Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 52
p <0,339) og átti þaö einnig við um unglingana (x2(1, N = 559)
= 2,06, p <0,151). í hvorugum aldurshópnum var munurinn
marktækur.
sem almennt ófremdarástand á heimilinu og var líkamlegt
ofbeldi þá oftast tilgreint. Á mynd 3 sést skipting svara við
sömu spurningu eftir aldri og kyni.
Hvar heyra börn um heimilisofbeldi?
Þeir sem þekktu orðið heimilisofbeldi voru spurðir hvar þeir
hefðu heyrt það. Gefnir voru fimm valkostir og mátti merkja
við fleiri en eitt atriði, sjá mynd 2. Svarmöguleikinn „í blaði
eða bók“ var einungis í unglingalistanum. Á mynd 2 sjást svör
þátttakenda í hlutfallstölum skipt eftir aldri og kyni.
f heild var algengast að þátttakendur hefðu heyrt um
heimilisofbeldi í sjónvarpi (N = 661,58,8%) og þar næst í skóla
(N = 593, 52,7%). Hluti þátttakenda nefndi mömmu (N = 240,
21,3%). Það svar og að segjast hafa heyrt orðið í skóla kann
að tengjast umræðu um þessa könnun, t.d. samþykkisöflun.
Eins og áður sagði voru kennarar beðnir að ræða ekki um
efnið við börnin fyrir fram. Marktækur kynjamunur var á flestum
svarmöguleikum í hópi unglinga. Fleiri unglingsstúlkur en
drengir sögðust hafa heyrt orðið í sjónvarpi (x2(1, N = 562) =
4,16, p <0,041), ískóla (x2(1, N = 562) = 6,64, p <0,010) og í
blaði eða bók (x2(1, N = 562) = 17,36, p <0,001) og þetta voru
algengustu þrjú svörin. Um fjórðungur unglingstúlkna (N=60,
24%) sagðist hafa heyrt um heimilisofbeldi hjá vinum en það
var hærra hlutfall en meðal unglingsdrengja (N = 37, 11,9%).
Unglingsstúlkunum var samkvæmt þessu tamara að ræða um
heimilisofbeldi við vini en drengjunum (x2(1, N = 562) = 14,33,
p <0,000). Önnur svör voru fátíðari, að hafa heyrt orðið hjá
mömmu (x2(1, N = 562) = 3,393, p <0,048); á Netinu (x2(1, N =
562) = 5,24, p <0,02) en einnig þar var kynjamunur marktækur
en það átti ekki við um svörin „hjá pabba“ (x2(1, N = 562) =
1, 35, p <0,244); og „annars staðar" (x2(1, N = 562) = 0,08 p
<0,781). Á mynd 2 sést að stúlkur tilgreindu fleiri uppsprettur
að vitneskjunni en drengir og fóru í nokkrum tilvikum fram úr
drengjunum hvað þær snerti.
Skiigreining á heimiiisofbeidi
Börnin voru beðin að svara því skriflega hvað átt væri við
með orðinu heimilisofbeldi í því skyni að athuga skilning þeirra
sjálfra. Spurningin var opin og svörin flokkuð eftir á. Tafla 2
sýnir hlutfallslega skiptingu svara barna og unglinga.
Um helmingur barna og fjórðungur unglinga svöruðu
spurningunni ekki efnislega heldur skrifuðu hugtakið „ofbeldi
á heimilum" eða svipað og virtust ekki skilja það eða svarið
var ekki viðhlítandi. Þetta bendir til að erfitt hafi verið að svara
þessu, einkum fyrir börnin, en spurningin var opin til að fá fram
skilning þátttakenda. Ekki kemur á óvart að fleiri unglingar en
börn geti útskýrt við hvað er átt.
Algengustu efnislegu svörin voru að foreldri, stjúpforeldri, ýmist
tilgreind í eintölu eða fleirtölu, eða systkini meiði, lemji eða fari
á annan hátt illa með börnin á heimilinu, þ.e. að barnið væri
skilgreint sem þolandi, og svöruðu fleiri unglingar en þörn
á þann veg. Næstalgengast var að einhver væri laminn eða
meiddur á heimilinu og að gerandi væri tilgreindur. Svipað
hlutfall barna (11%) og unglinga (13%) skilgreindu hugtakið
Tafla 2. Hvað heldurðu að átt sé við þegar talað er um heimilisofbeldi?
(%) (%)
Börn Unglingar
Ofbeldi á heimilum (svarað með orðunum ofbeldi á heimilum) 25,6 23,0
Veit ekki, virðist ekki skilja spurninguna, svarar ekki 27,3 4,6
Samtals gefa ekki svar: 52,9 27,5
Foreldrar/eldri systkini meiða/lemja börnin 13,5 29,7
Gerandi (fjölskyldumeðlimur) tilgreindur: „Pabbinn lemur mömmuna," „einn meiðir annan“ 11,2 23,5
Almennt svar, en yfirleitt tilvísun í líkamlegt ofbeldi: „Verið að rífast og slást," „slagur á heimilinu" 10,7 12,6
; Kynferðislegt ofbeldi er tiltekið 1,8 5,9
Rifrildi, blóta, öskra 7,8 0,4
; Annað 2,1 0,4
í hópi barna sögðust fleiri drengir (17,3%) en stúlkur (12,1%)
að heimilisofbeldi fæli í sér að rífast og slást og vísuðu þá
yfirleitt til líkamlegs athæfis. í flokkunum „rifrildi" og „rifrildi og
slagsmál á heimilinu" samanlögðum var hlutfall yngri drengja
27% sem verður að teljast nokkuð hátt.
Mun fleiri drengir (um 30%) á unglingsaldri en stúlkur (17%)
svöruðu ekki efnislega.
Fleiri unglingsstúlkur (um 30%) en drengir (21%) tilgreindu
geranda í svörum sínum og voru svör stúlknanna nákvæmari
að þessu leyti.
Eins og áður sagði var lögð áhersla á að athuga almenna
þekkingu þátttakenda. Ekki var álitið rétt að spyrja hvort þeir
hefðu orðið fyrir ofbeldi í könnun af þessu tagi en athugað var í
hvaða mæli börnin þekktu persónulega til ofbeldis á heimilum.
Vegna þess möguleika að þau byggju sjálf við ofbeldi var
gefinn kostur á svarinu „vil ekki svara" sem annars var ekki
notað í könnuninni. í töflu 3 sést dreifing svara.
Tafla 3. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér?
Börn Unglingar
Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutfall (%)
Já 82 14,6 113 20,5
Nei 302 54,7 325 58,5
Veit ekki 109 19,5 93 16,7
Vil ekki svara 63 11,2 24 4,3
Alls 556 100,0 555 100,0
50
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008