Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 20
18
sem uppfyllir kröfum um hreint og gott fóður og holl matvæli. Sticher heldur áfram og tekur
dæmi um §ólu sem vex í urðum Alpafjallanna, en við á Islandi getum tekið jöklasóleyjuna
(Ranunculus glacialis) sem dæmi. Jöklasóley er æðri planta sem vex oft í urðum íslenskra
fjalla, þar sem æði hijóstrugt er um að lítast og lítið um jarðveg í hefðbundnum skilningi.
Þama vex hins vegar æðri planta og öðrum skilyrðum á skilgreiningu á jarðvegi er uppfyllt.
Það ætti að vera augljóst að ef við eigum að meta gæði jarðvegs sem ræktunarlands annars
vegar og jarðvegs sem ber villtan gróður hins vegar þá getur þurft að líta til mismunandi
þátta. Meðal annars þetta hefur stuðlað að því að nálgun seinustu ára hefur verið að meta gæði
jarðvegs til hinna ýmsu hlutverka.
Ýmsar skilgreiningar á hugtakinu jarðvegsgæði hafa komið fram. Þær eru þó allar í þá átt
að þær nái til hæfni jarðvegsins til að gegna hlutverkum sínum í nútið og framtíð (“the
capasity of the soil to function”). Síðan er nokkuð misjafnt hversu vítt hlutverk jarðvegsins er
talið og hvaða hlutverk eru tekin fyrir (Karlen o.fl. 1997, Karlen o.fl. 2001, Stemberg 1999). í
umfjöllun mn jarðvegsgæði þarf að gera grein fyrir á hvaða skala er unnið. Þegar unnið er að
vöktun og fylgst með breytingum á jarðvegi er takmarkað svæði valið. Þar sem nota á jarð-
vegsgæði við bústjóm eða við gerð deiliskipulags er stærð svæðis á við tún, jörð eða af-
markað skóglendi. Þegar komið er á skala sem nær til sveitarfélags, landshluta eða landsins i
heild þá fást upplýsingamar sem nota má í svæðaskipulagi í stjóm og áætlanagerð.
HLUTVERK JARÐVEGS
Hlutverk jarðvegs er margþætt og misjafnt hvað það er þröngt eða vítt skilgreint. Mjög mikil
áhersla er lögð á nýtingu á jarðvegi til ffamleiðslu á nytjagróðri; til fóðurs, manneldis, skógar-
nytja og hráefnis. í flestum tilfellum er nálgunin þó mun víðari og litið er til umhverfisþátta,
bæði ytri áhrifa á jarðveginn og áhrifa jarðvegsins út á við (Stenberg 1999, Karlen o.fl. 2001).
Hlutverk jarðvegs er einnig stundum deilt niður á hlutverk í vistkerfum, hagræn og félagsleg
hlutverk, og óefhisleg hlutverk (hluti af landslagi, endumæring) (Sticher 2000). Á fjölþjóða
fundi um stefnumörkun í vemdun jarðvegs í Bonn 1998 (ókunnur höfundur 1999) vom hlut-
verk jarðvegs m.a. talin vera: (1) Regluverk í vistkerfum (geymsla, síun, umbreyting), þar
sem jarðvegur gegnir mikilvægu hlutverki; sem heimkynni (villtra, og ræktaðra) lífvera og
sem genabanki til viðhalds lifffæðilegum breytileika. (2) Hagfræðileg og félagsleg hlutverk,
s.s. ffamleiðsla fóðurs og matvæla, ffamleiðsla endumýjanlegra auðlinda, landslagsþróun og
skipulag, mannabústaðir og innri uppbygging, og nýting sem náma. (3) Varðveisluhlutverk,
þar sem jarðvegur geymir minjar um náttúm- og/eða menningarsögu. Eftir langan undir-
búning tóku jarðvegsvemdarlög nýlega gildi í Þýskalandi (Schefffer/Schachtschabel 2002) og
í þeim hafa eftirtalin hlutverk lagalegt gildi:
• Hlutverk í náttúrunni.
• Gmndvöllur og lífsviðurværi fyrir menn, dýr, plöntur og jarðvegslíf.
• Hluti af búskap náttúmnnar, sérstaklega hringrás vatns og næringarefna.
• Staður niðurbrots, jöfriunar og uppbyggingar ýmissa eftia, vegna hæfileika jarð-
vegsins til síunar, stuðpúðavirkni hans og umsetningu efiia.
• Varðveisla náttúm- og menningarminja eða sögu.
• Nýtingarhlutverk.
• Hráefni.
• Svæði fyrir mannabústaði, ffítíma og útivist.
• Svæði fyrir landbúnað og skógrækt.
• Svæði fyrir aðra hagnýta eða opinbera nýtingu; samgöngur, ffamfærslu og losun á
úrgangi.
Það er athyglisvert að líta á nálganir sérffæðinga annars vegar og þess sem nær að verða
lög eins lands hins vegar. Stahr (2000) tekur sem dæmi að svæði fyrir byggingar, iðnað og