrænni en einnig til að nýta menntun og þekkingu hjúkrunarfræðinga betur (Lewis, 2001). í greininni verður þróun hjúkrunarstýrðrar þjónustu í Bretlandi skoðuð og gagnsemi þjónustunnar og erfiðleikum gerð skil í Ijósi þess hvort hugmyndafræðihjúkrunarstýrðrarþjónustu eigi erindi við íslenska hjúkrunarfræðinga. Velta má fyrir sér hvort þeir eru tilbúnir til að takast á við ný og vandasöm viðfangsefni eins og hjúkrunarstýrða þjónustu. Hvað er hjúkrunarstýrð þjónusta? Hugtakið hjúkrunarstýrð þjónusta nær yfir vítt svið þjónustu allt frá því að hjúkrunarfræðingum er fengið umboð til að taka ákveðnar ákvarðanir um meðferð sjúklinga, til fullrar ábyrgðar á klínísku mati á ástandi þeirra og allri meðferð (Hatchett, 2003). Efirfarandi skilgreining á hjúkrunarstýrðri þjónustu vísartil sjúklinga sem þegar hafa verið sjúkdómsgreindir af lækni: Hjúkrunarstýrð þjónusta er starfsemi þar sem hjúkrunarfræðingar hafa aukið sjálfstæði og skilgreindan sjúklingahóp í þjónustu sinni. Eftirlit með ástandi sjúklinga er stór hluti þjónustunnar auk færni til að skrá sjúkrasögu, framkvæma líkamsskoðun, meta mikilvægi niður- staðna og gefa fyrirmæli um frekari rannsóknir. Hjúkrunin felur einnig í sér að hefja skuli meðferð eða vísa sjúklingum til annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins. Tilvísunarvaldið er mismunandi á milli hverrar þjónustu fyrir sig og getur falið í sér tilvísun til fagstétta sem tengjast heilbrigðissviði, eins og næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, presta á heilbrigðssviði og félagslega kerfisins, auk þverfaglegra teyma og lækna. Fræðsluhlutverk þjónustunnar felur í sér að skýra heilsufarsvandamálið fyrir hinum sjúka og fjölskyldu hans. Heilbrigðisfræðsla og heilsuefling falla einnig undir þennan hluta þjónustunnar (Hatchett, 2003). Lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga eru í þróun í Bretlandi og hafa þær haft í för með sér að lyfjameðferð hefur aukist í hjúkrunarstýrðri þjónustu (Hatchett, 2003). Hjúkrunarfræðingum er boðið er upp á sérstök námskeið í lyfjafræði áður en þeim er heimilað að ávi'sa lyfjum. Hjúkrunarfræðingar ávi'sa lyfjum með ýmsum hætti, allt frá því sem kallað er Patient Group Directions (PGD) til óháðra lyfjaávi'sana. PGD kom fyrst fram árið 1989 í svokallaðri Crown-skýrslu sem varð til vegna þess að n'kisstjórnin vildi nýta betur hæfni og reynslu heilbrigðisstétta og skoða í hvaða tilvikum þær gætu tekið að sér ný hlutverk við ávi'sun lyfja, öflun lyfja og lyfjagjöf (Stephenson, 2000). PGD eru sérstakar reglur og leiðbeiningar sem samdar eru af læknum og eru þess eðlis að tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsmanna getur ávi'sað tilteknum lyfjum fyrir tiltekinn sjúklingahóp. í Crown-skýrslunni var einnig mælt með lagabreytingum til að gera heilbrigðisstarfsfólki, sem ávi'sar lyfjum eða gefur þau samkvæmt viðurkenndu PGD, kieift að starfa samkvæmt landslögum. Þá eru einnig í skýrslunni tillögur um hvernig staðið verði að því að auka hæfni hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum og þá sérstaklega þeirra sem þegar gera það. Árið 2002 breyttu Bretar lögum og gerðu hjúkrunarfræðingum kleift að ávi'sa 130 lyfjum, þar á meðal sýklalyfjum og verkjalyfjum (Warner, 2005). Árið 2006 heimiluðu Bretar hjúkrunarfræðingum og lyfjafræðingum, sem hafa gengist undir sérstaka þjálfun, að ávísa öllum skráðum lyfjum við öllum sjúkdómum. Með því að vi'kka út hefðbundin hlutverk í lyfjaávísunum geta sjúklingar útvegað sér þau lyf sem þeir þurfa á auðveldari hátt og fengið þau frá fleiri vel menntuðum stéttum heilbrigðisstarfsfólks en læknum. Þetta gefur sjúklingum tækifæri til að velja og stýra sjálfir hvaðan þeir fá þjónustu og hver veitir hana (Loforte, 2005). Hjúkrunarfræðingar þurfa að fara í 26 daga bóklegt nám og 12 dagastarfsnám áður en þeir geta ávísað lyfjum. Til að fá inngöngu í þetta nám þurfa þeir að sýna fram á næga þekkingu til að meta og greina sjúklinga innan þess sérsviðs sem þeir ávi'sa lyfjum á. Þessir hjúkrunarfræðingar hafa allir mjög góða menntun og mikla starfsreynslu að baki, einnig hafa þeir hlotið mjög góða þjálfun áður en til lyfjaávi'sana kemur (Fischer, 2007). Upphafið í Bretlandi Hugtakið hjúkrunarstýrð heilbrigðis- þjónusta kom fyrst fram í skrifum hjúkrunarfræðinga í kringum 1980 (Hatchett, 2003). Síðan þá hefur almennt orðið nokkur endurskoðun á hlutverkum heilbrigðisstétta í Bretlandi þar sem mörkin á milli stétta hafa í mörgum tilfellum færst til og ný hlutverk komið til sögunnar. í stefnumótun breska heil- brigðisráðuneytisins er lögð áhersla á nútímalega nýtingu fagfólks í þeim tilgangi að bæta þjónustu, lækka kostnað og minnka álag á starfsfólk. í Bretlandi sem og víðar er meiri eftirspurn eftir læknisþjónustu en framboð. Þetta veldur því að víða er biðtími eftir læknisþjónustu langur og jafnvel biðlistar. Einnig hafa menn haft áhyggjur vegna vaxandi áherslu á afköst heilbrigðisþjónustunnar á kostnað faglegra markmiða. Því hefur verið litið á útvíkkun á hlutverki og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sem eina af lausnunum á þessum vanda. í Bandaríkjunum hefur einnig tíðkast um nokkurt skeið að sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar sinni að hluta tii sömu störfum og læknar (Corner, 2003). í Svíþjóð, Ástralíu, Kanada og á Nýja-Sjálandi hafa hlutverk hjúkrunarfræðinga einnig verið að breytast og víkka en í þessum löndum eru menntunarkröfur heldur meiri en í Bretlandi því til að mynda er krafist MS-gráðu í hjúkrun til að ávísa lyfjum (Courtenay, 2007). Þróun þjónustunnar Árið 1997 veittu bresk stjórnvöld hjúkrunarfræðingum mikilvægt tækifæri til að koma á nýjungum í þjónustu á sviði heilsugæslu (Office of public sector information, 1997). Stjórnvöld leituðu eftir sveigjanlegri leiðum en þá voru í boði til að veita þjónustuna og sköpuðu tækifæri til að setja á stofn hjúkrunarstýrðar þjónustustöðvar. Ári seinna var þróunarverkefnum á hjúkrunarstýrðum þjónustustöðvum í heilsugæslu hleypt af stokkunum í tengslum við gagngerar breytingar á starfsemi heilsugæslulækna með nýju kerfi sem nefnt var Personal Medical Service (PMS). Eins og nafnið gefur til kynna var markmiðið að gera heilsugæsluþjónustuna persónulegri og einstaklingsmiðaðri en áður hafði tíðkast. í fyrstu var hjúkrunarstýrðu þjónustustöðvunum ætlað að auðvelda jaðarhópum, sem ekki sækja hefðbundna heilsugæsluþjónustu eins og aðrir hópar, aðgang að heilbrigðisþjónustu, eins og til Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.