Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 7
RITSTJÓRASPJALL SJÁLFBOÐASTARF OG RITRÝNDAR GREINAR Tímarit HJÚKRUNARFRÆÐINGA THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang: christer@hjukrun.is Vefsíða: www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Katrín Blöndal, formaður Oddný Gunnarsdóttir Ragnheiður Alfreðsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ritstjórn ritrýndra greina: Herdís Sveinsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Marga Thome Fréttaefni: Christer Magnusson, Aðalbjörg Finnbogadóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson Ljósmyndir: Christer Magnusson, Inger Helene Bóasson LSH/BUSV, María Guðmundsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Sigurður Bogi Sævarsson, Sigríður Jónsdóttir o.fl. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Mark - markaðsmál, Þórdís Una Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4100 eintök Prestur sagði í minningarorðum nýlega: „Heimurinn þarfnast hlýrra handa." Orðum þessum skaut upp í huga mér þegar ég gekk frá grein um Von styrktarfélag í þessu tölublaði. Að vísu er það skrýtið og í rauninni til smánar fyrir ríkið að einstaklingar og fyrirtæki þurfi að leggja ríkisstofnunum lið fyrir utan skattheimtu. Aðstandendaherbergi á gjörgæsludeild og slysa- og bráðamóttöku á Landspítala ásamt rúmum á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru dæmi um þetta. Ekki að tala um risavaxin dæmi eins og Barnaspítala Hringsins og barna- og unglingageðdeild. Merkilegast þótti mér þegar ríkið lagði ríkinu lið í formi styrks frá samgönguráðuneytinu til barna- og unglingageðdeildar. En við erum heppin að eiga þetta fólk að, hvort sem það eru Hringskonur, sjálfboðaliðar Rauða krossins eða starfsfólk heilbrigðisstofnana, sem eftir erfiðan vinnudag leggur sig fram um að bæta aðstöðu annarra, eins og dæmi er um í greininni um Von. í þessu tölublaði lýkur greinaröðinni með útdráttum úr væntanlegri bók um sögu hjúkrunar. Tímaritið heldur þó áfram að birta sögugreinar og í þessu tölublaði er einnig grein um sögu geðhjúkrunar. Aldarafmæli Klepps markar þar ákveðin tímamót. í greininni er sagt frá mörgum merkiskonum á Kleppi. í þessu tölublaði eru tvær ritrýndar greinar. í takt við það að fleiri hjúkrunarfræðingar sæki sér framhaldsmenntun hefur rannsóknarvirkni aukist og innsendum greinum fjölgað og er það mjög ánægjulegt. Hátt á annan tug fræðihandrita eru núna í vinnslu hjá tímaritinu. Tímarit hjúkrunarfræðinga vill vera öflugur vettvangur fræðigreina um hjúkrun og þarf að laga sig að þessari fjölgun. Tímaritið hefur getu til þess að birta 5-10 ritrýndar greinar árlega en það er allt of lítið miðað við núverandi aðstæður. Því er nú verið að skoða útgáfu aukatölublaðs í vor. Slíkt tölublað myndi eingöngu birta ritrýndar fræðigreinar. Það er mikið verk að halda utan um hvert innsent fræðihandrit. Því hefur stjórn FIH ákveðið að ráða ritstjórnarfulltrúa til þess að fylgja handritunum eftir í gegnum ritrýnaferlið og aðstoða við útgáfu aukatölublaðs, ef af því verður. Ég mun ásamt ritnefnd, ritstjórn ritrýndra greina og stjórn félagsins halda áfram að skoða leiðir til þess að auðvelda hjúkrunarfræðingum og öðrum áhugasömum að birta rannsóknarniðurstöður sínar á íslensku. En mikilvægt er einnig að stuðla að því að niðurstöðurnar nýtist f starfi. í næsta tölublaði byrjar ný greinaflokkur sem nefnist „Praxis" þar sem hjúkrunarfræðingar úr klíník munu fjalla um tiltekna ritrýnda grein og segja frá hvaða áhrif niðurstöður greinarinnar gætu haft á þeirra vinnu. Undanfarið hef ég hvatt lesendur að senda einnig inn efni annað en fræðihandrit. Sérstaklega hef ég lýst eftir klínísku efni. Nú eru hjúkrunarfræðingar að taka við sér og efni er farið að berast í auknum mæli. Ef þessi viðsnúningur heldur áfram er Ijóst að tímaritið getur ekki birt allt efni sem berst. Þannig er reyndar með flest tímarit. Hins vegar hlýtur að koma til greina að fjölga blaðsíðum til þess að koma til móts við óskir höfunda um að birta greinar sínar og lesenda um aðgang að meira klínísku efni. Vegna þrenginga í þjóðfélaginu og á auglýsingamarkaðnum verður það líklega ekki á næstunni en verður skoðað þegar betur árar. Ég þakka hjúkrunarfræðingum, öðrum lesendum og öllum sem hafa tekið þátt í útgáfu tímaritsins á liðnu ári samfylgdina og óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. Christer Magnusson. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.