FLE blaðið - 01.07.2010, Side 22

FLE blaðið - 01.07.2010, Side 22
Merki FLE kynnt og samþykkt. félagsmanna í séreignarsjóðum voru eftir atvikum færðar í aðra sjóði eða greiddar út. 1982 Með nýjum samþykktum var menntunarnefnd gerð að fastanefnd. Fyrsta Meistaramót FLE í golfi fór fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Frá þessum tíma hefur mótið verið árviss viðburður. Fyrsta konan tók sæti í stjórn félagsins, Erna Bryndís Halldórsdóttir. 1984 Með sérstöku samkomulagi við Alþjóðasamband endurskoðenda (IFAC) og Alþjóða Reikningsskilanefndina (IASC) voru tengsl þessara tveggja samtaka gerð nánari og öll aðildarfélög IFAC, þar á meðal FLE, urðu sjálfkrafa aðilar að IASC. Þetta fól m.a. í sér að aðildarfélög gefa út, kynna og styðja reikningsskilastaðla útgefna af IFAC. Þorvaldur tekur á móti silfurkeðju 1985 FLE hélt 50 ára afmælishátíð sína með hátíðarfundi í hátíðarsal Háskóla íslands og afmælishófi að Hótel Sögu. Erlendir gestir hátíðarinnar voru alls 28 og meðal góðra gjafa var silfurkeðja með inngreyptum norrænum myntum, formannskeðja félagsins. I tengslum við hátíðina var haldinn hér formannafundur NRF. 1986 Evrópusamband endurskoðenda (UEC) var lagt niður og jafnframt stofnað nýtt Evrópusamband, Féderation des Experts Comptables Européens (FEE). Formaður FLE var meðal þeirra sem undirrituðu stofnskrá hins nýja sambands. 1987 Forseti FEE var heiðursgestur á sumarráðstefnu félagsins. Söluskattur (10%) var lagður á þjónustu löggiltra endurskoðenda. Stjórn félagsins bar fram mótmæli gegn þessari ráðagerð. 1988 Framhaldsaðalfundur samþykkti „Leiðbeinandi reglur um áritanir á endurskoðuð reikningsskil" og „Leiðbeinandi reglur um gerð óendurskoðaðra reikningsskila og áritanir á þau". Tímarit félagsins um endurskoðun og reikningsskil fékk nýtt nafn - Álit, en tímaritið kom fyrst út árið 1970. Haustráðstefna félagsins var haldin á Akureyri. Hverfisgatan, félagsheimili FLE 22 • FLE blaðið júlí2010

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.