Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 9
eftir próf og var tíminn því naumur. Við hittumst vikulega og skipuðum okkur í nefndir því að mörgu var að huga. Stofnað var fyrirtækið Hjúkrun í Kenýa og var nánast öllum fyrirtækjum á landinu send styrktarbeiðni. Við leituðum fanga víða og báðum um styrki í formi hjúkrunarvara, fjárframlaga og lyfja. Við fengum frábær viðbrögð og upphæðin hækkaði ört. Bólusetningar hófust og tíminn gerði eitthvað allt annað en að Ifða, hann hreinlega hvarf. Fljótt leið að prófum og var útlit fyrir að við næðum ekki að fá fyrir kostnaði af bólusetningum, flugi og gistingu að öllu leyti. Við höfðum tekið að okkur aukavinnu en svo skömmu fyrir próf var Ijóst að meiri vinnu gætum við ekki tekið að okkur. Við vorum staddar í síðustu bólusetningunni þegarvið fengum símhringingu um aukinn fjárstyrk og var þá Ijóst að við myndum eiga afgang sem við gætum nýtt til að skilja eitthvað eftir okkur úti. Við keyptum blóðsykursmæla, strimla og blóðþrýstingsmæla á stöðvarnar en við vissum að mikil þörf var á slíkum tækjum. Prófin voru vægast sagt furðulegur tími fyrir okkur og einkenndist af tilhlökkun og prófálagi sem er furðuleg blanda. Við hittumst eftir eitt prófið til að pakka niður Fjögurra ára drengur með kviðslit Elva skoðar tennur barna í skóla hjúkrunarvörum sem við höfðum fengið en vörurnar vógu um 200 kg. í upphafi höfðum við í bjartsýni séð fyrir okkur að við myndum pakka vörunum í ferðatöskurnar okkar innan um tannbursta og föt og pakka sjálfar létt. Sá möguleiki fékk fljótlega að fjúka þegar við vorum farnar að telja þessi aukakíló í hundruðum. Við leituðum því til aðila sem gætu sent vörurnar fyrir okkur og enn fengum við vilyrði. Það virtist vera sama hvert við snerum okkur, við komum sjaldnast að tómum kofunum. Alls staðar var fólk tilbúið til að styrkja okkur til fararinnar sem varð að veruleika 17. maí 2007. í Naíróbí unnum við fyrir hjálparsamtök heimamanna sem kalla sig Provide International. í upphafi hétu þau Provide for the Hungry Child og snerist starfsemin þá bara um matargjöf til barna í hverfunum en það vatt fljótlega upp á sig enda var þörfin mikil. Þessi samtök þiggja ekki ríkisstyrki og eru algjörlega rekin af frjálsum framlögum sem skila sér hvaðanæva úr heiminum. í dag reka samtökin fimm heilsugæslustöðvar í fátækrahverfum Naíróbí og þau stefna að því að opna sjúkrahús. Við heimsóttum allarstöðvarnaren þær voru æði misjafnar bæði hvað varðar tækjakost, mönnun og þrifnað. Við unnum alla virka daga frá kl. 9-14, vorum sóttar á gistiheimilið að morgni og skutlað aftur heim að loknum vinnudegi. Sami bílstjórinn fylgdi okkur þessar vikur og var hann ekki alltaf jafnstundvís. Fyrsta vinnudaginn risum við snemma úr rekkju, skelltum í okkur morgunverði og biðum spenntar eftir að verða sóttar. Það er skemmst frá því að segja að við biðum í tvo tíma, en það þykir ekkert tiltökumál úti í Kenía þar sem máltækið „hakuna matata" (engar áhyggjur) er iögmál! Við tileinkuðum okkur það fljótt og komum okkur upp snúsnúbandi sem var óspart notað í biðtímum næstu vikurnar! Mesta annríkið á stöðvunum var árla dags og fram að hádegi og svo á nóttunni. Ástæðan fyrir því, að mest er að gera á stöðvunum fyrir hádegi, er sú að eftir hádegi er fólk upptekið við það að framfleyta sjálfu sér og fjölskyldu sinni. Fólk gerir það meðal annars með því að selja einhverja vöru, en það eru nú ekki margir sem eiga peninga til að kaupa einhvers konar vörur eða handverk svo oftar en ekki þurfa íbúarnir að leita sér að mat eða betla. Það sem kom okkur hvað mest á óvart varðandi heilsugæslustöðvarnar og okkar vinnu þar var hvað þessar stöðvar eru vel mannaðar Hótel í fátækrahverfi og ná að sinna mörgum. Við bjuggumst í raun við mun lakari kosti og lélegri mönnun. Á stöðvunum kynntumst við sjúkdómum sem við þekkjum sem betur fer ekki á okkar heimaslóðum. Helstu heilsufarsvandamálin, sem herja á íbúa Naíróbí, eru alnæmi, malaría og berklar. Á hverri stöð er lítil rannsóknarstofa þar sem einföld próf eru gerð, flest með aðstoð smásjár. Hægt er að kaupa malaríulyf á heilsugæslustöðvunum en ekki hafa allir efni á þeim þó niðurgreidd séu. Því dregur malaría marga til dauða í hverfunum. Stór þáttur í daglegri starfsemi stöðvanna er tannlæknaþjónusta, ef þjónustu skyldi kalla. Þjónustan er einfaldlega þannig að ef einhver er með skemmda tönn fær hann deyfingu og svo er tönnin fjarlægð. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.