Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 24
22
ingum í efna- og eðliseiginleikum jarðvegs, t.d einhvem örvemþátt (Stenberg 1999). Margir
matsþættir jarðvegsgæða em tengdir og því má oft fækka þeim sem greindir em. Það er t.d.
samband á milli magns lífrænna efha og rúmþyngdar; jónrýmdar og magns leirs og líffænna
efna; sýmstigs og næringarefna, og fleira mætti telja. Til að hægt sé a nýta sér þessi sambönd
þarf mikið að liggja fyrir af mælingum og úrvinnslu þeirra.
Þau mörk sem hér em sett fyrir hina ýmsu þætti (komastærð, magn lífrænna efna, pH,
nýtanlegt vatn og loft) em byggð á almennri þekkingu á íslenskum jarðvegi og mið tekið af
mörkum sem notuð em eða em í umræðu í Þýskalandi (AG Boden 1994, Blossey og Lehle
1998, Ministerium ftir Umwelt und Verkehr Wriittemberg 1996).
Við mat á landi hafa tvær aðferðir verið þróaðar á íslandi á seinasta áratug. Við úttekt á
jarðvegsrofi var rofi gefm einkunn á bilinu 0 til 5, eða samtals 6 rofeinkunnir (Ólafur Amalds
o.fl. 1997). Þetta er aðferð sem taka má beint inn í mat á gæðum jarðvegs. Við mat á ástandi
hrossahaga (Borgþór Magnússon o.fl. 1997) em rofadílar, þúfur, ástand gróðurs og uppskera
notuð til að gera ástandsflokkun. Fimm flokkar em greindir þar sem ástandið er metið frá því
að vera ágœtt í það að vera land óhœft til beitar. Þessi nálgun er á margan hátt í líkingu við
mat á gæðum jarðvegs, en er sniðin að ákveðinni landnýtingu og er ffekar heildarmat á landi
en mat á jarðveginum sem slíkum. Þessar tvær aðferðir em ákveðnar fyrirmyndir sem byggja
má áffamhaldandi vinnu á. í þessu yfirliti er hæfni jarðvegs skipt í þijá flokka eftir því
hvemig hann er í stakk búinn til að uppfylla hin ýmsu hlutverk.
I Evrópulöndum er mikil áhersla á skaðleg efni í jarðvegi og má rekja það til vandamála
sem af þeim hafa orðið. Umræða um jarðvegsgæði og jarðvegsvemd er mjög mótuð af þessu
og má líkja við hversu umræða um jarðvegsvemd hefiir nær einskorðast við jarðvegseyðingu
á Islandi. Þar sem Island er væntanlega enn í þeirri góðu aðstöðu að mengun er ekki yfir-
þyrmandi vandmál er mikil ástæða til að halda þessum gæðum og miða við forvamir gegn
þeim. Innan Evrópu em ekki í gildi nein ein viðmiðun, heldur hafa hin ýmsu lönd sínar eigin
viðmiðanir. Dæmi um forvamagildi em t.d. í þýsku jarðvegsvemdarlögunum
(Scheffer/Schachtschabel 2002). í 2. töflu em
mörk nokkurra þungra málma sett ffam. For-
vamargildin fara eftir komastærð jarðvegs og
fyrir þungmálma, sem aukast hratt í lausn við
lækkun sýmstigs, em þau einnig háð sýmstigi.
Bæði forvamargildi og nánari útfærsla á
magni skaðlegra efna í jarðvegi er mismunandi
eftir löndum og einnig eftir nýtingu. í Þýskalandi
em ströngustu mörkin fyrir leikvelli, næst
ströngustu fyrir jarðveg til ræktunar matvæla, en
hæstu gildi em samþykkt fyrir iðnaðarsvæði.
Það mundi sprengja ramma þessarar greinar að
fara ítarlegar út í þær reglur og nánari útfærsla á
öðrum þáttum bíður betri tíma.
2. tafla. Forvamargildi nokkurra málma í jarð-
vegi, mg/kg þe., samkvæmt þýskum jarðvegs-
vemdarlögum (Scheffer/Schachtschabel 2002).
Eíni Sandur Méla Leir
Blý (Pb) 40 70 100
Kadmíum (Cd) 0,4 1,0" 1,5‘>
0,42) 1,02>
Kopar (Cu) 20 40 60
Króm (Cr) 30 60 100
Kvikasilfur (Hg) 0,1 0,5 1
Nikkel (Ni) 15 50 70
Sínk (Zn) 60 1501' 200’>
602) 1502>
1) pH>6, 2) pH<6.
NIÐURI.AG
Umræða um mat á landi og jarðvegsvemd í víðum skilningi hefur tekið miklum breytingum á
seinustu árum víða um hinn vestræna heim. Segja má að ýmis vandamál tengdum hnignun
jarðvegs, vegna jarðvegsrofs, mengunar, þjöppunar, lækkunar á sýrustigi, tapi á næringar-
efnum eða að land hverfí undir byggð eða samgönguleiðir, hafí leitt til nýrra nálgana. Fram á
seinustu áratugi 20. aldar var jarðvegsfræðin að mestu tengd landbúanaði og skógrækt og mat