Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 27
25
RABUNAUTAFUNDUR 2003
Betra bú - Tæki til að gera Iandnýtingaráætlun
Guðrún Schmidt
Landgrœöslu ríkisins
YFIRLIT
Þörfinni fyrir skipulagt vinnuferli við gerð landnýtingaráætlana á bújörðum hefúr nú verið mætt með verkefninu
,3etra bú“. Verkefhið var fyrst þróað af Landgræðslu ríkisins, en síðan komið í hendur samstarfshóps nokkurra
stofnana landbúnaðarins. ,3etra bú“ er ætlað landnotendum sem vilja gera markvissa landnýtingaráætlun, s.s.
gera landbótaáætlun og skipuleggja beitamýtingu vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt og/eða hrossarækt, endur-
skoða landnotkun m.t.t skógræktar, uppgræðslu, ferðaþjónustu eða annarra landnota. Mikil áhersla er lögð á að
landnotendur vinni sjálfir að áætlanagerðinni, en fái leiðsögn á námskeiðum og við heimsóknir. Á liðnu ári var
farið af stað með námskeið fýrir landnotendur.
INNGANGUR
Skipulag bújarða er mikilvægur þáttur í hveijum búrekstri. Til þess að skipuleggja land-
nýtingu á skynsamlegan hátt þarf bóndinn að gera sér grein fyrir þeim landgæðum sem hann
hefur yfir að ráða og finna hentuga nýtingarmöguleika. Breyttar kröfur, eins og gæðastýrður
landbúnaður, aukið tillit til umhverfissjónarmiða, auknir möguleikar á nýtingu lands, s.s.
skógrækt, landgræðsla, ferðaþjónusta og jarðrækt, og aukið verðmætagildi lands, kallar á
góða áætlanagerð varðandi landnýtingu á bújörðum.
Landnýtingaráætlun er áætlun um alla landnýtingu sem tengist viðkomandi búrekstri. í henni
felst m.a. áætlun um beitamýtingu, jarðrækt, uppgræðslu, túnrækt og skógrækt. Meðhöndla þarf
bújörðina sem eina heild, en einnig sem hluta af vistkerfi svæðisins. Góð landnýtingaráætlun er
lykillinn að því að ná eða viðhalda hóflegri nýtingu lands. Við gerð landnýtingaráætlana er
sett í ffamkvæmd sú þekking sem til er um uppgræðslu, beitarskipulag og aðra landnýtingu.
Vantað hefur markvissa fræðslu og leiðbeiningar fyrir bændur til að gera skriflega land-
nýtingaráætlun. Gott er að gefa þeim kost á að fara eftir ákveðnu vinnuferli með leið-
beiningum, skref fyrir skref. Slíkt vinnuferli, og þar með tæki til að gera landnýtingaráætlun,
hefur nú verið þróað og ber heitið „Betra bú“. í verkefninu er unnið eftir þeirri grunnhug-
mynd að enginn sé betur til þess fallinn að vinna raunhæfa landnýtingaráætlim en sá sem
notar landið. Reynsla af verkefeinu sýnir að sú nálgun skilar árangri og að „Betra bú“ getur
verið mikilvægur undirbúningur fyrir sauðfjárbændur undir landnýtingarþátt gæðastýringar.
í þessari grein er áætlað að kynna verkefnið „Betra bú“ og segja m.a. ffá þróun verk-
efnisins, markmiðum og vinnuferli.
ÞRÓUN VERKEFNISINS
Vorið 2000 fór Landgræðsla ríkisins af stað með þróunarverkefni um gerð beitar- og upp-
græðsluáætlana á bújörðum. Það verkefni hefúr hlotið nafhið „Betra bú“. Leitað var samstarfs
við nokkra bændur um þróun verkefnisins. Haustið 2001 luku bændur á 8 búum vinnu sinni
við áætlunina. Reynsla þeirra var svo nýtt til að endurskoða og bæta vinnuferli áætlana-
gerðarinnar. Einnig voru gögn og reynsla ffá svipuðu verkefni í Ástralíu höfð til hliðsjónar,
en þar hafa menn margra áratuga reynslu af gerð landnýtingar- og búsáætlunum. í framhaldi
af þeirri vinnu var leitað samvinnu við aðrar stofnanir landbúnaðarins í því skyni að víkka út
hlutverk ,3etra bús“ og standa saman að verkefiii um gerð heildarlandnýtingaráætlun. Slíkt