Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 54
RRÐUNFIUTflFUNDUR 2003
Fjölþætt not af landi
Sveinn Runólfsson
Landgrœðslu ríkísins
INNGANGUR
LífVerur hafa nýtt plánetu okkar, jörðina, og auðlindir hennar sér til lífsviðurværis í hundruð
milljónir ára. Talið er að fyrstu prímatamir, forfeður mannsins, hafi komi ffam á sjónarsviðið
og skriðið upp í trén fyrir um 85 milljónum ára. Eiginleg, skipuleg landnot forfeðra okkar eru
hins vegar talin hefjast fyrir um fimm milljónum ára þegar þeir fluttu sig úr öjánum niður á
sléttumar. Loftslagsbreytingar á þeim tíma urðu til þess að regnskógamir, sem vom kjörlendi
forfeðranna, tóku að hörfa og minnka, og þess vegna neyddust mennimir til að taka upp nýja
lifnaðarhætti, afla og safna fæðu og geyma hana. Þeir leituðu viða skjóls í hellum, tóku að
halda húsdýr og ágangur og arðrán mannsins á náttúrunni hófst.
OFNÝTING AUÐLINDA
Líf á jörðinni er háð jarðvegi og vatni, og við höfurn bruðlað óhóflega með hvort tveggja um
árþúsundir. Talið er að þá fyrst þegar maðurinn lærði að nota jarðveg sér til framfæris hafi
honum tekist að skapa varanleg og skipuleg menningarþjóðfélög. Saga menningarinnar
endurspeglar hversu vel manninum tókst að nýta jarðvegsauðlindina. Þar sem það tókst illa
leið menningin og heilu þjóðveldin undir lok. Eyðimörk tók við þar sem áður blómstraði
mannlíf og menning. Rök hafa verið færð fyrir því að eyðimerkurmyndunin væri ekki að
kenna veðurfarsbreytingum heldur rányrkju mannsins, þ.e. ósjálfbærri landnýtingu sem gekk
á höfuðstól auðlindanna, gróðurs og jarðvegs. Ekki er svo ýkja langt síðan gróðursæld og
mannlíf blómstraði þar sem nú eru stærstu eyðimerkur heimsins, eins og Sahara, við Persaflóa
o.s.frv. Ef til vill má afsaka jarðvegssyndir fortíðar með vanþekkingu forfeðra okkar á um-
hverfmu og því hvemig jarðvegur, gróður og vatn vinna saman, en í dag höfum við ekki þá
afsökun.
Mannkynssagan kennir okkur hvemig maðurinn lýtur fjölmörgum sömu lögmálum land-
nýtingar og ýmsar aðrar lífVemr. Dreifmg um búsvæði og nýting þeirra er áþekk og einnig
viðbrögð við þrengslum og skorti. Öll bestu svæðin sem völ er á til ffamfæris em setin og
tegundinni fjölgar þar til lífsnæringu og rými þrýtur. Þjóðflutningamir og landnám íslands em
dæmi um viðbrögð við skorti og um illdeilur vegna offjölgunar og/eða ofnýtingar auðlinda
landsins.
MESTA ÓGN JARÐARBÚA
í fomum gildum náttúmvættatrúarbragða var jörðin m.a. talin uppspretta lífsins og heilög sem
holdtekja voldugrar andavem. Hvemig sem því er háttað er jörðin undir fótum okkar dýr-
mætasta og nauðsynlegasta auðlind okkar. Við gefum henni þó oftast lítinn gaum og nú er svo
komið að maðurinn hefur leikið umhverfi sitt afar grátt, sérstaklega jarðveginn. Uppblástur,
saltmengun, veðrun vatnasvæða, ffamburður straumvatnasvæða út í dali og árósa, eyðing og
mengun vatnsbóla, röng notkun votlenda - allt er þetta í meiri mæli en nokkm sinni fyrr og
fer síversnandi. Við þetta bætist mengun ffá illgresis- og skordýraeitri, áburði, eitrun gmnn-
vatns, loftmengun og súm regni. Allar þessar neikvæðu hliðar búsetu okkar á jörðinni má