Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 62
Tafla 5. Viðhorf og óskir um aðgang að upplýsingum og þjónustu TR. Jákvæð afstaða: „sammála" eða „frekar sammála" Vegið hlutfall A/ = 412 til 433 Viðhorf Óskir Á að hafa aðgang að mínum heilbrigðisupplýsingum hjá TR 82,3 % Treysti TR til að tryggja öryggi minna heilbrigðisupplýsinga 55,9 % Vil geta séð hvenær réttur minn til bóta er virkur 80,5 % Vil geta séð virkan rétt minn til afsláttarkorts hjá TR 80,9 % Þætti gott að nota aðgangslykil hjá TR 70,4 % Myndi nýta einkaaðgang að þjónustu TR á Internetinu 57,2 % Myndi eiga samskipti við TR um Internetið 51,7 % munur var á viðhorfum miðað við búsetu þátttakenda, hærra hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðis en landsbyggðar vildi halda sjúkraskrá ef þess væri kostur (x2=10,60, p=0,03), vildi sjá heilbrigðisupplýsingarnar (x2=10,98, p=0,03), sjá þær frekar á skjá en prenti (x2=10,76, p=0,03) og hafði áhuga á að nota aðgangslykil til að skoða upplýsingarnar (x2=9,39, p=0,05). Þegar Wilcoxon-próf var notað til að kanna viðhorf og óskir þátttakenda miðað við skilning á réttindum til aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum var marktækur munur á þrem efnisþáttum. Þessir þættir voru: að eiga og vilja hafa aðgang, notagildi aðgangs og notkun heilbrigðisupplýsinga (tafla 6). Samkvæmt kíkvaðratprófi voru þeir sem höfðu skilning á aðgangsréttindum með marktækt hærra hlutfall sammála eða frekar sammála fullyrðingum í 15 af 18 spurningum innan flokkanna. Tafla 6. Viðhorf og óskir miðað við skilning á aðgangsréttindum. Wilcoxon-próf fyrir samanburð tveggja hópa 1 = Skilningur (n=218); 2 = Ekki skilningur (n=205) Flokkun spurninga p-gildi persónu- og heilbrigðisupplýsingar í heimilistölvunni, tæpur fjórðungur á heilsugæslustöðinni (22,7%, n=90) og einn sjötti á afgreiðslustöðum TR (14,4%, n=57). Umræða Viðfangsefnið.rafrænnaðganguraðeiginheilbrigðisupplýsingum og heilbrigðisþjónustu, er Iftið þekkt í íslensku samfélagi og umræðan rétt að hefjast. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi og þess vegna engar íslenskar niðurstöður fyrirliggjandi til samanburðar. Upplýsingatæknin er í þróun innan heilbrigðisþjónustunnar og markviss skref hafa verið tekin með nokkrum ávinningi frá því að rannsóknin var gerð þó kannanir sýni að íslendingar hafi klárlega dregist aftur úr í rafrænni stjórnsýslu og hagnýtingu upplýsingatækni miðað við aðrar þjóðir. Verið er að setja upp rafrænar sjúkraskrár en þróunarvinnan er aðskilin milli stofnana og gagnvirkur aðgangur notenda á frumstigi enn sem komið er. Uppsetning heilbrigðisnets er vel á veg komin og bein innleiðing rétt hafin og úttekt á möguleikum þeirra sem búa við skerta færni til að nýta sér upplýsingatækni í samskiptum við heilbrigðiskerfið virðist ekki hafa komist inn á vinnuborðið enn sem komið er (Capacent ráðgjöf, 2007). Notkun tölvu, Internets og tölvupósts e.m. Að eiga og vilja hafa aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum <0,05 Notagildi aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum <0,001 Viðhorf og óskir um notkun heilbrigðisupplýsinga <0,005 Óskir um notkun aðgangs á Internetinu e.m. Viðhorf til upplýsingaöryggis tengt tölvum og Interneti e.m. Viðhorf til aðgangs að rafrænni sjúkraskrá e.m. Minna en helmingur þátttakenda hafði samskipti við TR árlega eða oftar (43%, n=182) með 26% vegið hlutfall. Nær allir tóku þátt í vali þjónustuþátta hjá TR, 67% (n=276) þeirra sem völdu óskuðu eftir rafrænum einkaaðgangi að réttindum til bóta hjá TR, 65,6% (n=271) umsóknum og 61% (n=252) svörum varðandi þjónustu, 55,4% (n=229) lyfjaafgreiðslu og lyfjakorti, 50,8% (n=210) umsögn læknis og 50,1% (n=207) greiðslustöðu. Af yfirlitum þjónustuþátta TR var helst óskað eftir réttindum til bóta (70,4%, n=290), fyrri greiðslum (65,5%, n=270), lyfjakostnaði (53,4%, n=220), lyfjanotkun (51,7%, n=213) og áður afgreiddum málum (51,2%, n=211). Flestir (81,4%, n=323) þeirra sem svöruðu vildu skoða eigin Ljóst er að niðurstöður rannsóknarinnar byggjast nær eingöngu á væntingum íslenskra þátttakenda sem þá höfðu hvorki fengið tækifæri til að nýta sér rafrænan aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum né þjónustu. Skilningur og reynsla þátttakenda hafa mikla þýðingu þegar væntingar til þjónustu og tækninýjunga eru annars vegar. Aðeins tíundi hluti hafði reynslu af slíkum aðgangi og minnihlutinn kunni skil á réttindum til aðgangs að eigin sjúkraskrá. Allt eru þetta þættir sem hafa mikilvæg áhrif í rannsókn sem þessari þó sjónarmið þátttakenda séu þrátt fyrir það nokkuð skýr og gefi vísbendingar um jákvæð viðhorf og ákveðnar óskir um aðgang að eigin upplýsingum og heilbrigðisþjónustu. Miklu fleiri konur en karlar svöruðu könnuninni og er það í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna (Fowles o.fl., 2004). Viðbrögð kvenna um að taka þátt í viðhaldi eigin heilbrigðisupplýsinga sýndu líka marktækt hærra hlutfall þeirra en karla. Þetta samræmist niðurstöðum Ágústu Rálsdóttur (2003) um að konur telji heilsutengdar upplýsingar gagnlegri en karlar þó mikill munur á fjölda karla og kvenna setji fyrirvara við niðurstöðurnar. 60 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.