Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 66
64
TEGUND BEITARDÝRA
Vegna plöntuvals beitardýra verður þróun í sverði misjöín eftir hvaða beitardýr eiga i hlut.
Tegundir sem ein tegund beitardýra sneiðir hjá sækist önnur eftir (Anna Guðrún Þórhalls-
dóttir 1993). Langflest hross snerta ekki við kjarr- og tijágróðri, birki og víði, sem sauðfé
sækist mjög eftir. Þannig má nú víða um land sjá hrossahaga þar sem birki og víðir eru komin
vel á veg og koma til með að setja mikinn svip á landslagið innan fáeinna ára. Önnur tegund,
sem hross bíta ekki en sauðfé sækist eftir, er mjaðurt (Filipendula ulmariá). Mjaðurt var
fremur fágæt tegund hér fyrir 2-3 áratugum, meðan enn var mikil sauðfjárbeit víðast hvar. Nú
bregður hins vegar svo við að hún er orðin mjög algeng og áberandi víða á láglendi, s.s. á
Suðurlandi og Borgarfjarðardölum. Önnur tegund sem virðast sækja á við breytinguna frá
sauðfjárbeit yfir í hrossabeit er tágamura (Potentilla anserina), sem getur náð mikilli út-
breiðslu í mikið beittum hrossahögum.
Hérlendis lagðist engjasláttur af að mestu uppúr seinna striði. Engar rannsóknir hafa farið
fram á hvort gróðurbreytingar hafí fylgt í kjölfarið. Líkur má hins vegar leiða að því að með
breytingunni frá slætti til beitar á mýrlendi hafi breytingin orðið aukning á hlutdeild fifu
(Eriophorum sp.) á kostnað stara (Carex sp.), þar sem bæði hross og sauðfé sneiða hjá fifunni
við beit og nær hún þá betri samkeppnisstöðu i sverðinum á móti bitnum störunum.
UMFANG ÁHRIFA BEITARINNAR
Áhrif beitarinnar á gróðursamsetningu og landslag er oftast mun meiri en margir gera sér
grein fyrir. I Affiku heldur beitin savanna-svæðunum lausum við tijágróður og viðheldur
graslendinu. í Yellowstone-þjóðgarðinum í USA voru settir upp girtir tilraunareitir sem
vömuðu beitardýrum aðgengi. Innan girðinganna er gjörólíkur gróður en utan, gróðurfari
þjóðgarðsins er þannig alfarið viðhaldið með beit allra þeirra óteljandi buffalóa, hjartardýra
og antilópna sem þar halda sig. Á íslandi hefur ffarn að þessu allt landið verið meira eða
minna bitið af sauðfé. Örfá svæði hafa þó verið án beitar nú í nokkra áratugi og má með
samanburði við þau fá innsýn inní umfang beitaráhrifanna. Þetta á til dæmis við um svæði á
Vestfjörðum, s.s. Austur-Barðastrandasýslu, í ísafjarðardjúpi, Homstrandir, Geirþjófsfjörð og
Trostransfjörð, en þrátt fyrir að síðastnefridu firðimir hafi verið í einhverri byggð fram á
seinni helming síðustu aldar em þeir svo þéttvaxnir birkiskógi að illfært er um.
Langflestum gróðurlendum Islands hefur ffam að þessu verið viðhaldið vegna beitar-
innar. Áhrif beitarinnar endurspeglast mjög vel í skiptingu landsins í gróðurlendi sem Stein-
dór Steindórsson vann, sem og gróðurkortin sem Rala gerði, byggja á. Innan grófari gróður-
flokkanna (heiði eða mólendi, jaðar, mýri) er gróðurlendaskipting Steindórs Steindórssonar
ekki síður mælikvarði á beitarálag á viðkomandi svæði til lengri tíma en náttúrufarsaðstæður
á þeim stað. Hinir mismunandi gróðurflokkar heiðinnar eða mólendisins endurspegla fyrst og
ffemst beitarálagið, þar sem þursaskeggsmórin og móasefsmórinn bera merki mikillar beitar
en víðiheiðin minni. Við gróðurkortlagningu Rala vom notaðir yfir 20 flokkar fyrir mólendi
og þar af 4 flokkar fyrir mismunandi þursaskeggsmóa. Einungis einn flokkur er fyrir blóm-
lendi og 4 fyrir mismunandi skóglendi. Er ljóst að þessi gróðurlendaskipting þarf endur-
skoðunar við ef ffam fer sem horfir í gróðurþróun á næstu áratugum. Verður þá væntanlega
ekki nauðsynlegt að flokka rýrari mólendi, s.s. þursaskeggsmóa í marga flokka, en þörf á
frekari flokkun blómlendis og skóglendis.
NfÐURLAG
Ahrif sauðfjárbeitar á íslenskt landslag er mun meira en margan gmnar. Nú þegar sauðfé
hefur fækkað verulega í landinu og líkur em á enn frekari fækkun mun minnkun sauðfjár-