Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 41
39
RflÐUNAUTflfUNDUR 2003
Landgræðsla og sauðfjárrækt
Gunnar Einarsson
Daðastöðum, N-Þing.
INNGANGUR
Við keyptum Daðastaðina seinnipart vetrar 1982 og fluttum þangað um vorið. Daðastaðir eru
í Öxarfjarðarhreppi, Norður Þingeyjarsýslu. Það hafði verið vel byggt upp á Daðastöðum.
Hús fyrir 1000 §ár og tvö íbúðarhús. Landið sem við höfum, Daðastaðir, Amarstaðir og
Amarhóll, em sneið sem er 4-5 km á breidd með sjó og 20 km inn í land. Það er ekki langt
frá að okkar land sé þrisvar sinnum stærra en Heiðmörk. Við höfum haft svipað bú í mörg ár.
Höfum núna 600 ær plús ásetningsgimbrar, smálömb og hrúta, allt í allt um 800 fjár, 13 naut-
gripi og níu hross. Landið er frá allt því að vera í mjög góðu ásigkomulagi yfir í að vera í
mjög slæmu ásigkomulagi. Hinir frómustu menn höfðu lýst landi þessara jarða sem alveg ein-
stöku landi til sauðQárræktar. Þar að auki var altalað að á Norð-Austurlandi væri alls engin
ofbeit. Þegar tók að vora og snjóa leysti kom það í Ijós að mun meira var um örfoka land en
ég átti von á. Það sem var þó jafiivel enn verra var að landið var mikið beitt. Það mikið beitt
að á haustin var allt gras upp nagað. Fallþungi var heldur ekki viðunandi.
Ég ætla hér á eftir að Qalla um hvað við höfum gert og hvað við höfum í hyggju að gera
og hvað okkur vantar til að ná þessum markmiðum.
Ég ætla lika að fjalla um það hvað liggur að baki hugmyndum mínum um búskap og
Iandgræðslu.
Ég ætla líka að ræða um hversu gott landbúnaðarland ísland er.
LANDBÆTUR Á DAÐASTÖÐUM
Við byijuðum strax að að rækta upp þá mela sem voru næst bænum og höfiim síðan fikrað
okkur sífellt lengra. Fyrst sjálf og síðar í samvinnu við Landgræðsluna í verkefiiinu ,3ændur
rækta landið“. Við berum á fímm tonn af áburði á ári, mest á mela sem við erum að rækta
upp. Við höfum borið fræ á flesta mela sem við höfum ræktað og skít og moð á þá alla, flesta
oftar en einu sinni. Við höfum ræktað nokkra tugi hektara á þennan hátt. Við girtum í
áföngum af neðri hluta landsins, ca 700 hektara, í viðbót við ca 150 hektara sem voru innan
gömlu túngirðinganna og lukum því fyrir átta ámm. Innan þessarar girðingar er eitt stórt hólf
og þijú minni hólf sem við emm að rækta upp með lúpínu. Það hólf sem við girtum fyrst er ca
15-20 hektarar, var hreinn melur. Næsta var ca 80 hektarar, í bland melar og móar, meira
gróið en ógróið. Þriðja hólfið var ca 35 hektarar, að hálfu gróið. Við girtum þessi hólf, en
Landgræðslan sáði fyrir okkur lúpínu í tvö fyrstu hólfin og útvegaði okkur ffæ í það síðasta.
Melamir í síðasttalda hólfinu em mjög grófir. Ég sáði í þá með kastdreifara. Ég blandaði
fræinu í sand til að magnið yrði hæfilegt. Við sáðum fyrstu lúpínunni fyrir 10 ámm og má
segja að þeir melar séu mikið til grónir. Við erum farin að beita þá, mest þó á haustin.
Lúpínan er þegar farin að hopa og þó nokkuð gras komið í elstu sáninguna. Stærsta hólfið
notum við til beitar lítillega á vorin, en fyrst og fremst á haustin. Frá október til desember.
Við höfiun þó nokkuð gert af því, bæði innan og utan girðinga, að láta jarðýtu ryðja niður
börð og sá í þau og hefur það gengið í heildina vel. Um 4 km frá bænum var mjög illa farið
land sem girt var af síðastliðið sumar. Þetta er 11 km girðing utan um 600 hektara lands. Þessi