Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 53
51
Aðgreining stjómsýslu og þjónustu
Meðal þeirra leiða sem bent hefur verið á til að bæta árangur í rekstri ríkisstofiiana og ríkis-
fyrirtækja er að greint sé á milli stjómsýslu og stefhumótunar ríkisins annars vegar og
framkvæmdarinnar hins vegar12. Segja má á sviði skógræktarmála fylgi stjómvöld þeirri
stefnu að færa verkefni frá Skógrækt ríkisins í hendur bænda, undir stjóm landshlutabundinna
skógræktarverkefna, á sama tíma og vægi annarra þátta en beinna ffamkvæmda (rannsókna,
þróunar, ráðgjafar, stjómsýslu) vegur þyngra i starfi Skógræktar ríkisins en áður. Þannig hefur
framkvæmdin verið stjómunarlega skilin frá Skógrækt ríkisins, þeirri stofhun sem annast
stjómsýslu, stefiiumótun og rannsóknir fyrir hönd ríkisvaldsins.
Valddreifing
Undanfarinn áratug hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð og styrkt i sessi að aukin ríkisffam-
lög til skógræktar skuli einkum renna gegnum hin sex svokölluðu skógræktarverkefiti, sem
starfa sem opinber fyrirtæki í öllum landshlutum. Með þeim hætti er fjárframlögum úr ríkis-
sjóði beint til landeigenda, gegn því að þeir rækti skóg á eigin löndum, og yfírstjóm verk-
efhanna er vistuð heima í héraði. Ekki hefur verið haldið áffam á þeirri braut sem áður
tiðkaðist hér á landi, og sem enn viðgengst t.d. í Danmörku, að ríkið kaupi jarðir og ríkis-
starfsmenn rækti þar og hirði um skóg. Hér er um að ræða dæmi um valddreifingu, þ.e. að
ákvörðunarvald er flutt ffá ríkisstofhun og sem næst vettvangi. Slík valddreifing er álitin ár-
angursrík leið til að bæta rekstur hins opinbera13.
Einkaaðilum falin framkvœmd opinberra verkefna
Undanfarin ár hefur stundum verið haft á orði að með landshlutabundnu skógræktarverk-
efiium hafi verið stofnað til sex nýrra „Skógrækta ríkisins" til þess að annast skógrækt, þegar
ein slík eigi að geta dugað í jafii fámennu landi og okkar. Allar þessar stofnanir/verkefiii em
reknar af sama takmarkaða ríkisfénu og takmörkuðu fé sé betur varið með einfaldara og
skýrara skipulagi. Á hitt ber að líta að með skiptingu í sex stjómunarlega aðskilin verkefni
gefst kostur á samanburði ríkisvaldsins á ffammistöðu, afköstum og rekstrarárangri mismun-
andi landshlutabimdinna verkefha innbyrðis (benchmarking) og við rekstur fyrirtækja á einka-
markaði. Þessi leið felur því í sér möguleika á bættum rekstri hins opinbera þegar til lengri
tíma er litið. Með stofnun verkefnanna hafa ffamkvæmdir í skógrækt verið skildar ffá öðmm
þáttum skógræktarstarfs (þ.e. stjómsýslu, eftirlits, rannsókna og leiðbeiningaþjónustu). Lita
má á þessa þróun sem lið í að koma á „þjónustusamningum" eða „verktakasamningum“ í
skógrækt, þar sem verkkaupinn er ríkisvaldið, en verktakinn er bóndinn á eigin bújörð. Þá
hefur reynslan sem komin er af verkefnunum sýnt að auðveldara er að virkja krafta heima í
héraði í þágu landshlutabundins skógræktarverkefhis en í þágu einnar „Skógræktar ríkisins“,
sem teygir arma sina um land allt. Þetta er hliðstæð reynsla og fengist hefur af flutningi verk-
efha til sk. reynslusveitarfélaga.
Niðurstaða okkar er sú að núverandi fyrirkomulag skógræktarframkvæmda tryggi þetta
þrennt. í ffamhaldi af því mætti velta því upp til umhugsunar fyrir þennan fund hvort rétt væri
að setja allar búgreinar sem njóta stuðnings ríkisins, og er þar helst átt við sauðfjárrækt,
mjólkurffamleiðslu og landgræðslu, i sama farveg og gert hefur verið með skógrækt. Færa
alla stjómun og fjárffamlög ríkisins beint inní viðkomandi landshluta?
12 Sbr. Sigfiis Jónsson, 2002. Hvemig má bæta stjómun og rekstur ríkisstofnana og -fyrirtækja. Nýsir hf.
ráðgjafaþjónusta, s. 18
13 Sbr. Sigfus Jónsson, 2002. Umbætur í ríkisrekstri. Nýsir hf. ráðgjafaþjónusta, 8 s.