Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 27
Hjaltalín landlækni. Þaö vafðist ekkert fyrir
herra Hjaltalín og höfundi bókarinnar að
hjúkrun væri sjálfstæð starfsgrein. Ef til vill
hefði Hjaltalín hugsað sig tvisvar um að nota
orðið hjúkrunarfræði ef hann hefði órað fyrir
að hjúkrunarkonur mundu tæpri hálfri öld
síðar krefjast, í krafti kvenfrelsisbaráttunnar,
sjálfstæðis frá læknastéttinni (Nielsen, sjá
þýðingu Jóns Hjaltalín, 1881). í erindisbréfi
yfirhjúkrunarkonunnar á Kleppi frá árinu
1908 kemur skýrt fram að hún er undir
eftirliti og umsjón geðveikralæknisins.
Geðveikralæknirinn tekur allar ákvarðanir
en hún ber m.a. ábyrgðina á að sjúklingar
fari sér ekki að voða og húsmunir séu ekki
skemmdir. 7. grein erindisbréfsins lýsir þó
nokkuð vel stöðu yfirhjúkrunarkonunnar:
„Hún má ekki fara burtu af heimilinu án
vitundar geðveikralæknisins og ber henni
yfirleitt að framkvæma allt það er læknir
segir henni fyrir um" (bls. 28).
Sjálfsmynd kvenna og réttindabarátta
þeirra hefur ætíð haft áhrif á þróun
hjúkrunarstarfsins og hefur enn. Á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar mótuðust
kröfur um formlega menntun til að geta
veitt hjúkrun á íslandi og þriggja ára
hjúkrunarnám varð til. Fyrstu íslensku
hjúkrunarkonurnar eru því menntaðar
erlendis vegna þess að formlegt nám í
geðhjúkrun var ekki til á íslandi (Kristín
Björnsdóttir, 2005). Þetta á einnig
við um Þóru J. Einarsdóttur, fyrstu
yfirhjúkrunarkonuna á Kleppsspítala, en
hún stundaði hjúkrunarnám í Edinborg í
Skotlandi. Við stofnun Klepps og undir
forystu Þóru verður geðhjúkrun til sem
starfsgrein á íslandi. Fyrir þann tíma
var geðsjúklingum gjarnan komið fyrir
hjá bændum úti um sveitir landsins.
Þekking fólks á umönnun geðsjúkra var
lítil, úrræði fá og aðbúnaður illur þar sem
geðsjúklingarnir dvöldu.
Það er til marks um þær miklu vonir sem
bundnar voru við fyrstu hjúkrunarkonurnar
á Kleppsspítala hversu skýrt kemur fram í
reglugerðinni um afnot geðveikrahælisins
á Kleppi árið 1908 að hjúkrun sé
mikilvægur hluti af starfsemi og þjónustu
hælisins. í annarri grein reglugerðarinnar
segir m.a. „Að undanteknum a) fábjánum,
þ.e. mönnum sem vitskertir hafa verið frá
fæðingu, og b) mönnum sem eru svo
aðframkomnir af öðrum sjúkdómum, að
auðsætt er að þeir eigi ekki langt eftir
ólifað, tekur geðveikrahælið til lækningar
og hjúkrunar geðveika menn hérlenda
eftir því sem rúm leyfir, gegn 50 aura
meðgjöf á dag með hverjum manni ef
hann er þurfamaður...“ (bls. 29).
Þóra J. Einarsson 1907-1910
Fyrsta hjúkrunarkonan á Kleppsspítala
var Þóra J. Einarsson (f. 1876, d. 1953)
Yfirhjúkrunarkona og hjúkrunarkonur á gamla
Kleppi. Myndin er sennilega tekin 1931. Efri röð
frá vinstri: Magnea Björg Ólafsdóttir, Valgerður
Guðmundsdóttir, Auður Jónsdóttir, Steinunn
Jóhannesdóttir og Margrét Kristjánsdóttir.
Sitjandi frá vinstri: Helen Leerskov, Jórunn
Bjarnadóttir yfirhjúkrunarkona og Emma Jósefína
Finnbjarnardóttir.
frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði. „Hún
stundaði framhaldsnám erlendis bæði
í meðferð berklaveikra og geðveikra.
Hún lauk námi frá The Royal Infirmary
í Edinborg í byrjun október 1903 og
var vitnisburður skóians um hana mjög
lofsamlegur. Hún var yfirhjúkrunarkona
á Kleppsspítala frá 1907-1910. Litlum
sögum fer af Þóru sem forstöðukonu á
Kleppi en þegar hún var hætt kom upp sá
kvittur að hún hefði farið illa með sjúklinga
og þess vegna verið látin fara.“ Þetta
var þó borið til baka af samstarfsfólki
hennar (bls. 25). Samkvæmt tölvupósti
tii Óttars frá ættingja Þóru þá þótti það
aldrei dularfullt í fjölskyldu hennar að
hún hætti störfum á Kleppi. Fjölskyldan
telur sig hafa það fyrir satt að hún lenti
í kjaradeilu. Það átti að greiða dönsku
hjúkrunarkonunum á Kleppi hærri laun
en henni og hún lét ekki bjóða sér það
og tók við sjúkrahúsinu á ísafirði. Þar
stofnaði hún fyrsta verkakvennafélagið
árið 1917.
Það litla sem til er af skráðum heimildum
um hjúkrunarkonurnar á Kleppi og þeirra
hlutverk í árdaga Klepps snýr t.d. að
gæslu sjúklinganna, þ.e. hver ber ábyrgð
á að standa við klefadyr hvers sjúklings til
að gæta hans svo ekkert komi fyrir hann.
„Það er vitanlega satt og ómótmælanlegt,
sem sagt hefir verið, að læknirinn getur
ekki alltaf staðið við klefadyr sjúklinganna.
En mér finnst," segir Þóra J. Einarsson
yfirhjúkrunarkona, „að almenningur megi
ekki ætlast til þess, að ég geti það - þó
ég sé hjúkrunarkona. Ég þarf að sofa, eins
og aðrir." Þessar umræður koma í kjölfar
sjálfsvígs sem átti sér stað á Kleppi árið
1908. En Þóra bendir á að aðbúnaður
og skipulag á Kleppi sé ekki nægilega
góður til að koma í veg fyrir slys þar (Úr
dagbókum Þóru Jónsdóttur Einarsson.
Úr heimildasafni Óttars Guðmundssonar
við gerð bókar um Klepp).
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
25