Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 32
30
• Við fyrsta skrefið, söfnun upplýsinga og úttekt á landkostum, teikna bændur inn
landamerki á glæm, flokka gróðurfar og rof og skrá vötn, læki og vemdarsvæði, ef
þau em til staðar á jörðinni. Upplýsingar um gróðurþekju, staðhætti og ástand
hrossahaga em skráð. Þar með era bændur búnir að gera úttekt á ffamboði á land-
gæðum í sínu landi og geta velt fyrir sér nýtingarkostum hvers svæðis með sjálfbæra
landnýtingu að leiðarljósi. Þátttakendur skrá þá t.d. hvort landið er hæft til beitar og
þá hvers konar beitar, hvort uppgræðsla er nauðsynleg, hvort landið bjóði upp á
einhveija ræktun og þá hvers konar ræktun o.s.ffv. í lok þessa fyrsta skrefs em
skráðar upplýsingar um bústofninn.
• í öðm skrefi áætlanagerðar teikna landeigendur á aðra glæm óskir um hvemig þeir
vilja að landið líti út eftir ákveðinn tíma. Sú sýn getur verið til 10 ára eða fleiri, allt
eftir því hvað viðkomandi kýs að miða við. Þegar merkt er inn á þessa glæm reyna
landeigendur að horfa ffamhjá skipulagi jarðarinnar eins og það er í dag, en miða við
að byggja ffamtíð sína á ffamboði af landgæðum sem þeir em búnir að flokka í fyrsta
skrefi.
Bændur sem vinna landbótaáætlun til þess að hljóta staðfestingu á landnýtingu
vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt teikna inn á glæm hvemig jörðin þarf að líta út
til þess að fá staðfestingu. Við þá vinnu er stuðst við greinargerð úttektaraðila, þar
sem hann tiltekur þau atriði sem ffamleiðandi þarf að bæta svo hann uppfylli sett
skilyrði. Horfa má á þessa ffamtíðarsýn eins og hún sé lokamarkmið ábúenda eftir
tilgreindan eða ótilgreindan tíma.
• Þriðja skref áætlanagerðarinnar er um núverandi nýtingu jarðarinnar. Þá em skráð
girðingarhólf, tún, ffamræslukerfi, uppgræðslusvæði, núverandi vegir og slóðir o.fl. í
þessu skrefí á einnig að skrá ýmist ítarefni ef það á við, s.s ömefni jarðarinnar,
námur, mannvistarleifar o.fl.
• Fjórða skrefið inniheldur skilgreiningu á markmiðum og forgangsröðun þeirra.
Setning markmiða er gmnnur að árangri og mælikvarði á árangur. Til þess að setja
sér markmið þarf bóndinn að velta fyrir sér hvaða þættir það em sem hann hefur í
huga að bæta og/eða breyta, t.d. fjölgun/fækkun bústofiis, aukin ræktun, breytingar á
starfsfólki og/eða eigendum o.s.ffv. Gera þarf skýran mun á langtímamarkmiðum og
skammtímamarkmiðum, s.s. varðandi afurðir eftir hvem grip, landbætur, nýbygg-
ingar o.fl. Best er að setja ákveðin langtímamarkmið og ákveða síðan skammtíma-
markmið út frá þeim.
Eftir að hafa skráð allar hugmyndir sínar fer bóndinn að forgangsraða þeim. Mjög
gott er einnig að hugleiða hvað muni gerast ef núverandi landnýting helst óbreytt.
• Skilgreina þarf þær leiðir sem færar em til að ná settum markmiðum og velta fyrir
sér kostum og göllum hverrar leiðar. Það er gert í 5. skrefi, auk vinnu við ffam-
kvæmda- og kostnaðaráætlun. Með útfyllingu á ffamkvæmdar- og kostnaðaráætlun
getur bóndinn dregið ffam kostnað einstakra liða í landnýtingaráætluninni, s.s.
girðingarkostnað, kostnað við ræktun, uppgræðslu o.fl. Dæmi um forsendur til út-
reikninga á helstu kostnaðarliðum em gefnar upp í námskeiðsmöppu „Betra bús“.
• Framkvæmdaáætlun sem unnin var á í fimmta skrefi er grunnur að sjötta skrefi, þar
sem gerð er landnýtingaráætlun. Á glæm skal teikna inn landnýtingaráætlun fyrir
næstkomandi ár og fylgja henni síðan eftir.
• Sjöunda og síðasta skref er um mat á árangri, eftirlit, endurskoðun og breytingar.
Áætlunin á að vera sveigjanleg. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með ástandi land-
kosta og breyta áætluninni ef hún virðist ekki vera í samræmi við gæði landsins.
Leitast er við að meta árangur skipulagsins. Það er m.a. hægt með því að taka myndir
á skipulagðan hátt af vandamálasvæðum, ástandi gróðurs og jarðvegs auk upp-
græðslu.
J