Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 52
50
stæðra landshlutaverkefna í skógrækt að fengnum tillögum Skógræktar ríkisins. í lögunum er
kveðið á um að þau fái ffamlög til skógræktar á tilteknu landssvæði. í ffamhaldi af laga-
setningunni voru stofiiuð þijú verkefni árið 2000, Norðurlandsskógar, Vesturlandsskógar og
Skjólskógar á Vestfjörðum. Á Alþingi árið 2001 var lögum breytt þannig að stofiiað var til
verkefnisins Austurlandsskógar, og Héraðsskógum falin rekstur þess verkefnis. Jafnffamt fól
lagabreytingin í sér að allt landið félli undir eitthvert hinna sex landshlutabundnu skógræktar-
verkefna (4. mynd).
Heildarfjöldi fastra starfsmanna landshlutabundinna skógræktarverkefna er 18 (sjá 1.
töflu). Mestur hluti vinnunnar fer hins vegar ffam í verktakavinnu, einkum af bændum á eigin
lögbýlum.
1. tafla. Fjöldi þátttakenda, þátttakenda á biðlista, samningsjarða og fastra starfsmanna hjá landshlutabundnum
skógræktarverkefnum í árslok 2002.
Fjöldi Fjöldi Fjöldi samningsjarða Fjöldi fastra
þátttakenda þátttakenda Jörð Jörð starfsmanna
(jarða)* á biðlista setin** ekki setin verkefhis
Héraðsskógar 114 27 93 (81,6%) 21 (18,4%) 3
Suðurlandsskógar 225 20 192 (85,3%) 33 (14,7%) 5
Vesturlandsskógar 111 75 40 (78,4%) 11 (21,6%) 3
Skjólskógar á Vestfjörðum 30 59 25 (83,3%) 5 (16,7%) 3
Norðurlandsskógar 110 62 107 (97,3%) 3 (2,7%) 3
Austurlandsskógar 23 57 23 100,0%) 0 (0,0%) 1
Samtals (Meðaltal, %) 613 300 480 (89,5%) 73 (10,5%) 18
* Hjá Vesturlandsskógum eru 51 með samning um nytjaskógrækt og 90 með samning um skjólbelti.
** Eigendur em með lögheimili á jörðinni.
NIÐURSTAÐA: LANDSHLUTABUNDIN SKÓGRÆKTARVERKEFNI; SKÓGVÆÐING
MEÐ ÚTBOÐUM OG VERKEFNAVÆÐINGU
Almennt
Hlutverk ríkisvaldsins í skógrækt og landgræðslu verður að taka tillit til þess umhverfis sem
þjóðfélagið hefur ákveðið að taka þátt í eða sett sér sjálft. Ríkið á ekki að stunda almenna at-
vinnustarfsemi eða taka sér fyrir hendur að gera það sem fyrirtæki og einstaklingar gera betur.
Ríkisvaldið er þó ábyrgt fyrir náttúruvemd og vemdun umhverfis og hefur á þeim forsendum
hlutverki að gegna. Sömuleiðis er það almannahagur að græða upp landið og koma upp fjöl-
breyttum og framleiðnum vistkerfum, þar sem skógur gegnir lykilhlutverki. Ríkisvaldið hefur
sett sér markmið um þróun byggðar og stuðningur við skógrækt og landgræðslu getur gegnt
mikilvægu hlutverki við að ná þeim. Þá munu íslendingar þurfa að undirgangast skuld-
bindingar um minni nettó-losun gróðurhúsalofttegunda, sem ná má ffam með bindingu kol-
efnis í skógum eða með öðrum landbótaaðgerðum.
Eins og hér hefúr verið rakið að ffaman gegna skógrækt og landgræðsla þýðingarmiklu
umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu hlutverki. Við teljum því að það sé þjóðfélaginu
ótvírætt til hagsbóta að ríkisvaldið leggi fé til þessa málaflokks, en spumingin sé fyrst og
ffemst sú á hvem hátt það sé gert á hagkvæmastan hátt. Við teljum einnig að sú leið sem
hefur verið valin; að ffamkvæmdir á sviði skógræktar séu á vegum ákveðinna landshlutaverk-
efha samrýmist mun betur nútima stjómarháttum en eldra fyrirkomulag. Til þess liggja þær
ástæður að sú leið tryggir; (a) aðgreiningu stjómsýslu og þjónustu, (b) valddreifmgu og (c)
einkaaðilum er falin ffamkvæmd opinberra verkefna.