Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 62
60
RAÐUNRUTAFUNDUR 2003
Áhrif beitar á gróðurfar og landslag
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
ENNGANGUR
Undanfarin tvö ár hefur staðið yfír verkefnið „Traditional rural biotope in the Nordic and
Baltic Countries“ á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið verkefnisins er að kort-
leggja stöðu „hefðbundinna landbúnaðarvistgerða“ á Norðurlöndunum og í Baltnesku
löndunum og koma með tillögur um hvemig megi viðhalda slíkiun vistgerðum, sem margar
hveijar era hratt að hverfa. ísland er þátttakandi í þessu verkefni, en eins og margan mun
renna í grun þá á Island í raun lítið sammerkt með hinum Norðurlöndimum og Baltnesku
löndunum hvað varðar stöðu gróðurs og jarðvegs með hliðsjón af landnýtingu. Spumingin
sem vaknar er því sú hvort Island hafi það mikla sérstöðu hvað varðar jarðveg, gróður og
landslag að ekki sé neitt hægt að læra af þróuninni í nágrannalöndunum, eða hvort munurinn
sem við sjáum á milli þessara svæða sé að töluverðu leyti fall af tíma og stöðu landbúnaðarins
í þessum löndum.
HEFÐBUNDNAR LANDBÚNAÐARVISTGERÐIR
Þegar rætt er um hefðbundnar landbúnaðarvistgerðir er átt við vistgerðir þar sem hefðbundinn
landbúnaður hefur haft veruleg áhrif á ffamvindu gróðurfarsins og þar sem landnýtingin við-
heldur ákveðnu gróðurfari. Landnýtinguna má skilgreina sem rask og með stöðugu raski er
gróðurfarinu haldið á ákveðnu stigi ffamvindunnar. Sé horft aftur í tímann má segja að húsdýr
hafi tekið við af villtum grasbítum fomaldar í Evrópu og viðhaldið þeirri beit sem þær
tegundir sem nú em löngu útdauðar viðhöfðu á landinu. Hefðbundinn landbúnaður er þá skil-
greindur sem landbúnaður eins og þróaðist um árhundraða skeið, þar sem minni nýting stærri
svæða var ffemur reglan en mikil nýting minni svæða. Langmikilvægasti þátturinn sem ein-
kennir hefðbundinn landbúnað er nýting landsins til beitar, þar sem stór svæði era nýtt sem
beitilönd. Önnur mikilvæg landnýting hefðbundins landbúnaðar var engjasláttur. Með fækkim
húsdýra, en aukinni ffamleiðslukröfú á hvem einstakling, lagðist engjasláttur af, þar sem
engjaheyið var ekki jafii næringarrikt og taða.
Þróun landbúnaðarins á 20 öld á Norðurlöndunum sem og annarsstaðar í Evrópu var á þá
leið að beitamot minnkuðu jafht og þétt og nú er svo komið að víðast á Norðurlöndunum fer
engin beit ffam. Breytingamar á gróðurfari og landslagi á Norðurlöndunum hafa enda verið
miklar og þær plöntu- og dýrategundir sem era í útrýmingarhættu á Norðurlöndunum tengjast
oftar en ekki hverfandi landbúnaðarvistgerðum. Dæminu verður ekki snúið við nema með
aukinni beit húsdýra, dýra sem ekki era lengur til staðar. Sú leið sem reynt hefúr verið að fara
er að slá mikilvæg svæði til að viðhalda þar gróðurfarinu. Sú vinna er hins vegar tímaffek og
dýr og hefúr sjaldnast verið haldið við í lengri tíma. í effi Þelamörku í Noregi er nú markvisst
reynt að viðhalda tegundafjölbreytni með slætti. Sérstaklega era tekin fyrir svæði þar sem
tegundafjölbreytni hefúr verið mikil, oft svæði með brönugrösum. Svæði þessi era lítil og má
jafhvel ffekar mæla þau í fermetrum en hekturum. Stór svæði í efiri Þelamörku, þar sem var
blómstrandi landbúnaður um 1980, era nú yfirgróin. Opnumar í landslaginu á þessu svæði era
ekki lengur graslendi og engjar, heldur stórir einsleitir og tegundafábreyttir akrar. Lítið sem