Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 22
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir ræddi við ritnefnd um vinnu sína og um Tímarit hjúkrunarfræðinga. á svæðinu. Þá voru vandamál varðandi mönnun Önnu Gyðu hugleikin. Við henni, líkt og mörgum öðrum stjórnendum úti á landi, blasir sú stóra spurning hvernig eigi að freista þess að fá fagfólk í vinnu út á land en einnig hvernig eigi að hlúa að og halda í þá sem fyrir eru en samkvæmt reynslu Önnu Gyðu hefur reynst erfitt að fá hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraþjálfara út á land. Á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi vinna nú 8- 10 hjúkrunarfræðingar en greinilegt er að lítið má út af bera í mönnun á svo litlum stað til að til vandræða horfi. Þrátt fyrir þessa erfiðleika segir hún starf sitt afskaplega skemmtilegt og afar fjölbreytilegt. Telur hún til að mynda að hér fái aldraðir mjög góða þjónustu og háls- og bakdeildin á sjúkrahúsinu er öflug deild þar sem er árangursrík teymisvinna, og hjúkrunarfræðingar hafa verið að byggja upp slökunarmeðferð og fræðslu, m.a. lífsstílsbreytingar. Anna Gyða, sem er sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki, hefur mikinn áhuga á að bæta þjónustu á háls- og bakdeildinni, einkum lyfjameðferð við verkjum, og telur hjúkrunarfræðinga hafa þar mikilvægt hlutverk. Möguleikarnir eru því miklir fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja koma og sinna sjálfstæðum hjúkrunarviðfangsefnum í góðum hópi fagmanna. Er talið berst að tímariti okkar hjúkrunar- fræðinga er hún óhrædd við að senda okkur aðeins tóninn. Hún minnir á að hjúkrunarfræðingar eigi sjálfir að taka þátt í að skapa sitt eigið blað með skrifum og umræðum og finnst skoðanaskipti skorta í blaðið. Spurningin sé hvort hjúkrunarfræðingar séu of siðaðir og kurteisir og hafi ekki í námi eða vinnu lært að skiptast kröftuglega á skoðunum og tala um það sem betur má fara. Ekki sé alltaf hægt að bera við tímaleysi því þegar hjúkrunarfræðingar komi ekki skoðunum sínum á framfæri virki þeir óspennandi, skoðanalausir og heimóttarlegir. Teljum við í ritnefndinni þetta orð í tíma töluð og hvetjum hér með hjúkrunarfræðinga til að reka af sér slyðruorðið með auknum skrifum í blaðið. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Eftir kvöldverð á bensínstöðinni í Stykkishólmi innan um tvist og fjölþykktarolíu, þar sem boðið var upp á einstaka mínútusteik með frönskum og kokteilsósu á pappadiskum, hélt ritnefnd ánægð heim á leið í haustmyrkrinu. Nefndin stefnir ótrauð að því að leggja upp í aðra slíka ferð á nýjar slóðir í vor. Katrín Blöndal er sérfræðingur í hjúkrun á skurðsviði Landspítala og formaður rit- nefndar. Velkomin til Danmerkur í samvinnu við danskar heilbrigðisstofnanir hefur Daniajob verið falið að kanna hvort einhverjir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu hugsað sér að sækja um þau margvíslegu störf sem í boði eru í Danmörku. Áhugasamir þurfa aðeins að senda tölvupóst á íslensku með nafni og menntun á info@daniajob.dk titlað “starf”. í framhaldi af þeim upplýsingum verður haft samband við viðkomandi og farið verður yfir þær stöður sem í boði eru. í byrjun 2009 mun Daniajob skipuleggja ferðir umsækjanda til Danmerkur þar sem haldnir verða fundir með umsækjandum og yfirmönnum þeirra stofnana sem teljast áhugaverðar._ Ferðin til Danmerkur er viðkomandi að kostnaðarlausu. Farið er með allar upplýsingar og samskipti sem trúnaðarmáL info@daniajob.dk ) 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.