Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 50
Sigríður Jónsdóttir, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Sigríður Halldórsdórsdóttir, heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri IKTSÝKI, STREITA OG BJARGRÁÐ EFTIR ÁFÖLL: „ÞESSI SJÚKDÓMUR ER ALLT ÖÐRUVÍSI EN BÆKURNAR SEGJA TIL UM. UTDRATTUR Sjálfnæmisjúkdómurinn iktsýki veldur mörgum ómældri þjáningu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og skilning á sjónarhorni iktsjúkra á: a) hvað leysti iktsýkina úr læðingi að þeirra mati, b) áhrifum langvarandi streitu á sjúkdómseinkenni og c) hvaða bjargráð þeir tileinkuðu sér eftir áföll. Við framkvæmd rannsóknarinnar var fylgt aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Gagna var aflað með átján samræðum við átta manns með iktsýki. Litið var á þátttakendur sem samræðufélaga og meðrannsakendur og var túlkun gagna borin undir þá til að auka réttmæti rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður voru að mikil streita vegna líkamlegra eða sálrænna áfalla var sá áhrifaþáttur sem flestir töldu að hefði leyst sjúkdóminn úr læðingi. Meginþemað í reynslu samræðufélaga af langvinnri streitu var að „sjúkdómurinn blossaði upp“. Nokkrir ytri þættir ýttu, að þeirra mati, undir þróun langvarandi streitu, eins og álag í vinnu eða námi, hjónabandserfiðleikar, niðurbrjótandi samskiptaháttur heil- brigðisstarfsfólks, skilningsleysi samfélagsins og áhyggjur. Innri bjargráð á borð við reiði og þögn komu líka við sögu en þau bjargráð geta í upphafi verið ósjálfráð viðbrögð sem gripið er til en hafa neikvæð og niðurbrjótandi áhrif ef þau verða viðvarandi. Meginþemað í tiieinkun bjargráða var þolgæði - „að ekki gefast upp“ - og bjargráð sem reyndust hafa jákvæð áhrif á þolgæðið voru einkum: trú og von, að leggja rækt við sjálfan sig, að eiga trúnaðarvin, sjálfsþekking, samkennd, listiðkun og skapandi skriftir. Rannsóknarniðurstöður varpa Ijósi á þörfina fyrir heildstæða meðferð og samfellu í þjónustu bæði fyrir iktsjúka og þolendur alvarlegra sálrænna áfalla. Meginhugtök: Iktsýki, alvarlegt sálrænt áfall, langvarandi streita, bjargráð. Inngangur Árið 2000 lagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization, WHO) það til að áratugurinn 2000-2010 yrði helgaður beinum og liðum og hvatti til rannsókna á því sviði í þeim tilgangi að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra (Lidgren, 2003; World Health Organization, 2000). Á íslandi eru um 2100 konur og 900 karlar greind með bólgu- og sjálfsnæmisjúkdóminn iktsýki (íslensk erfðagreining, 2004), sjúkdóm sem stundum er kallaður langvinn liðagigt. Iktsýki greinist oftast við 20-40 ára aldur í hlutfallinu þrjár konur á móti eínum karli. Rannsóknir á orsökum iktsýki benda til þess að tilhneigingin til að fá sjúkdóminn erfist en að óþekktir umhverfisþættir hrindi honum af stað (Grant o.fl., 2001; íslensk erfðagreining, 2004; Kristján Steinsson, 2003 og 2004; World Heaith Organization, 2000). ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir, S., and Halldórsdóttir, S. The lcelandic Journal of Nursing (2008). 84(1) 48-55 REUMATOID ARTHRITIS, STRESS AND ATTRIBUTION AFTER TRAUMA The autoimmune disease Rheumatoid Arthritis (RA) causes great suffering for many people. The purpose of the study was to enrich knowledge and increase understanding on how people suffering from RA understand and experience what turned on their illness, how long-term stress impacts the symptoms of RA as well as their attributional style after trauma. The methodology of the study was based on the Vancouver school of doing phenomenology. Data was collected through 18 dialogues with 8 persons suffering from RA. Participants were seen as co-researchers and were consulted about the interpretation of data and conclusions to increase validity of the study. Findings revealed that according to the co-researchers extreme traumatic stress caused by physical or psychological trauma stimulated or turned on the disease. They felt the disease was aggravated by stress causing the disease to ‘flare upp’ under great or long-term stress. Some outer factors that were perceived to cause the development of long-term stress were e.g. studies-related or work-related pressure, marital problems, negative communicative mode of health professionals, lack of understanding from the environment, and worries. Inner factors included bottled-up anger and suffering in silence, which can initially be seen as an attributiona! style but have long- term negative effects. A dominating attributional style among co-researchers was stamina or “not to give up.“ Factors that were perceived to increase stamina were: faith and hope, self-knowledge and self-development, true friendship, empathy, expressive arts and creative writing. The study broadens the understanding of the need for a holistic view of treatment for people suffering from RA and serious psychological trauma. Keywords: Rheumatoid arthritis, serious psychological trauma, long-term stress, attribution style. Correspondance: siggaj@heilhus.is 48 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.