Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 16
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
VON STYRKTARFÉLAG
Sesselja H. Fríðþjófsdóttir er ásamt Bríeti Bírgisdóttur stofnandi styrktarfélagsins Vonar.
Von, styrktarfélag skjólstæðinga gjörgæsludeildar
Landspítala í Fossvogi, var stofnað fyrir rúmu
ári. Á gjörgæsludeildinni eru framtakssamar konur
sem bíða ekki eftir að hlutirnir gerist heldur fara
bara að framkvæma sjálfar. í ágúst 2007 var
ákveðið að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon til þess
að hrista starfsfólkið saman og tengjast betur
gjörgæsludeildinni á Hringbraut. Það endaði með
stofnun styrktarfélags.
Hjúkrunarfræðingar bera hag skjól-
stæðinga sinna fyrir brjósti en fáir hafa
farið út í að styrkja þá með beinum
hætti. Þetta gerðist hins vegar á
gjörgæsludeildinni í Fossvogi þó að
hugmyndin væri upphaflega að hlaupa
maraþon. Til þess að skrá sig sem hóp
í Reykjavíkurmaraþon 2007 þurfti að
styrkja eitthvert málefni. En hvað átti að
styrkja? „Við Bríet Birgisdóttir sátum á
Súfistanum og ræddum þetta. Ákveðið
var að stofna styrktarfélag til handa
skjólstæðingum okkar. Við tókum upp
símann og hringdum í skattstofu til þess
að athuga hvernig ætti að fara að því.
Þar fengum við góðar ráðleggingar og
hjálp með að finna umsóknareyðublöð
á netinu sem við byrjuðum strax að fylla
út,“ segir Sesselja H. Friðþjófsdóttir sem
er stjórnarformaður. Þetta var 2. ágúst
2007 og félagið var komið með samþykki
deildarstjóra, stjórn og kennitölu 10.
ágúst. „Við fórum stór hópur í maraþonið
af gjörgæslunni í Fossvogi og skoruðum
þá á gjörgæsluna á Hringbraut. Það
heppnaðist frábærlega, tii samans
hlupum við um 600 km,“ bætir hún við.
Rrentaðir voru sérstakir bolir sem allir
hlauparar voru í ásamt að bolir voru
seldir. Vistor gaf styrktarfélaginu veglega
gjöf ásamt því að Merkt prentaði bolina
mjög ódýrt.
Næsta hugmynd, sem hrint var í
framkvæmd, var að selja jólakort.
Fyrrverandi skjólstæðingur deildarinnar,
ungur strákur að nafni Nóni Sær
Ásgeirsson, teiknaði myndina á jólakort-
inu sem seldist mjög vel. Samtals seldust
7.500 kort. Nóni Sær er orðinn mikill
vinur deildarinnar og hefur tekið virkan
þátt í starfi Vonar ásamt fjölskyldu sinni
sem hefur veitt styrktarfélaginu ómældan
stuðning. Samtals safnaði Von 'styrkjum
upp á rúmlega milljón krónur fram að
áramótum 2007-2008.
í ágúst í ár var aftur farið af stað að safna
áheitum í Reykjavíkurmaraþon. Samtals
hlupu 37 starfsmenn og aðstandendur
þeirra 387 km. Einn deildarlæknir hljóp
heilt maraþon og sex hjúkrunarfræðingar
21 km, aðrir hlupu ýmist 10 eða 3 km.
Þegar starfsmenn gátu ekki hlaupið sjálfir
hlupu ættingar þeirra í staðinn. Davíð
Hilmar, sonur Sesselju, hljóp 10 km og
fékk ættingja að heita á sig. Árangurinn
verður að teljast mjög góður, starfsfólk
deildarinnar hljóp eins langa vegalengd
og sambærileg styrktarfélög, til dæmis
Regnbogabörn.
Jólakort Vonar 2008 heitir „í hlýju og makindum"
og er eftir Ólöfu Pétursdóttur (1948-2008). Myndin
er máluð með olíu á striga í janúar 2008.
14
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008