Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 26
Eydís K. Sveinbjarnardóttir, Páll Bíering og Óttar Guðmundsson, eydissve@landspitali.is GEÐHJUKRUN I 1 00 AR - samantekt úr bók Óttars Guðmundssonar „Kleppur í 100 ár“ í maí 2007 fagnaði geðsvið Landspítala aldarafmæli Klepps. Eins og sæmir við slík tækifæri var haldin afmælisráðstefna undir heitinu „Kleppur er víða“ - sjúkrahús í heila öld, þar sem horft var yfir farin veg og rýnt í framtíðina. Þar sem formleg geðhjúkrun á íslandi átti einnig aldarafmæli var frumkvöðlanna í hjúkrun á Kleppi minnst og gaumgæft hvað framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir þróun geðhjúkrunarstarfsins. „Kleppur í 100 ár“ Óttar Guðmundsson geðlæknir tók að sér að rita sögu Klepps í tilefni af aldarafmælinu. í nóvember 2007 leit bókin „Kleppur í 100 ár“ dagsins Ijós. JPV bókaútgáfa gaf út bókina með styrk frá Landspítala. Sagnaritarinn ásamt ritstjórn gættu þess að saga geðhjúkrunar kæmist á spjöld sögunnar að því marki sem heimildir leyfðu. í ritstjórn bókarinnar um sögu Kleppsspítala ásamt ritstjóra, Halldóru Ólafsdóttur geðlækni, voru dr. Páll Biering, dósent við hjúkrunarfræði- deild HÍ, fyrsti doktorsmenntaði geð- hjúkrunarfræðingurinn á íslandi, og Guðrún Guðnadóttir, fyrrverandi hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Kleppi. Saga Kleppsspítala er ekkert öðruvísi en önnur mannkynssaga sem skrifuð hefur verið að hún einkennist af hetjusögum karla en í tilviki Klepps eru karlarnir í aðalhlutverkunum læknar. Það eru fáar ritaðar heimildir til um hjúkrunarkonurnar á Kleppi, um þeirra mikilvægu störf eða um skoðanir þeirra á viðfangsefnum geðhjúkrunar, hvað þá heimildir um viðhorf þeirra til geðheilbrigðisþjónustu almennt, til þróunar á hlutverki geðhjúkrunar eða greinargóðar iýsingar á innihaldi geðhjúkrunarstarfsins. Eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst samantekt á sögu geðhjúkrunar á Kleppi eins og hún birtist í framangreindri bók með beinum og óbeinum tilvitnunum með leyfi höfundar, Óttars Guðmundssonar, og er þá blaðsíðutalið í bókinni sett í sviga aftan við tilvitnunína. Saga geðhjúkrunar, sem birtist víðs vegar í bókinni um Klepp, er sett í eina samfellda frásögn til að lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga fái stutt yfirlit yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað í hjúkrun sjúklinga með geðræn einkenni á einni öld. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að bókin um Klepp fjallar ekki um hugmyndafræði- og þekkingarsögu geðhjúkrunar á íslandi í heila öld. Þá sögu á eftir að rita en samantekt sem þessi gæti orðið hvatning fyrir áhugasaman hjúkrunarfræðing til að skrifa og taka saman þá sögu. Mikilvægt væri að sú saga væri skrifuð sem fyrst. Upphaf formlegrar geðhjúkrunar á íslandi Geðhjúkrun eins og önnur hjúkrun byggist á þekkingu sem heitir hjúkrunarfræði eða geðhjúkrunarfræði. Ein elsta heimild, sem til er um orðið hjúkrunarfræði, er frá árinu 1881 þar sem það kemur fyrir í titli náms- bókar fyrir hjúkrunarkonur. Bókin nefnist „Hjúkrunarfræði eða leiðbeining við hjúkrun sjúklinga" og er þýdd úr dönsku af Jóni 24 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.