Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 35
33
takendur fá afhenta útprentaða mynd af gróðurflokkun Nytjalands fyrir sína jörð (Ólafur
Amalds o.fl. 2002). Gróðurflokkun Nytjalands er höfð til hliðsjónar við úttekt og mat á land-
gæðum jarðarinnar. Á fyrsta hluta námskeiðsins er einnig farið yfir mat á gróðurþekju og
greiningu og flokkun rofs. Við skráningu á rofí er bæklingurinn „Að lesa landið“ (Ólafur
Amalds 1997) haföur til hliðsjónar. Þá er einnig farið í gegnum aðferð við mat á ástandi
hrossahaga (Borgþór Magnússon o.fl. 1997). Fjallað er um helstu aðferðir við uppgræðslu
lands og mikilvæga þætti beitarfræði og beitarskipulags. Önnur verkefni er tengjast skipulagi
og landnýtingu á jörðinni em kynnt á fyrsta hluta námskeiðsins, s.s landshlutabundin skóg-
ræktarverkeöii og mikilvæg atriði varðandi ömefna- og fomleifaskráningu. Þá er fjallað um
landnýtingu, m.t.t. náttúmvemdarsjónarmiða, og umhverfismál í dreifbýli (Ragnhildur Sig-
urðardóttir, Fegurri sveitir, http://www.simnet/umhverfi/, 13.01.2003).
Fyrsti hluti námskeiðsins veitir þátttakendum grunn til að vinna fyrstu skref landnýtingar-
áætlunar. Annar hluti námskeiðsins felur í sér heimavinnu þátttakenda við gerð landnýtingar-
áætlunar og fá við þá vinnu aðstoð frá héraðsfulltrúum Landgræðslunnar, ráðunautum eða
starfsmönnum landshlutabundinna skógræktarverkefiia.
Siðasti hluti námskeiðsins felur 1 sér annan námskeiðsdag, þar sem farið er yfir seinni
skref í vinnuferli Betra bús. Farið er nánar yfir beitamýtingu, mat á ástandi beitilands og
niðurstöður hinna ýmsu beitarþolsrannsókna em kynntar. Þá er einnig fjallað um þætti er
varða landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt og hrossarækt. Á seinni námskeiðsdegi
ljúka þátttakendur við gerð landnýtingaráætlunar fýrir sína jörð og bera saman bækur sínar.
Skoðun þátttakenda og notagildi Betra bús
í lok námskeiða Betra bús hafa þátttakendur lagt mat á viðkomandi námskeið með því að
fylla út spumingablað. Þar kemur m.a fram að þátttakendur vilja nær imdantekningalaust
mæla með námskeiðinu við aðra bændur. Einnig telja flestir að helsti kostur þessara nám-
skeiða felist í að vekja til umhugsunar um landnot á jörðinni, læra að „lesa landið“ og fá yfir-
sýn yfir landkosti jarðarinnar með því að hafa góða loftmynd til hliðsjónar. Á námskeiðunum
kom einnig fram vilji þátttakenda til að halda áfram hópvinnu við verkefnið og hittast einu
sinni á ári, eða oftar, til að hafa skoðanaskipti um árangur af áætlanagerðinni. Slík hópvinna
veitir nágrönnum gott tækifæri til að vixma landnýtingaráætlanir sem geta að hluta til verið
samhangandi, t.d. varðandi beitamýtingu og uppgræðslu á óskiptu landi.
Á námskeiðunum hefur komið ffarn að verkefiiið nýtist vel við áætlanagerð, þó svo að
fjölbreytt markmið liggi að baki. Þátttakendur setja sér ólík markmið og leggja áherslu á mis-
munandi þætti í landnýtingunni, s.s. uppgræðslu og landbætur, aukin jarðrækt, áform um
girðingarframkvæmdir sem lið í að auka afurðir búfjár o.fl. Fjölmargir sóttu um þátttöku í
verkefiiinu „Bændur græða landið“ (Sigþrúður Jónsdóttir og Guðríður Baldvinsdóttir 2000)
og verkefiium landshlutabundinna skógræktarverkefna. Við vinnu að gerð landnýtingar-
áætlunar hafa menn komið auga á þörf fyrir auknar landbætur á jörðinni. Loftmyndin gerir
mönnum kleift að merkja inn og mæla stærð á fyrirhuguðu uppgræðslusvæði og/eða skóg-
ræktarsvæði og starfið verður þar af leiðandi markvissara og árangursríkara.
Landnýtingaráœtlun sem liður í gœðastýringu
Gæðastýring felur m.a. í sér markmiðssetningu, skráningu vinnuferla, eftirlit, mat á árangri og
áætlun um úrbætur. Því er mikilvægt fyrir bændur sem taka þátt í gæðastýringu í hrossarækt
eða sauðfjárrækt að geta unnið landnýtingaráætlun eftir skilgreindu vinnuferli sem tekur til
ofangreindra þátta. Námskeiðsefiii og vinnuferill Betra bús er m.a. þróað með tilliti til gæða-
stýringaráforma í sauðfjárrækt. Þeir bændur sem þurfa á landbótaáætlun að halda, til þess að
hljóta staðfestingu á landnýtingu, samkvæmt gæðastýringarþætti í samningi um ffamleiðslu