Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 57
Gyöa Halldórsdóttir, Heilsuneti ehf. Ásta St. Thoroddsen, hjúkrunarfræðideild Háskóla fslands EINSTAKLINGURINN OG UPPLÝSINGASAMFÉLAGIÐ: AÐGENGI AÐ EIGIN HEILBRIGÐISUPPLÝSINGUM Útdráttur Rafrænt aðgengi að heilbrigðisupplýsingum og -þjónustu getur bætt heilsutengd lífsgæði almennings til muna. Rannsóknir hafa sýnt að notendur gagnvirkra heilsufarskerfa telja sig áhrifameiri og skilningsríkari á eigið heilsufar. Notkunin auki öryggi þeirra og ábyrgð og styrki gagnkvæmt traust vegna þjónustunnar. f stefnu um íslenskt upplýsingasamfélag er lögð áhersla á rafræna heilbrigðis- og félagsþjónustu við almenning, þar með talið íbúa dreifbýlis, fatlaða og eldri borgara. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning, viðhorf og óskir íslendinga um aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á Internetinu. Gerð var lýsandi rannsókn með tilviljunarvali 1400 einstaklinga úr þjóðskrá, örorkulífeyrisþega og annarra íslenskra þegna á aldrinum 16 til 67 ára. Svörun var 34,9% og lýsandi tölfræði notuð með 95% öryggismörk fyrir marktækni. Yfir 90% þátttakendatöldu sig eigaað hafaaðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og forráðamenn að upplýsingum barna sinna. Minna en helmingur hafði skilning á sínum réttindum til að fá aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og 10% reynslu af aðgangi. Spurningar um aðgang, notkun aðgángs og notagildi sýndu marktækan mun á þeim sem vissu og vissu ekki hvaða réttindi þeir höfðu til að fá aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Langflestir vildu sjá eigin upplýsingar (81%), sjá rétt sinn til bóta (80%) og afsláttarkorts hjá TR (81%), ráða aðgangi að eigin upplýsingum (85%) og þætti gagnlegt að skoða eigin sjúkraskrá (79%). Mikill meirihluti taldi sig eiga að hafa aðgang að upplýsingum hjá TR (82%), vildi nota þar aðgangslykil (70%), taldi góða hugmynd að innleiða rafræna sjúkraskrá (73%) og kosti hennar meiri en ókosti (68%). Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandí. Þrátt fyrir lágt svarhlutfall gefa niðurstöðurnar vísbendingar sem nýta má við þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu á íslandi. Áhrif gagnvirkra heilsufarskerfa á heilsufar og heilsutengd lífsgæði íslendinga væri áhugavert rannsóknarefni sem og áhrif á skilvirkni og hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar á íslandi. Lykilorð: Aðgengi, heilbrigðisupplýsingar, upplýsinga- tækni, notendur heilbrigðisþjónustu, gagnvirk heilbrigðis- þjónusta. ENGLISH SUMMARY Halldórsdóttir, G., and Thoroddsen, A. The lcelandic Journal of Nursing (2008). 84(5), 55-63 THE INDIVIDUAL AND THE INFORMATION SOCIETY: ACCESS TO OWN HEALTH INFORMATION Electronic access to health information and services can improve health related quality of life of people. Research has shown that individuals using interactive health communication with professionals consider themselves to have more influence and better understanding of their own health. Such use reinforces their security and accountability and mutual trust owing to services. The lcelandic policy on information society puts its emphasis on electronic health and social services, including citizens in rural areas, disabled people and older citizens. The research aim was to study lcelanders' perceptions, attitudes and preferences regarding personal access to own health information and services of the State Social Security Institute of lceland (SSSI) on the Internet. A descriptive study was made with a random sample of 1400 individuals, disability pensioners and other lcelandic citizens 16 to 67 years of age. Response rate was 34.9% and descriptive statistics were used and 95% as confidence level of significance. Over 90% of participants thought they should have access to own health information and parents to their children's information. Less than 50% understood their right to access own health information and 10% had experiences of seeing it. Questions about access, its use and utility showed significant differences between those understanding and not understanding their rights to access own health information. Most of the participants preferred to see own information (81%), see their right to compensation (80%) and discount status at SSSl (81 %), be able to control access to their information (85%) and would like to see their own health record (79%). Majority of participants said they should have access to their information at SSSI (82%), preferred using access keys (70%), liked the idea of the electronic health record (73%) and thought it had more pros than cons (68%). The research is the first of its kind in lceland. Even if the response rate was low results indicate cues that may be used for evolution of electronic health services in lceland. To study the impact of interactive health communication systems on health and lcelanders quality of life is of interest, as well as the efficiency and practicality within the health care services in lceland. Keywords: Access, health information, informatics, health consumer, interactive health service. Correspondance: gyda@heilsunet.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.