Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 29
Líflegar umræður ráðstefnugesta í kaffihléi Heilbrigðisráðherra ávarpar ráðstefnuna Nýstofnuð hljómsveit, Örkin hans Nóa, spilaði fyrir ráðstefnugesti við setninguna vera réttu forvarnirnar. Helga Sif málaði upp mynd af heilbrigðisstarfsfólki sem ver tíma sínum í að bjarga fólki úr ám, en nauðsynlegt er að horfa uppstreymis og koma í veg fyrir að fólk detti í ána. Við erum góð í að setja upp skilti, þ.e. að vera með áróður og upplýsingar, en rannsóknir sýna að það eru aðrir þættir sem skipta máli þegar kemur að þvi' að draga úr áfengisneyslu unglinga. Til dæmis er samþúð með kærasta verndandi þáttur. Það er þó ekki alveg Ijóst hvaða þættir eru mikilvægastir. Ritstjóri ræddi við Helgu Sif um nám og rannsóknir hennar og má lesa meira um það hér í blaðinu. Gestafyrirlesari seinni daginn átti að vera Sioban Nelson frá Kanada en hún kom ekki til landsins. í staðinn las Einar Kárason rithöfundur úr bókinni Endurfundir - safn sex nýrra smásagna. Ráðstefnan var öflug sýning á rann- sóknarkrafti íslenskra hjúkrunarfræðinga og hefur vaxið árfrá ári. Fjöldi þátttakenda var í ár 135. Haldnír voru 64 fyrirlestrar og sýnd 28 veggspjöld. 8 fyrirtæki voru með kynningar. Ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga mun stuðla að því að greinar um rannsóknir og verkefni, sem kynnt voru á ráðstefnunni, skili sér á þlaðsíðum tímaritsins á árinu. Eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi vísindasjóðs, A- og B-hluta, tóku gildi 1. janúar 2008. • Áður fengu sjóðsfélagar borgað úr A-hluta sjóðsins eftir vinnuhlutfalli þeirra tímabilið 1. janúar til 30. nóvember árið fyrir úthlutun. í stað þess greiðir FÍH nú hverjum sjóðsfélaga 95% af því iðgjaldi sem komið hefur í sjóðinn á hans nafni. • í stað 10% fara 3% af iðgjaldi vísindasjóðs í B-hluta sjóðsins. • Vaxtatekjur sjóðsins munu standa undir beinum kostnaði við rekstur vísindasjóðs FÍH og afgangurinn fer í B-hluta sjóðsins. • Umsýslugjald, sem vísindasjóður greiðir til félagssjóðs, minnkar úr 4% í 2% í Ijósi þeirrar hagræðingar sem ofangreindar breytingar hafa í för með sér. Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs eru greiddir sjóðsfélögum á fyrsta ársfjórðungi ár hvert. Ekki þarf að sækja um úthlutun úr A-hluta vísindasjóðs heldur greiðir félagið hverjum sjóðsfélaga 95% af því iðgjaldi sem komið hefur í sjóðinn á hans nafni. Upphæðin er lögð inn á bankareikning viðkomandi sem félagið hefur stofnað í SPRON, Borgartúni 26. Sjóðsfélagar þurfa hins vegar að sækja um styrk úr B- hluta vísindasjóðs og er umsóknarfrestur til 15. mars ár hvert. Reglur B-hluta vísindasjóðs voru endurskoðaðar af stjórn sjóðsins í byrjun árs og er þær að finna á heimasíðu félagsins undir „Styrkir og sjóðir". Umsóknir í sjóðinn fara nú eingöngu fram rafrænt og hefur nýtt umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum um útfyllingu þess verið sett á heimasíðu félagsins. AJF Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.