Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 61
59
RfiÐUNfiUTflfUNDUR 2003
Landnýtíng og náttúruvernd
Trausti Baldursson
Umhverfisstofnun
Náttúruvemd er ein tegimd landnýtingar. Náttúravemd hefur margþætt hlutverk, s.s. að
vemda ákveðið landslag, jarðíræðiminjar, fegurð, víðemi, vistkerfi, búsvæði eða tegundir.
Ástæður fyrir náttúravemd geta einnig verið misjafnar. Til dæmis af menningarlegum
ástæðum þegar land er vemdað vegna fegurðar eða vegna þess að það býr yfir ákveðinni
sögu. Land getur einnig verið vemdað af félagslegum ástæðum, s.s. til útivistar eða til
rannsókna. En oft og jafhvel oftast er náttúravemd eða skynsamleg landnýting í einni eða
annarri mynd tilkomin af hagrænum og efhahagslegum ástæðum. Þá er land vemdað eða
tekið frá til ákveðinnar nýtingar, s.s. til landbúnaðar, iðnaðar, veiða, til efnistöku eða annarrar
auðlindanýtingar. Segja má að grundvallarástæða náttúravemdar sé samansett af öllum fyrr-
greindum ástæðum, en það er að vemda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni í anda sjálf-
bærrar þróunar og nýtingar, þar sem maðurinn er ekki miðja alls heldur hluti af náttúrunni.
Góð landnýting á að stjómast af sjálfbærri nýtingu, þar sem fullt tillit er tekið til efnahags-
legra og félagslegra þátta, um leið og fullt tillit er tekið til náttúravemdar.
Skynsamleg náttúravemd eða önnur landnýting verður ekki ffamkvæmd nema að skoða
þá landnýtingu sem er fyrir hendi í dag og um leið að reyna að gera sér grein fyrir hvaða
breytingar hafa orðið á landnýtingu og hvaða breytingar era líklegar til að eiga sér stað í
náinni framtíð. Hugtakið landnýting er hér notað bæði yfir landnýtingu, þar sem hægt er að
mæla ákveðið nýtingarstig, en einnig um ráðstöfun lands, þó ekki sé beinlínis hægt að mæla
áhrifin. Landbætur era einnig ákveðin landnýting, hvort sem að þær miða að því að endur-
heimta náttúraleg vistkerfi eins og mögulegt er eða að stefiit er að endurheimt ákveðinna
landgæða til beinnar nýtingar.
Landnýting getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif. En í eðli sínu er öll landnýting
jákvæð, þar sem markmið hennar í einfoldustu mynd miðar að því að standa undir grand-
vallarþörfum mannsins. Það era hins vega ýmsar aðferðir eða ofnotkun á landi og gæðum
þess, lifandi sem dauðum, sem hægt er að flokka sem neikvæða landnýtingu.
í dag er ekki til nein heildstæð landnýtingaráætlun fyrir ísland. Fyrirlestrinum er ætlað að
varpa ljósi á stöðu mála i dag, hvert sé samspil náttúravemdar og annarrar landnýtingar og
benda á hvað þurfi að gera í ffamtíðinni.