Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 51
49
fjármögnun á verkefnum og starfsemi nokkurra félagasamtaka sem starfa á sviði skógræktar
og landgræðslu; Skógræktarfélag íslands, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og Landvemd.
LANDSHLUTABUNDIN SKÓGRÆKT ARVERKEFNI
Frá setningu fyrstu skógræktarlaga 1907 ffarn undir lok sjöunda áratugarins fólst stuðningur
ríkisvaldsins við skógrækt í landinu nær eingöngu í því að Skógrækt ríkisins eignaðist eða
leigði jarðir, þar sem starfsmenn hennar ræktuðu eða hirtu um skóg. Fyrstu beinu stuðnings-
aðgerðir ríkisvaldsins við skógrækt á landi í einkaeign voru á fjárlögum ársins 1969, til að
framkvæma sk. Fljótsdalsáætlun. Fyrstu trén í Fljótsdalsáætlun vom gróðursett vorið 1970.
Árið 1984 samþykkti Alþingi viðbót við skógræktarlög, þar sem Skógrækt ríkisins var
heimilað að styðja nytjaskógrækt á bújörðum, eða ,3ændaskógrækt“, eins og verkefiiið var
fyrst nefnt, enda höfðu bændur víðar um landið en á Fljótsdalshéraði sýnt áhuga á að taka þátt
í skógrækt. Þar með var gmnnur lagður að ræktun timburskóga í eigu einstaklinga með það að
markmiði að skógurinn yrði ný auðlind.
Árið 1991 samþykkti Alþingi lög um Héraðsskóga, sem er í reynd fyrsta landshluta-
bundna skógræktarverkefnið9. Héraðsskógar em stjómar- og skipulagningaraðili við upp-
byggingu skógræktar á Fljótsdalshéraði sem sjálfstæðrar atvinnugreinar meðal bænda. Steína
Héraðsskóga er að færa alla verkþætti út í sveitimar. Meginmarkmið Héraðsskóga er að
stuðla að þróun og viðhaldi byggðar á Fljótsdalshéraði með ræktun nytjaskóga. Þannig er
verkefiiinu ætlað að vera bæði byggða- og skógræktarverkefhi. Skógana skal rækta í landi
bænda og annarra landeigenda á svæðinu. Skulu þeir verða í umsjón landeigenda og tekju-
gjafi þeirra í framtíðinni. Rækta skal fjölnytjaskóga með mismunandi tijátegundum og viðar-
ffamleiðslu að aðalmarkmiði, en möguleika til fleiri nytja og landbótar. Markmið og stefna
Héraðsskóga er einnig að hvetja til smáiðnaðar og skapa atvinnutækifæri í tengslum við skóg-
rækt.
Strax á fyrstu ámm eftir
upphaf Héraðsskógaverk-
efnisins var það talið skila til-
ætluðum árangri, í formi
jákvæðrar byggðaþróunar,
góðrar þátttöku bænda og
aukningar á flatarmáli skóga,
sem leiddi af sér áhuga úr
fleiri landshlutum á að koma
á fót sambærilegum verk-
efiium. Leiddi þetta af sér
lagasetningu um Suðurlands-
skóga10 og síðar laga um
landshlutabundin skógræktar-
verkefhi”, þar sem kveðið er
á um heimild til ráðherra til
að stofna til sérstakra sjálf-
9 Sjá; heimasíðu Héraðsskóga (httD://www.heradsskoear.is/l og lög um Héraðsskóga 1991 nr. 32 (http://www.
althingi.is/lagas/nuna/1991032.html).
10 Sjá; Lög um Suðurlandsskóga 1997 nr. 93 (http://www.althingi.is/dba-bin/unds.Dl?txti=/wwwtext/
html/laeasofh/127b/1997093.html&leito=Su%F0urlandssk%F3gar#wordlk
11 Sjá; Lög um landshlutabundin skógræktarverkefiii 1999 nr. 56 (http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/
wwwtext/html/lagasofri/127b/1999056.html&leito=landshlutabundin%5C0sk%F3eT%E6ktarverkefhi#wnrdl,l.