Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 60
óskir um að stjórna útliti vefaðgangs og reynslu af aðgangi að
eigin heilbrigðisupplýsingum voru já og nei. Þeir sem höfðu
beðið um aðganginn voru spurðir hvort þeir hefðu fengið hann,
frá samdægurs til alls ekki (fimm svarmöguleikar). í spurningum
um notkun tölvu, Internets, töivupósts og heimabanka voru
sex svarmöguleikar, frá oft á dag eða daglega til aldrei, og
um kaup á vörum og þjónustu um Internetið og samskipti við
TR voru sex svarmöguleikar, frá vikulega til aldrei. Raðbreytur
höfðu fimm svarmöguleika, frá sammála til ósammála, við
fullyrðingum um skilning á rétti til að sjá og fá afrit af eigin
heilbrigðisupplýsingum og viðhorf og óskir um aðgang að
eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu TR á Internetinu.
Valspurningar um tólf þjónustuþætti, sex þætti um yfirlit yfir
samskipti við TR og sex um staðsetningarmöguleika netaðgangs
að þjónustu TR, voru einnig notaðar til að kanna óskir notenda.
Blandaður hópur ellefu þátttakenda á aldrinum 25 tii 60 ára tók
þátt í forprófun matstækis og fylgibréfs auk starfmanna TR sem
tóku þátt í gerð þess með yfirlestri og ráðgjöf. Gagnasöfnun var
framkvæmd frá miðjum nóvember 2004 fram í janúar 2005 að
fengnu leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2004100005/03-1) og
eftir tilkynningu til Persónuverndar. Svörum þátttakenda með
50% auð gildi eða meira var eytt, eftir það höfðu allir yfir 85%
gildar breytur. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í SPSS-forriti fyrir
Windows, útgáfu 13.
Lýsanditölfræðiumtíðniogprósentuhlutfallvarnotuðviðúrvinnslu
á öllum breytum matstækisins og raðbreytuspurningar prófaðar
gagnvart lýðfræðibreytum og skilningi á aðgangsréttingum.
Kíkvaðratpróf með Pearsons-prófi fyrir marktækni á mismun
hlutfalla var notað við samanburð nafnbreyta og raðbreyta
með 95% öryggismörkum á marktækni og Wilcoxon-próf um
marktækan mun á flokkuðum efnisþáttum spurninga gagnvart
skilningi á réttindum til aðgangs. Úrvinnsla á hlutfalli alira
þátttakenda var vegin miðað við fjölda í þýði öryrkja og annarra
þegna til að jafna áhrif ólíkra hópa í þýði á heildarniðurstöður.
Stöðugleiki matstækisins var kannaður með þáttagreiningu
(ekki til umfjöllunar hér). Þáttagreiningin var þrítekin, hjá
Tafla 2. Samanburður á þýði, úrtaki og svörun.
öryrkjum, öðrum þegnum og öllum þátttakendum. Breyting
milli prófa var lítil sem engin og er það mikilvæg vísbending
um hugtakaréttmæti, samleitni í samsetningu breyta (Polit og
Beck, 2004).
Niðurstöður
Svörun þátttakenda var 34,9% og notuð svör 434 einstaklinga
með 85% gildar breytur að lágmarki. Konur voru í miklum
meirihluta og aldursdreifing allra þátttakenda var normaldreifð
(tafla 1). Munur á þýði, úrtaki og svörun þátttakenda miðað við
kyn, búsetu og aldur sýndi í öllum tilvikum marktækan mun á
hlutfalli í þýði og hópi svarenda. Konur í úrtaki voru hlutfallslega
fleiri en í þýði, þar sem hlutfall þeirra meðal öryrkja var hærra,
en brottfall karla var þrátt fyrir það mun rmeira hlutfallslega en
kvenna. Úrtak af Reykjavíkursvæðinu fylgdi nokkuð hlutfalli í
þýði miðað við landsbyggðina en jafnaðist út í að vera jafnt
vegna hærra brottfalls Reykjavíkurbúa. Upplýsingar um aldur
sýndu langmesta brottfallið í hópi 30 ára og yngri og minnsta í
hópi 60-67 ára (tafla 2).
Tafla 1. Fjöldi þátttakenda eftir kyni og aldri.
Aldur Karl Kona Fjöldi Hlutfall
s 30 ára 22 42 64 14,9%
31 -40 ára 28 51 79 18,4%
41 -50 ára 42 74 116 27,0%
51-60 ára 48 49 97 22,6%
61-67 ára 29 44 73 17,0%
Allir samtals 169 260 429 100,0%
Hlutfall kynja 39,4% 60,6% 100,0%
Viðbrögð þátttakenda reyndust frekar jákvæð með 67,6%
vegið hlutfall þeirra sem töidu mjög og frekar jákvætt að svara
spurningalistanum og 25,7% hlutlausa (N=429). Niðurstöður
um hlutfall allra þátttakenda sýnir vegið hlutfali miðað við
fjölda í þýði öryrkja og þýði annarra þegna, heildarfjölda (N)
er þess vegna getið inna sviga. Langflestir þátttakenda höfðu
Þýði Úrtak Svörun Marktækni
Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall X2
Karlar 93.244 50,7% 619 44,2% 169 39,4% 10,90
Konur 90.496 49,3% 781 55,8% 260 60,6% 11,23
Samtals 183.740 100,0% 1.400 100,0% 429 100,0% 22,13
Reykjavíkursvæðið 112.210 61,1% 820 58,6% 220 50,9% 7,28
Landsbyggðin 71.530 38,9% 580 41,4% 212 49,1% 11,42
Samtals 183.740 100,0% 1.400 100,0% 432 100,0% 18,70
s 30 ára 59.858 32,6% 327 23,4% 64 14,8% 42,10
31-40 ára 39.109 21,3% 267 19,1% 79 18,2% 1,88
41-50 ára 40.380 22,0% 326 23,3% 116 26,8% 4,56
51-60 ára 31.907 17,4% 274 19,6% 97 22,4% 6,33
61-67 ára 12.486 6,8% 206 14,7% 77 17,8% 76,92
Samtals 183.740 100,0% 1.400 100,0% 433 100,0% 131,79
* p<0,001
58
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008