Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 13
II
RHÐUNflUTRfUNDUR 2003
Viðhorf Bændasamtaka íslands til nýtingar lands
Ari Teitsson
Bœndasamtökum Islands
Landbúnaður er jafiian skilgreindur sem hvers konar atvinnustarfsemi sem byggir á nýtingu
landsins og þess jarðargróða sem á landinu vex.
Viðhorf til landnýtingar mótast eðlilega af þörfiun þeirra sem landið eiga og nýta, en
meginmarkmið er jafiian að landnýtingin sé arðbær, eða með öðrum orðum að hún uppfylli
þarfir og markmið notandans
Þeir sem við landbúnað starfa leggja áherslu á að öll landnýting sé sjálfbær í skilningi
Brundtlandskýrslunnar, eða með öðrum orðum að landnýtingin viðhaldi þörfum nútíðar án
þess að spilla möguleikum framtíðar.
En hvað þýðir þetta í raun? Fyrst og fremst vilja til að nýta landið í þágu þess fólks sem
landbúnað sfimdar í víðustu merkingu þess orðs. Markmiðið er einfalt, þ.e. verðmætasköpun
og tekjur af landsins gæðinn án þess að spilla möguleikiun til framtíðamýtingar.
Nýtingin getur eðlilega verið með ýmsu móti og oft þarf að velja milli nýtingaraðferða.
Það val hlýtur jafiian að mestu að ráðast af fjárhagslegum forsendum. Breytingar á ásýnd
lands og áhrif á gróðurfar og dýralíf geta ekki vegið mjög þimgt, m.a. vegna þess að náttúran
tekur sífelldum breytingum.
Tökum dæmi. Talið er að a.m.k. íjórðungur landsins hafi verið skógi vaxinn við land-
nám, en skógurinn hafi síðan minnkað allt niður í 1% af flatarmáli landsins. Nú þegar skóg-
rækt vex er því ekki sjálfsagt að þar þurfi að setja efri mörk af umhverfisástæðum. Hitt er svo
annað mál að til að ná hámarksarði af landi kann að vera rétt að planta skógi ffernur þar sem
land er ekki hæfl til plægingar, s.s. í hlíðum og grýttu landi. Svipuð viðhorf má setja ffarn
varðandi gróðurvana láglendi (fyrrum skóg). Sé hagkvæmt að þekja það jarðvegi og gróðri er
oft auðveldasta aðferðin að sá lúpínu. Hve hratt það gerist hlýtur að fara eftir þörf á nýtingu
landsins, en ekki vangaveltum um hvort sé íslenskara svartur sandur eða lúpínubreiða og sá
gróður sem kemur í kjölfar hennar.
Val um nýtingu lands og nýtingaraðferð er jafnan í höndum umráðamanns landsins, sem
oftast er einnig eigandi þess. Þó verður að hafa í huga að eignarréttur á landi er takmarkaður
og takmarkast m.a. af kröfum um sjálfbæra nýtingu. Sameiginleg nýting kann einnig að skapa
það miklu meiri tekjumöguleika að það takmarki einkanot. Dæmi um slíkt er heimild veiði-
félaga til samnýtingar veiðihlunninda og heimildir til eignamáms, m.a. vegna vegagerðar, raf-
orkuvirkjana, efnistöku og jafnvel þjóðgarða.
Niðurstaða: Form landnýtingar og starfsemi henni tengd fer eftir þörfixm og tekjumögu-
leikum. Landinu veður að skila jafn góðu eða betra til næstu kynslóðar.