Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 23
• starfsfólkið er betur upplagt á næturnar • það sefur betur þegar heim er komið • því finnst það betur úthvílt þegar það fer á fætur • það er öruggara fyrir umferðina og í henni þegar ekið er heim eftir næturvakt • hvíldarhlé gefur betra líf utan vinnutíma. í Bandaríkjunum, Kanada og Japan er orkublundur útbreidd- ur í vinnutímanum. í Danmörku gefa vinnutímaákvæði hjúkrunarfræðinga heimild til að hjúkrunarfæðingar geti gert hlé þegar vinnutíminn er lengri en sex tímar. Á íslandi er einnig gert ráð fyrir hléum á næturvaktinni þó veruleg skerðing hafi orðið á þeim rétti með svokallaðri sölu á matar- og kaffitímum. Vel má þó koma því við með samkomulagi starfsmanna við deildarstjóra að gefin sé heimild til orkublunds á næturvaktinni. í Ijósi þeirra áhrifa, sem orkublundur hefur á vinnuframlag og vökuástand, ættu stjórnendur að taka tillögu starfsmanna um slíkan blund fegins hendi og stuðla að því að aðstaða til hans verði sem best. Margar kannanir sýna að orkublundur á næturvaktinni á þátt í að bæta frammistöðu og auka árvekni í vinnu. Það getur nýst sem rök fyrir því að auk matarhlés skuli vera svefnhlé þar sem það eykur vinnugæðin. í riti DSR um orkublund er greint frá því hvað koma ætti fram í samkomulagi deilda um orkublund: Hvenær og hversu lengi? Hvíldarhlé í 29 mínútur milli klukkan 3 og 6. Undantekning! Einungis á að reikna með hvíldarhléum á rólegum vöktum og ef vinnan leyfir það. Hvar? Á skrifstofu deildarstjóra á dýnu á gólfinu, bak við lokaðar dyr. í starfsmannaherbergi á svefnsófa. í sérstökum hvíldar- eða nuddstól. Hver og hvenær? Starfsfólk kemur sér saman um þetta sín á milli í byrjun vaktar. Starfsfólk skrifar sig á svefnlista. Ræs! Notuð er vekjaraklukku til að vekja. Áður en vinna hefst að nýju. Hvíldarhléinu á að Ijúka með smá-leikfimi (5 mín.) til að koma vöðvum og blóðrás í gang og til að koma í veg fyrir vökutregðu (doða eða mók eftir svefn). Undirritun samkomulags. Deildar- eða sviðsstjóri ásamt trúnaðarmanni. Ég hef hér farið lauslega yfir forsendur þess að skynsamlegt sé að gera samninga um orkublund þar sem hjúkrunarfræðingar vinna á næturvöktum. Ég hvet hjúkrunarfræðinga alla til að taka höndum saman um að koma á slíku fyrirkomulagi á sínum vinnustað. Þegar mest á reynir er nauðsynlegt að líta til þeirra þátta sem geta gert vinnustaði okkar tryggari fyrir okkur og skjólstæðinga okkar. Frekari upplýsingaleit: Power-nap, night shift and sleep deprivation, dognrytme, circadian disruption, circadian rythm. Þær sætta sig ekki við: • Kláða og þurrk • Óþægindi við samfarir • Þvagfærasýkingar • Þvagleka Staðbundin estrógenmeðferð, sem virkar.... organon> www.breytingaskeid.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.