Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 17
í Bosníu 1999 að settur hefur verið björgunarbúnaður með bakbretti og hálskraga á alla áætlunarflugvelli. Slíkur búnaður nýtist ekki bara í flugslysum heldur líka við slys og veikindi fólks á einungruðum stöðum, eins og Gjögri eða í Grímsey. Ef slys verði á þessum stöðum geta liðið 1-2 klukkustundir þar til aðstoð berst. Ef ekki er flugfært þá er siglingatíminn frá Dalvík til Grímseyjar tii dæmis um þrjár klukkutímar og gæti þurft að spelka brot og gefa verkjalyf á meðan. Þetta vill gjarnan gleymast þegar flugslysaáætlanir eru búnar til. Flugslysaæfing í Kosovo í maí og nóvember 2006 fór Bára til Kosovo á vegum Flugmálastjórnar íslands. Þetta voru ekki fyrstu heimsóknir Báru til Kosovo, hún dvaldi þar í þrjá mánuði veturinn 2002. Flugmálastjórn, sem nú heitir Fiugstoðir ohf., ber ábyrgð á rekstri flugvallarins í Pristina, þar með töldum öryggismálum flugvallarins. Til þess að flugvöllurinn gæti fengið alþjóðlega vottun þurfti að fara yfir og bæta ýmis öryggisatriði út af viðbrögðum við flygslysum og þjálfun viðbragðsaðila. Hlutverk Báru var meðal annars að fara yfir hópslysaáætlun flugvallarins og skrifa aðgerðaáætlun sem svo var fylgt eftir af Flugstoðum. í maí var haldin flugsiysaæfing þar sem 100 manna slys var sett á svið og æfð viðbrögð lækna og hjúkrunarfræðinga sem eru á vakt á flugvellinurm. í nóvember var haldin önnur æfing sem lögreglan og sveitir úr her Kosovo-Albana tóku einnig þátt í. FRÉTTAPUNKTUR Tímarit hjúkrunarfræðinga Quo vadis? MÁLÞING 9. apríl kl. 13-16 Suðurlandsbraut 22, Reykjavík Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræð- inga efnir til málþings um tfmaritið og hvert hjúkrunarfræðingar vilja stefna með það. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, setur málþingið en þar verður fjallað um tímaritið í fortíð og verður fjallað um tímaritið í nútíð og fortíð og fengnir til þess ritstjórar sem starfa eða hafa starfað við tímaritið. Síðan mun formaður ritnefndar, próf. Sigríður Halldórsdóttir, og for- maður ritstjórnar ritrýndra greina, próf. Herdís Sveinsdóttir, vera með innlegg um framtíð tímaritsins. Gefið verður gott tækifæri til umræðna um innihald og útlit, íslensk hjúkrunarfræðiorð og fleiri efni. Allir félagsmenn, sem áhuga hafa á tímaritinu og einstökum þáttum sem því tengjast, eru hvattir til að mæta. Þátttaka tilkynnist á hjukrun@hjukrun.is eða í síma 540-6400 fyrir 1. apríl nk. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.