Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 19
17
RÁÐUNAUTflfUNDUR 2003
Flokkun jarðvegs með tilliti til landnotkunar
Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Fjallað er um mat á jarðvegi með hugtökin jarðvegsgæði og hlutverk jarðvegs að leiðarljósi. Með jarðvegs-
gæðum er átt við hversu vel jarðvegurmn getur gengt hinum ýmsu hlutverkum. Hlutverk jarðvegs eru mörg og
ólík og ná m.a. til fæðuöflunar, vatnsmiðlunar, varðveislu náttúru- og menningarminja og sem staður fyrir
mannabústaði. Hversu vel jarðvegurinn gegnir þessum hlutverkum er metið með mörgum og helst mælanlegum
jarðvegseiginleikum, s.s. sýrustigi, vatnsheldni, magni leirs og lífrænna efna. Þessa nálgun má nota í útfærslu á
jarðvegsvemd, gæðastýringu í landnýtingu, í vöktun og sem tæki við bústjóm. Niðurstöður henta við mat á um-
hverfisáhrifúm og sem hjálpartæki í ákvöðunartökum.
INNGANGUR
Á rúmum áratug hefur mikil breyting orðið á því hvemig jarðvegur er metinn. Þetta má rekja
til þarfa og spuminga sem vaknað hafa til viðbótar þeim sem mest var hugsað um til skamms
tíma, en það er notkun jarðvegs til landbúnaðar og skógræktar. Mest hefur verið litið til fijó-
semi jarðvegsins, þar sem fijósamur jarðvegur getur borið fjölbreyttan gróður og gefið af sér
ömgga uppskeru til langs tíma án mikils tilkostnaðar.
Með tilkomu hugsunarinnar um sjálfbæra þróun og sjálfbæra landnýtingu vaknar spum-
ing um hvað sé sjálfbær nýting jarðvegs, hvaða eiginleika þarf að varðveita sérstaklega til
þess að komandi kynslóðir geti notið þessarar náttúrauðlindar óskertrar. Fleiri spumingar ýttu
undir þróun hugmynda um jarðvegsgæði og þá sérstaklega varðandi önnur hlutverk jarð-
vegsins en að vera grundvöllur fæðuöflunar. Má þar nefna hlutverk jarðvegs í vatnsmiðlun og
gmnnvatnsmyndun og síun og hreinsun vatns. Hlutverki jarðvegs við hreinsun er sérstaklega
gefinn gaumur í þéttbýlmn löndum, þar sem hætt er á að áburður og lyf ffá landbúnaði og
skaðleg efni í úrgangi skolist í gmnnvatn og berist síðan í drykkjarvatn. Hagsmunir land-
búnaðar og öflunar hreins og ómengaðs vatns geta stangast á og spumingin um sjálfbæra
nýtingu jarðvegs fær nýja hlið.
í skipulagsmálum og í náttúmvemd koma einnig upp spumingar um hlutverk jarðvegs og
hversu vel hann getur gengt þeim. Má þar nefiia ýmis hlutverk, eins og að bera líffræðilega
fjölbreytni, að vera hluti af landslagi, sem svæði fyrir byggingar og samgöngur, sem svæði til
afþreygingar, sem hráefni, og hlutverk jarðvegs í varðveislu menningar- og náttúmsögu. Það
er augljóst að hér er höfðað til mjög ólíkra eiginleika og oft getur jarðvegur sem hefur lítið
gildi til eins þessara hlutverka verið mjög mikilvægur í öðm. Jafhframt er mjög algengt að
sami jarðvegur sé mjög vel hæfur til að gegna mörgum hlutverkum í senn og við ætlumst iðu-
lega til að hann geri það.
JARÐVEGSGÆÐI
Jarðvegur hefur verið skilgreindur eða lýst á margbreytilegan hátt, en nokkuð algengt er að
skilgreina jarðveg sem hið þunna lag á yfirborði jarðar, þar sem steinahvolf, vatnshvolf, loft-
hvolf og lífhvolf koma saman. Jarðvegurinn veitir æðri plöntum rótfestu og næringu og
myndar þannig lífsviðurværi fyrir menn og dýr (Sticher 2000). Eins og Sticher síðan bendir á
þá leiðir af þessu mikil áhersla á ræktun og nytjar af jarðveginum og fram á seinustu áratugi
hefur fyrst og fremst verið litið á hæfni jarðvegsins til að gefa af sér mikla og góða uppskem,