Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 57
55
mikil áhrif og mikil fjölgun verði á fólki sem býr í sveit, en stundar atvinnu gegnum tölvu-
netið, „netbændum", sem heldur nokkrar skepnur sem hluta af lífsmáta. Jafnframt er ljóst að
vegna alþjóðlegra áhrifaþátta er núverandi ofgnótt matvæla tímabundið ástand, sem aðeins
hluti þjóða nýtur góðs af. Þess vegna er áríðandi að bæta landkosti til að geta aukið búvöru-
framleiðslu hér á landi þegar þörfin knýr dyra.
Fyrirsjáanlegar breytingar munu valda því að vaxandi kröfur verða gerðar um ábyrgð á
ástandi lands og búfénaði og um breytingar á skipulagi landnýtingar. Mikilvægt er að bændur
axli þá ábyrgð og skipi sér i framvarðarsveit sem vörslumenn landsins í náinni samvinnu við
stjómvöld.
LANDNÝTING
Landnýtingar- og umhverfismál em vaxandi hluti af áætlanagerð þjóðarbúsins og snerta í
raun flesta þætti þess. Hugtakið landnýting er hér notað almennt um ráðstöfun lands til ýmiss
konar starfsemi og nytja, s.s. landbúnaðar, þéttbýlis, iðnaðar og útivistar. Oft er hugtakið
landnotkun notað um ráðstöfun lands og landnýting um nýtingarstig, en hér er gert ráð fyrir
þvi að landnotkun eigi við hvort tveggja.
Ör fólksfjölgun og flutningar fólks til suðvesturhoms landsins hafa gjörbreytt viðhorfum
fólks til landsins. Viðhorf til eignarréttar harðna sífellt og landeigendur vilja hafa óskoraðan
umráðarétt yfir jörð sinni. í viðhorfum til nýtingar sameiginlegra auðlinda, t.d. afrétta, rekast
skammtímahagsmunir oft harkalega á langtímahagsmuni þjóðfélagsins og náttúmnnar. Vax-
andi kröfur em gerðar um bann við lausagöngu búfjár, sérstaklega frá þeim sístækkandi hópi
ræktunarfólks sem leggur stund á skógrækt og aðrar landbætur og sættir sig ekki við að þurfa
að veija landbætur sínar með girðingum gegn ágangi búfjár.
Landnýtingarmál, þ.e. not af landi, em afar fjölþætt og viðhorf þeirra sem sækjast eftir
afnotum af landi em mjög breytileg. Því er vaxandi þörf fyrir samræmdar áætlanir um um-
hverfisvemd og landnýtingu og bætta lagasetningu þar að lútandi. í nærfellt þijá áratugi hefur
mönnum orðið tíðrætt um þörfina á samræmdri landnýtingaráætlun fyrir allt landið. Undan-
fari þjóðargjafarinnar árið 1974 var ítarleg vinna og skýrsla Landgræðslu- og landnýtingam-
efndar er þáverandi landbúnaðarráðherra skipaði þremur ámm áður. Á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins kom síðar út merk skýrsla árið 1986 um landnýtingu á íslandi og forsendur fyrir
landnýtingaráætlun.
Flest lög er heyra undir landbúnaðarráðuneytið og varða landnýtingarmál em áratuga
gömul, eins og löggjöf um landgræðslu og gróðurvemd, skógrækt og afféttarmálefni. Um-
hverfisráðuneytið og Alþingi hafa hins vegar endurskoðað og afgreitt á allra síðustu ámm um-
fangsmikla löggjöf er varðar landnýtingu, eins og lög um bygginga- og skipulagsmál, náttúm-
vemd, mat á umhverfisáhrifum og nú síðast umhverfisstofnun. Umhverfisráðuneytið fer nú
með gerð landnýtingaráætlana samkvæmt lögum og þar er unnið að því verkefni.
Heildstæð landnýtingaráætlun verður því aðeins að vemleika að þjóðin láti sig hana vem-
lega skipta og að tekið sé tillit til sem flestra sjónarmiða og hagsmuna, með vemdun náttúr-
unnar að leiðarljósi. Engin áætlun hefur raunhæft gildi nema aðstæður séu til að ffamfylgja
henni á gmndvelli laga og réttar. Gerð aðalskipulags sveitarfélaga og deiliskipulags þéttbýlis-
svæða er stórt skref ffam á við, en því fer fjarri að viðhorf náttúmvemdar skipi þar verðugan
sess. Mun skýrari ákvæði vantar um afnotarétt og ráðstöfunarrétt á landi, t.d. afféttum, og
skýrari löggjöf um gróður- og jarðvegsvemd til þess að alhliða landnýtingaráætlun geti orðið
raunhæf og ffamkvæmanleg. Það er þvi fjarstæða sem heyrst hefur að ekki sé gerlegt eða ráð-
legt að Alþingi afgreiði ný lög um landgræðslu nema fyrir liggi heildstæð landnýtingaráætlun.