Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 51
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Úrtakið var lagskipt klasaúrtak. Leitast var við að ná til fjölbreytts hóps m.t.t. búsetu, námsstöðu, uppruna og jafns kynjahlutfalls. Bréf voru send til 1644 foreldra, þar af veittu 1197 samþykki (72,81%) eða um 5,3% af þýðinu sem var 31.282 manns hinn 22.2. 2006 (Hagstofa íslands, 2007). Bréf voru þýdd á 6 tungumál í símatúlkun vegna foreldrasamþykkis. Könnunin fór fram í 13 skólum á höfuðborgarsvæðinu, Austur-, Norður- og Suðurlandi árið 2006. Þátttakendur svöruðu nafnlaust og skriflega í bekkjardeildum. 1125 nemendur svöruðu eða 68,43%. Um 10% barna fengu aðstoð vegna lestrar (t.d. lesið fyrir þau) eða tungumáls. Meðal þátttakenda voru börn og unglingar frá tveim löndum auk íslands. í greininni er notað orðið börn yfir þátttakendur í 4.-6. bekk og unglingar um þátttakendur í 7.-10. bekk. Þegar rætt er um hópinn í heild er notað orðið börn. Rannsakendur stjórnuðu fyririögn ásamt aðstoðarfólki að kennurum fjarstöddum til að leggja áherslu á trúnað. Börnin skiluðu svörum í lokaðan kassa. Fyririögn var í samvinnu við fræðsluyfirvöld, skólastjórnendur og kennara. í samanburði milli ianda eru notuð nöfn þjóðlanda til einföldunar þegar vísað er til athugana Mullender o.fl. (2002) í Bretlandi og Seith og Böckmann (2006) í Sviss. Rannsóknir sýna að svör barna og fullorðinna um sömu atriði stangast oft á. Það mælir með því að auka milliliðalausa svörun barna til að fá fram þeirra sjónarhorn (Alldred, 1999). Ríkjandi viðhorf hefur verið að svör barna séu ekki nógu áreiðanleg og fullorðnir að jafnaði hæfari en börn til að meta hvaða spurningar henti þeim (Alderson, 1995; Qvortrup, 1993). Aðferðir þróast og komið hefur í Ijós að börn búa yfir meiri hæfni í þessa veru en áður var talið (Mauthner, 1997). Alderson (1995) telur hætt við að of þröngum siðfræðilegum reglum sé beitt og slíkt geti hindrað að ný þekking um líf barna og ungs fólks komi fram. Siðfræðileg atriði Lögð var sérstök áhersla á að gæta nærfærni í framkvæmd, ekki síst þar sem vænta mátti að sumir þátttakendur byggju við ofbeldi á heimilum. Rersónuvernd var tilkynnt um rannsóknina (S2824/2006) og leyfa aflað hjá skólum og skólayfirvöldum eftir atvikum, en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða reglur gilda um leyfi skóla, auk skriflegs samþykkis foreldra og barna. Rannsakendur útbjuggu fræðslubæklinga sem börnin fengu að könnun lokinni. Þar var meðal annars bent á hjálparsíma og var hjálparsíma RKÍ gert viðvart. Flestir skólar þáðu boð um fræðslu um efnið. Starfsfólk var beðið að ræða ekki um viðfangsefnið fyrir fram. Boðið var upp á umræður og viðtöl að lokinni könnun. Þannig var lögð meiri áhersla á upplýst samþykki og fræðslu en oft gerist í skólakönnunum. Öflun leyfa gekk vel. Þó skilyrti eitt sveitarfélag leyfið svo mikið að ekki var unnt að gera könnun þar. Börnin voru almennt áhugasöm og ekki varð vart eftirmála. Niðurstöður Aðstæður þátttakenda Af þátttakendum voru 563 börn (meðalaldur 10,5 ár, staðalfrávik 1,14) og 562 unglingar (meðalaldur 13,8 ár, staðalfrávik 1,21). Drengir voru 54,3% og stúlkur 45,7%. Tæplega helmingur (43,6%) var búsettur á höfuðborgarsvæðinu, 48,3% í öðru þéttbýli og 8,1 % í dreifbýli. Þar sem það færist í vöxt að börn eigi tvö heimili, meðal annars vegna sameiginiegrar forsjár, var spurt um tvöfalda búsetu. Um 80% bjuggu á einu heimiii og um 20% á tveimur. Rúm 90% áttu báða foreldra frá íslandi og um 9% áttu báða eða annað foreldri frá öðru landi. Nokkru fleiri börn áttu mæður af erlendum uppruna en feður (64 mæður og 50 feður). Þekking á orðinu heimilisofbeldi Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu heyrt orðið heimilisofbeldi. Alls tóku tæplega 99% afstöðu. í heildina sögðu 82,2% (913) já, en 17,8% (198) höfðu ekki heyrt það áður. Tafla 1 sýnir skiptingu svara barna og unglinga. Tafla 1. Hefur þú einhvern tímann áöur heyrt orðið heimilisofbeldi? Börn Unglingar Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutfall (%) Já 385 69,7 528 94,5 Nei 167 30,3 31 5,5 Alls 552 100,0 559 100,0 Svara ekki 11 3 Um 70% barna og 94% unglinga, sem svöruðu, sögðust þekkja til orðsins. Hér er rétt að tengja beint við niðurstöður Mullender og fleiri (2002) því að talsverður munur kom fram á þekkingu íslensku og bresku svarendanna þar sem einungis 37% bresku barnanna og 71 % unglinganna svöruðu því játandi að þau hefðu áður heyrt orðið. 1111 börn og unglingar svöruðu spurningunni í íslensku könnuninni en 1395 þátttakendur í þeirri bresku. Það kann að hafa áhrif að yngstu börnin í rannsókn Mullender (2002) voru 8 ára en 9 ára í okkar rannsókn en skýrir þó vart muninn nema að hluta til. Áhugavert er að skoða hvort munur er á þekkingu stúlkna og drengja á hugtakinu. Niðurstöður eftir aldri og kyni má sjá á mynd 1. Yngri drengir Yngri stúlkur Eldri drengir Eldri stúlkur Mynd 1. Hefur þú einhvern tímann áður heyrt orðið heimilisofbeldi? Nær allir þátttakendur svöruðu spurningunni. Hlutfallslega fleiri stúlkur svöruðu en drengir meðal barna (x2(1, N = 547) = 0,91, Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.