Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 30
spítalans sem ávallt var sneisafullur af erfiðu fólki en starfsliðið ákaflega fáliðað. Hjúkrunarkona segir frá starfs- reynslu sinni á Kleppi árið 1951 „Ég vann á Kleppsspítala í 6 mánuði að loknu hjúkrunarnáminu eins og allir gerðu sem ætluðu sér að vinna á geðsjúkrahúsi. Engin formleg menntun var þó á staðnum. Geðhjúkrun hentaði mér vel þar sem ég var svo iitii. Líkamsþurðir skiptu minna máli við geðhjúkrun heldur en á öðrum deildum, þar sem þurfti að lyfta sjúklingum. Það var al/taf skortur á hjúkrunarkonum á Kleppi og þess vegna voru hærri laun þar. Eftir þetta fór ég til starfa og frekara náms í Danmörku. Árið 1951 fékk ég vinnu við órólegu karladeildina (deild 10). Á þessum tíma unnu mjög fáar konur á karladeildunum. Það áttu að vera 25 sjúklingar á deildinni en venjulega voru þeir fleiri. Ein jólin voru 30 manns inniliggjandi. Ég held að sjúklingarnir hafi fengið mjög mannúðlega meðferð og markmiðið var að endurhæfa þá. Engin belti eða ólar voru á deildinni en þrjú einbýli þar sem hægt var að einangra menn. Ómenntaðir starfsmenn höfðu hærri laun en hjúkrunarkonurnar. Stundum var einn slfkur sofandi á deildinni meðan næturhjúkrunarkonan fór út um allt á mun lægri launum" (bls. 97). Hjúkrun geðsjúkra 1950-1960 „Hjúkrungeðsjúkra var(oger) vandasamt og erfitt starf. Hjúkrunarkonur stjórnuðu daglegu starfi á deildunum og sáu til þess að sjúklingarnir fengju að borða, gættu hreinlætis og fengju einhverja hreyfingu. Þær voru í mestum tengslum við sjúklingana, gáfu þeim lyf og lögðu mat á gang meðferðar, batahorfur og vinnuhæfni hvers og eins. Hjúkrunar- konur reyndu mikið tilað halda tengslum við aðstandendur og fá þá til að heimsækja sjúklingana en það gekk oft illa. Ótti fólks við geðsjúkdóma og staðinn sjálfan var mikill og margir veigruðu sér við að heimsækja ástvini sína og töldu það tilgangslaust. Það kom fyrir að auglýst væri eftir aðstandendum. Þetta sést mjög vel þegar gamlar sjúkraskrár langlegusjúklinga eru skoðaðar þar sem skrásetjarar kvarta mikið undan því að enginn nákominn komi til að heimsækja sjúklinginn jafnvel þótt hann eigi stóran frændgarð. Þetta átti að sjálfsögðu sinn þátt í því hversu erfiðlega gekk að koma mörgum sjúklingum út í lífið á nýjan leik. Þeir sjúklingar sem héldu góðu sambandi við fólkið sitt áttu mun auðveldara með að útskrifast til síns heima en hinir sem voru algjörlega afskiptir inni í hvítu höllinni við Sundin blá“ (bls. 103). „Mörg frí hjúkrunarkvennanna fóru 1 að útvega sjúklingum föt eða halda á rétti þeirra gagnvart aðstandendum. Margir gleymdust inni á Kleppi og voru smám saman afskrifaðir sem gat skapað mikil vandkvæði í erfðamálum. Fyrír mörgum hætti sjúklingurinn að vera til þegar hann lagðist inn á Klepp enda fannst mörgum ákaflega erfitt að þurfa að viðurkenna að nákominn ættingi væri þar heimilisfastur hvað þá heldur að fara og heimsækja hann innan um alla hina „brjálæðingana". Fóiki fannst erfitt að heimsækja fólkið sitt í öllum þeim þrengslum sem alltaf voru á Kleppi og engin aðstaða fyrir gesti. Oft á tíðum var hjúkrunarkonan eini tengiliður sjúklingsins við umheiminn enda þekkti hún venjulega viðkomandi best. Þær voru mun nær sjúklingunum en læknarnir sem komu og fóru á hátíðlegum stofugöngum sínum en sáust lítið þess utan á deildinni. í raun er ekki hægt annað en dást að þeim fjölmörgu sem komu að hjúkrun þessara sjúklinga á mjög óeigingjarnan hátt“ (bls. 103-104). María Finnsdóttir 1963-1970 Guðríður Jónsdóttir hætti formlega störfum við spítalann í árslok 1963 og við starfi hennar tók Man'a Finnsdóttir. Guðríður hafði verið forstöðukona á Kleppi í 25 ár. Man'a er fædd árið 1922 á Hvilft í Önundarfirði. Hún lauk hjúkrunarnámi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1952. Árið 1953 fékk María styrk frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni til að fara á námskeið til Boston í hjúkrun lömunarveikisjúklinga. Síðar (1959-60) fer hún til náms í sálar- og uppeldisfræði við lýðháskóla í Danmörku. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla íslands þegar hún tók við sem forstöðukona á Kleppi í október árið 1963. Seinna meir átti María eftir að fara í nám í hjúkrunarstjórnun, Ijúka BA-námi í sálfræði ásamt því að Ijúka kennslu- og uppeldisfræðinámi við félagsvísindadeild HÍ. María segir sjálf að hún hafi þurft að glíma við töluverða stöðnun í þróun geðhjúkrunar á Kleppi þegar hún tók við forstöðukonustarfinu (samtal við Maríu 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.