Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 67
65
beitar leiða til verulegra breytinga á gróðurfari landsins og þá einnig landslagi. Farin eru að
sjást veruleg merki um gróðurbreytingar víða um land. Með hærri ársmeðalhita munu þessar
breytingar ganga hraðar fyrir sig en ella. Þessar breytingar munu hafa jákvæð áhrif á þau
svæði á landinu þar sem nýtingin hefur leitt til gróðureyðingar. A öðrum stöðum, og þá sér-
staklega á láglendi, mun hún leiða til sömu þróunar og á hinum Norðurlöndunum á síðustu
áratugum, til uppblómstrunar þétts birkikjarrs með fremur tegundafábreyttum undirgróðri. Að
nokkrum áratugum liðnum munum við mjög líklega vera í sömu stöðu og hin Norðurlöndin
em nú, með landbúnað sem byggir að litlu leyti á beitardýrum. Þá munum við sennilega kalla
eftir meiri beit til að viðhalda opnum í landi og fjölbreyttara gróðurfari, eins og hinar Norður-
landaþjóðimar gera nú.
HEIMILDIR
Anna G. Thórhallsdóttir & Ingvi Thorsteinsson, 1993. Behaviour and plant selection. Búvísindi 7: 59-77.
Begon, M., J.L. Harper & C.R. Townsend, 1990. Ecology: Individuals, populations and communities. 2. útg.
Blackwell Sci. Pub., 945 s.
Bjöm Þorsteinsson & Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 2003. Gróðurfarsbreytingar í kjölfar beitarfriðunar í Húsa-
fellsskógi. Ráðunautafundur 2003. (í þessu hefti).
Briske, D.D. & J.H. Richards, 1995. Plant responses to defoliation: A physiologic, morphologic nd demographic
evaluation. í: Wildland plants: Physiological ecology and developmental morphology (ritstj. D.J. Bedunah &
R.E. Sosebee). Soc. Range Mgmt., Colorado, USA, 710 s.
Haukur Ragnarsson & Steindór Steindórsson, 1963. Gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskógi. Ársrit Skógræktar-
félags íslands, 32-59.
Shaver, G.R. & F.S. Chapin, 1995. Long-term responses to factorial, NPK fertilizer treatment by Alaskan wet
and moist tundra sedge species. Ecography 18(3): 259-275.