Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 63
61
ekkert er um beitardýr og þau oftar en ekki sérstaklega aðfengin til að búa til og viðhalda
landbúnaðarvistgerðum í sínum högum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem aflast hefur í verkefiiinu er samt ástandið skást í
Noregi af Norðurlöndunum. Fækkun beitardýra, og bænda sem stunda hefðbundinn búskap,
er orðið verulegt áhyggjuefiii meðal náttúruvemdarsinna í Svíþjóð, sem hafa nú tekið ,diefð-
bundna bændur“ undir sinn vemdarvæng. Nýjasta verkefni WWF í Svíþjóð er að koma starf-
andi bændum - hefðbundnu bændum - til aðstoðar við að sitja bú sín. Þannig er WWF tilbúið
til að aðstoða bændur, bæði fjárhagslega og beint með sjálfboðaliðastarfi, til að breyta
gömlum byggingum svo þær standist betur nútíma kröfur um vinnuaðstæður - eða eins og
stjómandi verkefiiisins sagði: „ef að okkur tekst að halda bónda nokkrum árum lengur við bú-
skap með því að veita honum aðstoð er markmiði okkar náð“ (http://www.wwf.se/
go.wiz?doc=1015232). Kjöt sem er ffamleitt af úthagabeit er markaðsett af WWF, þannig að í
dag er selt kjöt - rautt kjöt - í stórmörkuðum í Svíþjóð merkt WWF.
HVAR ERUM VIÐ STÖDD?
Umræðan á íslandi á síðustu áratugum hefur ekki verið um að beit vantaði í landið, þvert á
móti hefur umræðan um ofbeit og landeyðingu verið ríkjandi. Beit hefur verið talin af hinu
slæma og hveijum friðuðum landskika hefur verið fagnað. Lagt hefur verið til að stór hluti
landsins verði friðaður fyrir beit. Sauðfé hefur fækkað um helming á síðustu 25 árum og beit
því þegar minnkað eða lagst alveg af á stórum svæðum. Á sama tíma hefur beit hrossa aukist
til mikilla muna, en sú beit á sér stað á mun afmarkaðri svæðum, - mikil beit á litlu svæði.
Breyting á landnýtingu á síðustu 25 árum er því gífurleg.
Því hefur verið haldið fram að aðstæður okkar séu svo ólíkar nágrannaþjóðum okkar,
með tilliti til uppblásturs og jarðvegseyðingar, að óratími verði þar til við stöndum í sömu
sporum og þær, ef þá yfir höfuð nokkum tíma. Við séum enn að vinna slökkvistarf og langt sé
í land með að þurfa að hafa áhyggjur af of lítilli beit. En er það tilfellið? Hversu hratt eru
breytingamar að verða hjá okkur og hvenær er ástæða til að fara að tala um of litla beit á
stærri svæðum?
BEITARÁHRIF SÍÐUSTU ÁRATUGA
Þeir sem hafa ferðast um landið síðustu áratugi hafa tekið eftir mjög miklum breytingum á
gróðurfari á landinu síðustu 5-10 árin. Á áratugnum 1970-1980 var víða að sjá merki of
mikillar beitar, opnur í sverði og virkt rof. Litlar breytingar áttu sér stað á milli 1980 og 1990,
þrátt fyrir að fé fækkaði um meira en helming á þeim áratug. Landið var víða illa farið,
gróður rýr og virkar opnur í sverði. Þegar leið á 9 áratuginn fór að bera á breytingum og á
síðustu 5 árum hafa sýnilegar breytingar á landi, á láglendi og ekki síður á hálendi, orðið
mjög miklar. Helstu breytingamar era mun gróskumeiri vöxtur gróðurs og breytt ásýnd rof-
bletta og rofdíla. í dag má mjög víða sjá miklar nýgræður í rofblettum og dílum og svo virðist
sem þessir blettir séu að gróa hratt saman. Einnig er að sjá á mörgum stöðum ungar plöntur af
víði og birki á svæðiun þar sem þessar plöntur hafa ekki sést eða verið áberandi áður.
Breytingamar virðast vera mjög snöggar. Á þessu sama tímabili hefur verið hlýrra á landinu
en áratuginn á undan. Spumingin sem vaknar er hversu mikill er þáttur minnkaðrar beitar og
hversu mikill er þáttur hitastigsins og hvað getum við ráðið út frá þróun síðustu ára um fram-
vindu í okkar gróðursamfélögum á næstu áratugum?
BEIT, HITASTIG OG FRÆMYNDUN
Ein áhrif beitar er að halda plöntmn í kynlausu (vegetatívu) ástandi, þ.e. hindra myndun