Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 32
Hrund Helgadóttir, hrundhelga@gmail.com HJÚKRUNARSTÝRÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Heilbrigðisþjónusta, sem stýrt er af hjúkrunarfræðingum er að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Hér verður þessi þróun og gagnsemi þjónustunar skoðuð. Eru íslenskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir til þess að takast á við slík viðfangsefni? Hjúkrunarstýrð þjónusta í hraðri þróun Á síðasta áratug hefur heilbrigðisþjónusta, sem stýrt er af hjúkrunarfræðingum, rutt sér til rúms og farið hraðvaxandi í Bretlandi. Þar í landi er helstu sóknarfæri slíkrar þjónustu að finna í heimaþjónustu og heilsugæslu, á hjúkrunarstofum, göngudeildum sjúkrastofnana, lækna- stofum heimilislækna og svokölluðum walk-in centers. Bresk stjórnvöld hafa hvatt til að slík þjónusta verði efld af stjórnunarlegum ástæðum og litið svo á að með því móti geti almenningur fyrr fengið sérhæfða heilbrigðisþjónustu og meðferð og að þannig sé betur hægt að takast á við vandamál fólks, sem haldið er langvinnum sjúkdómum, með eftirliti, mati á heilsufari og meðferð. Markmiðið er að þetta fólk haldi sem bestri heilsu og þurfi sem minnst á stofnunum að halda (Hatchett, 2003). Hugmyndafræði hjúkrunarstýrðrar þjónustu er enn í þróun en uppistaðan er nokkuð skýr nú þegar. Gildi hjúkrunar eru í hávegum höfð auk þess sem áhersia er lögð á að útvíkka hlutverk hjúkrunarfræðinga þar sem þeir flétta inn í störf sín ákveðinn hluta af verkum Hrund Helgadóttir, hjúkrunar- fræðingur, BS og meistaranemi í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunar- fræðideild Háskóla íslands 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.