Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 32
Hrund Helgadóttir, hrundhelga@gmail.com HJÚKRUNARSTÝRÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Heilbrigðisþjónusta, sem stýrt er af hjúkrunarfræðingum er að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Hér verður þessi þróun og gagnsemi þjónustunar skoðuð. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir til þess að takast á við slík viðfangsefni? Hjúkrunarstýrð þjónusta í hraðri þróun Á síðasta áratug hefur heilbrigðisþjónusta, sem stýrt er af hjúkrunarfræðingum, rutt sér til rúms og farið hraðvaxandi í Bretlandi. Þar í landi er helstu sóknarfæri slíkrar þjónustu að finna í heimaþjónustu og heilsugæslu, á hjúkrunarstofum, göngudeildum sjúkrastofnana, lækna- stofum heimilislækna og svokölluðum walk-in centers. Bresk stjórnvöld hafa hvatt til að slík þjónusta verði efld af stjórnunarlegum ástæðum og litið svo á að með því móti geti almenningur fyrr fengið sérhæfða heilbrigðisþjónustu og meðferð og að þannig sé betur hægt að takast á við vandamál fólks, sem haldið er langvinnum sjúkdómum, með eftirliti, mati á heilsufari og meðferð. Markmiðið er að þetta fólk haldi sem bestri heilsu og þurfi sem minnst á stofnunum að halda (Hatchett, 2003). Hugmyndafræði hjúkrunarstýrðrar þjónustu er enn í þróun en uppistaðan er nokkuð skýr nú þegar. Gildi hjúkrunar eru í hávegum höfð auk þess sem áhersia er lögð á að útvíkka hlutverk hjúkrunarfræðinga þar sem þeir flétta inn í störf sín ákveðinn hluta af verkum Hrund Helgadóttir, hjúkrunar- fræðingur, BS og meistaranemi í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunar- fræðideild Háskóla íslands 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.