Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 36
34
sauðfjárafurða, hafa kost á að vinna landbótaáætlun eftir vinnuferli Betra bús. Slík áætlun
miðar að því að setja og uppfylla tímasett markmið um landbætur á jörðinni. Að öllum
líkindum er það hagkvæmari og fljótvirkari leið að bjóða upp á námskeið í gerð landbóta-
áætlana en ef eingöngu er um einstaklingsráðgjöf að ræða. Einnig má gera ráð fyrir að á
grunni námskeiða í gerð slíkra áætlana verði hægt að gera skilvirka samninga um afnot af
góðum loftmyndum fyrir landeigendur.
Við grunnskráningu á gróðurflokkun í Betra bú eru kortagögn Nytjalands (Ólafur
Amalds o.fl. 2002) höfð til hliðsjónar. Ut frá beim gögnum, auk skráninga á fleiri þáttum sem
segja til um landgæði jarðarinnar, er hægt ao vinna áætlun um landbætur. Kortagöng Nytja-
lands, eins og þau eru í dag, eru unnin i mælikvarða 1:20000 til 1:25000. Landnýtingar- og
þ.a.l. landbótaáætlun er hins vegar nauðsynlegt að vinna á loftmynd með nákvæmari mæli-
kvarða. í verkefhinu Betra bú hefur verið miðað við að nota loftmyndir í mælikvarðanum
1:5000 til 1:10000.
1. tafla. Gróðurflokkun Nytjalands, Sigmundarstaðir í
Þverárhlíð.
LANDNYTINGARAÆTLUN FYRIR SIGMUNDARSTAÐI I ÞVERARHLIÐ, BORGAR-
FIRÐI
Greinarhöfundar, Hrafnhildur Grímsdóttir og Einar Guðmann Ömólfsson em ábúendur á Sig-
mundarstöðum í Þverárhlíð. Þau vom þátttakendur á námskeiði í Betra bú sem haldið var á
Hvanneyri á haustmánuðum 2002. A Sigmundarstöðum er búið með sauðfé og nokkur hross.
1. Skref: Söfnun upplýsinga og úttekt á landkostum
Fyrsta skref landnýtingaráætlunar felur í sér
söfnun upplýsinga og úttekt á landkostum.
Á glæm sem lögð var yfir loftmynd af Sig-
mundarstöðum vom merktir inn gróður-
flokkar og skráð gróðurþekja og rof.
Gróðurflokkun Nytjalands var höfð til hliðs-
jónar við flokkunina (1. tafla). Sigmundar-
staðir er um 460 ha að stærð. Samkvæmt
gróðurflokkun er rýrt mólendi, mosi og
hálfgróið land 68% af heildarflatarmáli
jarðarinnar, en uppskerumeiri landgerðir
þekja 31% af jörðinni.
Við úttekt á landkostum er nauðsynlegt
að skrá gróðurþekju og rof á jörðinni. Þær
upplýsingar em skráðar á eyðublöð í nám-
skeiðsmöppu Betra bús (1. mynd). Hlutfall gróðurþekju af yfirborði lands er gjaman notað
sem mælikvarði á gæði gróðurlendis. Á landi með heilli gróðurþekju er jarðvegur fijósamur
og góð rakaskilyrði í sverðinum (Ása L. Aradóttir 1998). Gróðurþekja er metin niður við
svörð, sem hlutfall af heildaryfirborði. Til þess að auðvelda matið er gróðurþekju skipt niður í
flokka frá 1-5.
Stærstur hluti af Sigmundarstöðum er með gróðurþekju í flokk 3 (Hálfgróið; 33-66%
þekja) og undirstrikar það gróðurflokkunina, þ.e. að stór hluti af úthaga á jörðinni er frekar
rýr. Nokkuð er um rof á jörðinni, en þar er um að ræða gijóturð, skriður og mela. Lítið er um
virkan uppblástur. í gmnnskráningu í Betra bú em metnir nýtingarkostir einstakra gróður-
flokka. Á Sigmundarstöðum em flest svæðin talin henta til sauðfjárbeitar, en þó þarf að tak-
marka beitina og stunda landbætur.
Gróðurflokkar Flatarmál (ha) Hlutfall (%)
Heildarstærð jarðarinnar 463 100
Votlendi 6,5 1,4
Hálfdeigja 8,6 1,9
Kjarr- & skóglendi 13,3 2,9
Ræktað land 34,1 7,4
Graslendi 6,5 1,4
Rikt mólendi 74,5 16,1
Rýrt mólendi 160,7 34,7
Mosi 99,2 21,4
Hálfgróið 55,3 11,9
Lítt gróið 0 0
Vatn 4,7 1