Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 24
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FÉLAG HJÚKRUNARFRÆÐINGA SÍÐAN 1919 90 ÁRA AFMÆLI 2009 Á næsta ári eru 90 ár síðan Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað. Félagið hefur gengið undir ýmsum nöfnum á þessum árum en starfað óslitið. Hjúkrunarfræðingar munu fagna þessu með ýmsu móti. Meðal annars verður gefin út bók um sögu hjúkrunar og einnig hljóta merkisdagar í sögunni athygli. Síðan er ætlunin að Ijúka afmælisárinu með veislu í nóvember. Vegna efnahagsástandsins hefur þó ekkert verið endanlega ákveðið. Söguritunarnefnd á fundi í ágúst 2008. Afmælisárið nálgast Gert er ráð fyrir að helstu atburðir á afmælisárinu verði tengdir 15. janúar, 12. maí og 18. nóvember. 15. janúar er, eins og hjúkrunarfræðingar vita, dagurinn sem Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga sameinuðust í eitt félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. 12. maí er fæðingardagur Florence Nightingale og alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og mun aðalfundur FÍH verða haldinn á þessum degi. 18. nóvember er talinn vera dagurinn sem Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað 1919. Rætt hefur verið um að hafa móttöku fyrir félagsmenn í tengslum við þennan dag. Allar áætlanir eru hins vegar í uppnámi vegna efnahagsástandsins og hefur því öllum ákvörðunum, sem hafa í för með sér fjárútlát, verið slegið á frest fram yfir áramót. Sérstök afmælisnefnd var skipuð til þess að halda utan um afmælið og koma með hugmyndir að viðburðum. Nefndin tók til starfa í maí sl. og hefur komið saman þrisvar þegar þetta er ritað. Nefndarmenn hafa verið mjög hugmyndaríkir og vinna nú meðal annars að framfaraverkefni, bók með örsögum um starf hjúkrunarfræðinga og að kynningarstarfi sem tengist afmælisárinu. Bók um sögu hjúkrunar Síðan 2002 hefur starfað söguritunarnefnd sem skipulagt hefur ritun bókar um sögu hjúkrunar á íslandi. í nefndinni eru fjórir fyrrverandi formenn; Sigþrúður Ingimundardóttir, Ásta Möller, Herdís Sveinsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir. Tveir aðrir valinkunnir nefndarmenn eru Kristín Björnsdóttir og Þorgerður Ragnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga. í nefndinni er einnig Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur en hún var ráðin af félaginu til þess að skrifa bókina. Bókin, sem áætlað er að komi út í lok 2009 í tengslum við afmælisfagnaðinn, mun heita „Saga hjúkrunar á íslandi á 20. öld". Efnt var til keppni um titil bókarinnar. Sú tillaga, sem næst var endanlegu nafni, var „Hjúkrun á íslandi - saga hjúkrunar á 20. öld". Tillöguna sendi Emma Magnúsdóttir. Hún er 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.