Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 14
12
RRÐUNHUTflFUNDUR 2003
Verðmæti ræktunarlands
Áslaug Helgadóttir og Jónatan Hermannsson
Rannsóknastofhun landbúnaðarins
YFIRLIT
Ræktanlegt land á íslandi er auðlind sem einungis er nýtt að litlum hluta. Ræktanlegt land neðan 200 metra
hæðarlínu er talið vera 1,5 millj. ha að flatarmáli (Bjöm Jóhannesson 1960). Þar af em einungis um 120 þús. ha í
ræktun, eða 8%. í greininni verða færð rök að því að í framtíðinni muni eftirspum eftir góðu ræktunarlandi vaxa
hérlendis. Um sinn verður þó að vemda það með einhverjum ráðum því að eins og er hefur ræktunarland lágt
verðgildi sem slíkt. Verð á landi einu sér ræðst nú fyrst og ffemst af eftirspum þéttbýlisbúa. Hætta er á að land,
sem selt er til annarra nota en landbúnaðar, verði ekki aðgengilegt til ræktunar þegar á því þarf að halda. í
greininni er drepið á lagaákvæði, sem snerta landnotkun, og bent á að núverandi löggjöf er ófúllnægjandi til þess
að vemda ræktunarland. Einkum og sér í lagi vantar skilgreiningu á ræktanlegu landi í lögum. Fyrir utan land,
sem þegar er i ræktun, er einungis til hugtakið landbúnaðarland og fellur þar í einn og sama flokk grýtt beitiland
á heiðum og fijósamt láglendi, tilvalið til ræktunar.
AUÐLINDIN
Ræktanlegu landi má skipta í flokka á ýmsan hátt. Hér er lögð fram tillaga að flokkun sem
byggist á meðalhita vaxtartímans og að auki er nokkurt tillit tekið til jarðklaka og jarðvegs-
gerðar. Þannig má reikna út væntanlegar daggráður (D°) á hveiju svæði, en þær eru margfeldi
dagafjölda þess tíma sem um er fjallað og meðalhita tímabilsins. Daggráður eru notaðar til
þess að Iýsa hitaþörf ræktunaijurta og með þessu móti má því ákvarða hvaða nytjajurtir má
rækta á hveijum stað. Reiknað er með 130 daga vaxtartíma, jafnt í öllum flokkum, eða frá 7.
maí til 15. september.
Samkvæmt þessari aðferð er landinu skipt í þijá flokka. í 1. flokki (sumarhiti 10°C eða
1300 D°) er land neðan 100 metra hæðarlínu á Suður- og Vesturlandi og í innsveitum á
austanverðu Norðurlandi og Fljótsdalshéraði. í 2. flokki (sumarhiti 9°C eða 1170 D°) er land
milli 100 og 200 metra í nefndum héruðum og láglendi annars staðar, að undanteknum út-
sveitum við kaldsjóinn. í 3. flokki (sumarhiti 8°C eða 1040 D°) er láglendi við kaldsjóinn
(land við Húnaflóa, í útsveitum nyrðra og eystra suður í Lón) og land milli 100 og 200 metra
annað en það sem nefiit er í öðrum flokki.
Á grundvelli þessarar flokkunar má svo meta ræktunaröryggi hinna ýmsu nytjajurta.
Sumarhiti er að sjálfsögðu breytilegur milli ára og er staðalfrávikið um 0,8°C. Eðlilegt er að
krefjast þess að uppskera fáist fjögur ár af hveijum fimm. Til þess að ná því öryggi þarf að
áætla 100 D° í viðbót við hitaþörf gróðurs og er það reiknað út frá staðalfrávikinu. Dæmi skal
tekið af komrækt. Þau byggyrki, sem hér eru notuð, ná skurðarþroska á um það bil 1200 D°.
Ekki er því ráðlegt að sá komi, sem eingöngu er ætlað til þroska en ekki grænfóðurs, annars
staðar en þar sem vænta má 1300 D° í meðalári. Þá er ömggt að fjögur sumur af hveijum
fimm verður hitinn 1200 D° eða meiri. Nánari grein er gerð fyrir þessari flokkun i Handbók
bænda (Jónatan Hermannsson 2001).
NÝTING RÆKTUNARLANDS NÚ
Ræktað land hérlendis er um 120 þús. ha. Nú em um það bil 90% af því varanlegt tún (15%
nýtt tún, 75% gamalt). Um það bil 12 þús. ha, eða 10% ræktunarlands, em plægðir árlega og
skiptast í komakra (2500 ha), grænfóður (6000 ha) og nýrækt (3500 ha). Heildarfóðumotkun
J