Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 47
45
RAÐUNHUTRfUNDUR 2003
Landnýting og skipulag
Stefán Thors
Skipulagsstofnun
Lengi vel var megináhersla í skipulagslögnm og skipulagsgerð lögð á þéttbýlisstaðina og
samspil hinna ýmsu landnotkunarflokka þar. Með aukinni mannvirkjagerð utan þéttbýlis-
staðanna, s.s. vegna ffístundabyggðar, samgangna og orkuframkvæmda, varð smám saman
ljóst að stefiiumörkun í landnotkun þurfti einnig að ná til stijálbýlisins.
Með setningu nýrra skipulags- og byggingarlaga, sem tóku gildi 1. janúar 1998, urðu
miklar breytingar og megináhersla lögð á aðalskipulagsstigið. Sett var bráðabirgðaákvæði um
það að árið 2008 skuli öll sveitarfélög hafa gert aðalskipulag, en slíkt skipulag skal sam-
kvæmt lögunum ná til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Náist það markmið verður búið
að marka stefnu í landnotkun fyrir allt ísland eftir um 6 ár.
Aukin áhersla á aðalskipulag, ásamt áframhaldandi fækkun sveitarfélaganna, getur haft í
för með sér að minni áhugi verður hjá sveitarfélögunum á svæðisskipulagsstiginu, sem ffam
að gildistöku nýrra skipulags- og byggingarlaga árið 1998 var helsta stjómtækið varðandi
landnotkun utan þéttbýlis. í staðinn komi annars vegar áætlanir um landnotkun á landsvísu,
s.s. samgönguáætlun, orkuvinnsluáætlun og landgræðslu- og skógræktaráætlanir, og hins
vegar aðalskipulagsáætlanir einstakra sveitarfélaga, sem hefðu þá landsvísuna að leiðarljósi.
Það myndi einfalda málið og gera ákvarðanatöku skilvirkari og fljótvirkari.
Til þess að hér á landi verði hægt að gera markvissar, raunhæfar og betur framkvæman-
legar svæðis- og aðalskipulagsáætlanir þarf ríkisvaldið í verulega auknum mæli að leggja
hinar grófú línur í málaflokkum sem snúa að ríkinu og varða allt landið, þ.e. í áætlunum um
landnotkun á landsvísu, og samþætta þannig alla skipulagsgerð.
Stóraukin áhersla á gerð áætlana um landnotkun á landsvísu, sem í samráði við sveitar-
félögin, mun mynda grunn að landsskipulagi sem sveitarfélögin byggja sínar aðalskipulags-
áætlanir á. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og
valdmörk verði skýr.