Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 33
31
Árlega er reynsla og athuganir bomar saman við væntingar og markmið. Áætlunin
er endurskoðuð og farið er aftur yfir ferlið og áætlun unnin fyrir næsta ár.
Skipulagt eftirlit er haft með landbótaáætlunum vegna gæðastýringar í sauðfjár-
rækt og hvort ábúendur fylgi þeim eftir.
Mjög mikilvægt er að vinnan við áætlanagerð verði sjálfsagður hluti af skipulagningu bú-
rekstrar frá ári til árs. Að hafa áætlunina í huga, breyta henni og bæta hana, fylgjast með
landinu og búa til nýja landnýtingaráætlun fyrir næsta ár, 6. skref, þarf að verða venjubundinn
þáttur í starfi landnotenda. Hjólinu er velt a.m.k. einn hring á ári, þ.e.a.s. hvert skref er endur-
skoðað og árangur metinn. Þegar farið er í gegnum ferlið á nýjan leik þarf að nota ný eyðu-
blöð fyrir hvert skref. Ekki er nauðsynlegt að skrá allt aftur, heldur á að einbeita sér að þeim
atriðum sem hafa breyst eða áætlað er að breyta. Slík skráning er einnig mikilvæg til að
fylgjast með framvindu og árangri. Þannig verður t. d. hægt að sjá hvort gróðurþekja á
landinu hefur breyst í gegnum árin, hvort rof hefur minnkað eða landgæði aukist.
NIÐURLAG
Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist af verkefninu „Betra bú“ sýnir að það hefur verið þörf
fyrir slíkt verkefni og að verkefiiið þjónar sínum tilgangi. Framtíðardraumur verkefhisins er
að sem flestir landnotendur geri sina landnýtingaráætlun og fylgi henni eftir. Mjög mikilvægt
er að hafa ákveðna hvata sem ýta undir að sem flestir bændur geri sína landnýtingaráætlun.
Hér skipta stefnur eins og áform um gæðastýringu í sauðfjárrækt mjög miklu máli. Mjög gott
væri að sjá myndast fleiri möguleika fyrir bændur, en til eru í dag, til að sækja um styrki til að
framkvæma landnýtingaráætlun, enda verði hún lögð til grundvallar styrkumsóknum.
Til þess að verkefnið nái sér á flug er líka nauðsynlegt að ieiðbeinendur landbúnaðar-
stofnana standi saman að því að nota verkefnið og þróa það áffam. Myndun samstarfshóps
fyrir um ári síðan og námskeið í „Betra bú“ var rétt skref í þá átt að koma áætlanagerð varð-
andi landnýtingu út til bænda. Slík samvinna leiðir vonandi til þess að enn fleiri bændur vinna
landnýtingaráætlun fyrir sínar jarðir og á heildina litið getur það orðið bændum, landinu og
leiðbeiningarkerfmu til góðs.
HEIMILDIR
Andrés Amalds, 1986. Sumarbeit sauðfjár. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 83.
Andrés Amalds, 1988. Landgæði á íslandi fyrr og nú. í: Græðum ísland, Landgræðslan 80 ára (ritstj. Andrés
Amalds). Landgræðsla rikisins, 13-31.
Bjöm Sigurbjömsson, 1994. Jarðvegseyðing - mesta ógn jarðarbúa. í: Græðum ísland V (ritstj. Andrés Am-
alds). Landgræðsla rikisins, 45-57.
Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir & Bjöm H. Barkarson, 1997. Hrossahagar. Aðferð til að meta ástand
lands. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðsla rikisins.
Douglas, M., 1996. Soil conservation extension, ffom Concepts to Adaption. A partitcipartory approach to better
land husbandry. Science Publishers, USA, Inc., 108-121.
Lög um landgræðslu nr. 17/1965. 17. og 18 gr.
Ólafur Amalds, 1997. Að lesa landið. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins í samvinnu
við Umhverfissjóð verslunarinnar.
Ragnhildur Sigurðardóttir, 2002. Fegurri sveitir, lokaskýrsla verkefnisstjóra. Framkvæmdanefnd um Fegurri
sveitir.
Sigþniður Jónsdóttir & Guðriður Baldvinsdóttir, 2000. Uppgræðslustörf bænda. Ráðunautafiindur 2000, 89-92.
Viljayfirlýsing vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringarþáttar í samningi um ffamleiðslu sauðfjárafurða,
2002.