Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 17
Þetta átak hefur haft í för með sér mikla hópeflingu fyrir deildina. Starfsfólk hefur æft saman, gengið á Esju og unnið saman að því að skipuleggja hlaupið. Tíu hjúkrunarfræðingar fóru til dæmis saman að hlaupa í Mosfellsdal og borðuðu svo súpu heima hjá einum þeirra. í ár verður gefið út nýtt jólakort og eru kortin tilbúin. Von fékk mynd eftir Ólöfu heitna Pótursdóttur en hún lamaðist eftir alvarlegt hestaslys og málaði myndina með munninum. Ættingjar hafa stutt útgáfuna og lagt til mynd. „í ár höfum við sett markið hátt, við ætlum að selja 10.000 kort! Þar þurfa allir að taka höndum saman og selja. Hagkaup mun selja kort fyrir okkur og er það gífurlegur styrkur fyrir okkur. Við munum að sjálfsögðu selja kortin á gjörgæslunni. Lilja, ritari hjúkrunar, selur áfram fyrir okkur með gífurlegum dugnaði og fleiri staðir munu verða auglýstir síðar," segir Sesselja. Allir sem áhuga hafa á að kaupa jólakort geta sent tölvupóst á von@landspitali.is. Tilgangur Vonar er að styrkja skjól- stæðinga gjörgæsludeildar og aðstand- endur þeirra á margvíslegan hátt. Strax í upphafi var ætlunin að gera upp aðstandendaherbergið sem brýn þörf var á að endurnýja en ekki höfðu fengist peningar til. „Fyrst ríkið hefur ekki efni á að gera þetta fyrir okkur verðum við að hjálpa okkur sjálf," eins og Sesselja orðaði þetta í viðtali í Morgunblaðinu í ágúst 2007. Húsgögn voru keypt í IKEA þar sem stjórn Vonar fékk stuðning og góð ráð um litaval og annað. Meðal annars voru keyptir tveir svefnsófar sem var mikil þörf á. í haust hafa smiðir spítalans unnið að uppsetningu eldhúsinnréttingar og skilrúma og herbergið er nýmálað. Nýuppgert aðstandendaherbergi gjörgæsludeildarinnar. Eftir er ýmis frágangur en mikið álag hefur verið á starfsfólki í haust og ekki gefist tími að Ijúka verkinu. Landspítali ætlar að leggja til tölvu. Starfsfólk deildarinnar hefur komið með bækur og aðra smámuni. Eftir er að kaupa myndir og annað skraut, setja upp hillur og lagfæra Ijós. Um jólin 2007 veitti Von tveimur sjúklingum veglega styrki og er markmiðið með sölu jólakorta í ár að geta veitt fleiri einstaklingum, sem orðið hafa fyrir áfalli, styrk. Sesselja segir að nú verði þörfin líklega enn meiri en áður. „Á þessum ógnvænlegu tímum, þegar atvinnuleysi er að aukast og krónan orðin einskis virði, er það íslenskur almenningur sem bíður mestan skaða. Því verður þörfin á hjálp í ár gífurleg. Við hjúkrunarfræðingar stöndum vel og þurfum ekki að óttast atvinnumissi. Því er mikilvægt að vera virkur á þessum erfiðu tímum," segir Sesselja og heldur áfram: „Það er svo auðvelt að gera eitthvað. Við öll höfum nóg og flest of mikið svo það kostar okkur hreinlega ekkert nema tíma að koma einhverju góðu til leiðar. Það þarf bara að framkvæma hlutina. Með framtaki okkar á gjörgæslunni í Fossvogi sýnum við hversu auðvelt og jákvætt það er að ekki bara bíða eftir að eitthvað gerist heldur framkvæma sjálfur. Möguleikarnir eru margir. Ég hugsa til minnihlutahópa sem svo auðvelt gæti verið að styrkja. í ár þurfum við að sýna sérstaklega mikla samstöðu hér á íslandi, hugsa um fólkið okkar sem þarf á hjálp að halda. Þetta eru skilaboð okkar, starfsfólks gjörgæslunnar í Fossvogi, á þessum tímum sem okkur óraði auðvitað ekki fyrir þegar við hófumst handa við þetta verkefni." Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.