Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 12
Brynja Ingadóttir, brynjain@landspitali.is BÓKAKYNNING NÆRING SKURÐSJÚKLINGA Næring sjúklinga á sjúkrahúsum er mikilvægt viðfangsefni því margir sjúklingar eru vannærðir og vitundarvakningar er þörf. Út er komin bók sem fjallar mjög ítarlega um næringu skurðsjúklinga og er hún kærkomin viðbót við kennsluefni um næringu. Næring og næringarvandamál sjúklinga eru dagleg viðfangsefni innan sjúkrahúsa, og þrátt fyrir velmegun og framfarir, jafnt í þekkingu sem og meðferðarmöguleikum, hafa nýlega verið kynntar niðurstöður rannsókna í Evrópu sem benda til þess að 40% sjúklinga á sjúkrahúsum þjáist af vannæringu. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að greina sjúklinga sem hætt er við að nærist ekki nægilega vel eða eru vannærðir að einhverju leyti við innlögn. Þeir þurfa því að búa yfir ákveðinni þekkingu í næringarfræði en einnig að kunna að greina, meta og meðhöndla sjúkiinga sem eru í hættu og kalla til samstarfs næringarráðgjafa og lækna þegar þarf. Margt bendir til þess að á þessu sviði hjúkrunar (og annarra hlutaðeigandi heilbrigðisgreina) megi gera mun betur og þarf þá að koma til ákveðin vitundarvakning, áhugi, samstarf fagstétta og stuðningur stjórnenda. Þessi bandaríska bók er skrifuð að fjölfaglegu teymi sérfræðinga á sviði næringarfræði og læknavísinda og vakti athygli mína þegar ég leitaði að góðu sérefni um næringu skurðsjúklinga. Hún skiptist í 14 kafla sem ritaðir eru Mary Marian Scoti A. Shikora Mary K. Kussell Clinical Nutrition for Surgical Patients Clinical Nutrition for Surgicai Patients. Ritstjórar: Mary Marian, MS, RD, University of Arizona College of Medicine, Tucson, Arízona, ScottA. Shikora, MD, FACS, Tufts University School of Medicine, Boston, Massachusetts, og Mary K. Russell, MS, RD, LDN, CNSD, University of Chicago Hospitals, Chicago, iitinois. Útgefandi: Jones and Bartlett Pubiishers, Sudbury, 2008. ISBN-13: 9780763738815. Bókin er 362 blaðsiður auk 7 blaðsiðna inngangs og kynningar á höfundum. af 23 höfundum og flaggar ítarlegum efnisorðalista og heimildum í lok hvers kafla. í fyrsta kafla er fjallað um mat á næringarástandi og næringarþörf og farið mjög vandlega í aðferðir og mælitæki sem hægt er að nota til þessa. í öðrum kafla er fjallað um áhrif skurðaðgerða á meltingarveg og í þeim þriðja um næringarstuðning við mismunandi sjúkdómsástand. Þar er fjallað, á greinargóðan hátt, um næringargjöf í æð og í görn, bæði með slöngumötun og um munn, og rætt um hvenær skuli taka upp slíka meðferð. Kostir og gallar hennar eru reifaðir og gefin eru ráð við fylgikvillum. í næstu 10 köflum er fjallað ítarlega um næringu helstu sjúklingahópa og bæði tekið á þörfum einstakra sjúklingahópa, svo sem hjarta- og lungnasjúklinga og sjúklinga með ýmsa meltingarfærasjúkdóma, en einnig hvernig skurðaðgerðir við þessum sjúkdómum hafa þar áhrif. Fjallað er sérstaklega um sjúklinga sem gangast undir brjóstholsskurðaðgerðir, heila- og taugaskurðaðgerðir og aðgerðir á meltingarvegi, þar með talið aðgerðir við offitu. Sérkaflar fjalla um krabbameinssjúklinga, líffæraþega og sjúklinga sem hafa lent í slysum. Lokakafli bókarinnar, tæpar 30 blaðsíður, fjallar síðan um sáragróningu og tengsl næringar við hana. í kaflanum er farið í stig gróningar, áhrifaþætti hennar, einstök næringarefni og fleira. Hér eins og í bókinni allri er stuðst við fjölmargar rannsóknir og niðurstöður þeirrar ræddar enda ber þær ekki alltaf að sama brunni. Hverjum kafla fylgir ítarleg heimildaskrá og fullyrt er að öll meðferðarúrræði sem mælt er með séu studd gagnreyndri þekkingu og nothæf í klínísku starfi. Þessi bók er hafsjór af upplýsingum um grunnatriði næringarfræði og meðferðar sem beita má hjá sjúklingum sem hætt er við að nærist ekki nægilega vel vegna sjúkdómsins. Hún er vel læsileg þótt farið sé í ítrustu smáatriði. Hún leggur mjög vandaðan grunn fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja efla hjúkrunarmeðferð sjúklinga sem eiga í erfiðleikum með að nærast vegnaþeirrarröskunarsemskurðaðgerðir, sjúkdómar eða slys hafa valdið á getu þeirra og áhuga á að nærast nægilega vel. 10 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.