Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 68
66
RÁÐUNFIUTfifUNDUR 2003
Landnýting og ferðaþjónusta
Elín Berglind Viktorsdóttir
Hólaskóla, ferðamáladeild
Erlendum ferðamönnum sem hingað sækja hefur farið sífellt fjölgandi og á allra síðustu árum
hafa þeir verið fleiri en íbúar landsins. Ferðaþjónusta er nú orðin ein af stærstu atvinnu-
greinum hér á landi, en hún er nú í 2.-3. sæti á eftir sjávarútvegi og stóriðju.
Samkvæmt könnunum á vegum Ferðamálaráðs er það náttúran sem dregur flesta ferða-
menn hingað til lands, en auk þess má nefna sögu og menningu landsins. Þessi áhugi erlendra
ferðamanna veitir ekki síst ferðaþjónustu á landsbyggðinni mikla möguleika og því er mikil-
vægt að vanda vel uppbyggingu ferðamála innan sveitarfélaga og samræma við aðrar áætlana-
gerðir, s.s. svæðis- og aðalskipulag og Staðardagskrá 21. Samþætting ferðamennsku inn í
áætlanagerð er ein af grunnforsendum sjálfbærrar ferðaþjónustu og lykilatriði í uppbyggingu
farsællar ferðaþjónustu.
Líta má á gerð skipulagsáætlana sem stjómtæki til ffamtíðarlandnotkunar, en í I. kafla, 2.
gr. skipulags- og byggingarlaga er slík áætlun skilgreind sem „áætlun sem gerir grein fyrir
markmiðum viðkomandi stjómvalda og ákvörðunum um ffamtíðamotkun lands og fyrirkomu-
lag byggðar og lýsir forsendum þeirra ákvarðana“ (lög nr. 73/1997).
Þó svo að aðalskipulag sé fyrst og ffemst eðlisræn skipulagsáætlun þá felst í henni mikil
stefhumótunarvinna, sem getur haft áhrif á viðkomandi svæði og íbúa þess í ffamtíðinni. í
aðalskipulaginu em margir málaflokkar teknir fyrir, þ.á.m. ferðamál og útivist. Ferðaþjónusta
sem atvinnugrein er þó langt í ffá takmörkuð við þennan kafla, því að atvinnugreinin teygir
víða anga sína. Sem dæmi má nefea samgöngur, þjónustu og verslun, náttúmvemd, þjóð-
minjar, fomleifar og aðrar sögu- og menningarminjar, veitumál og sorpförgun. Allt hefer
þetta á einn eða annan hátt áhrif á hvemig til tekst í uppbyggingu ferðaþjónustu, sem ekki að-
eins nýtist af ferðamönnum heldur er hér oft um uppbyggingu að ræða sem kemur heima-
mönnum einnig til góða, s.s. fleiri verslanir, rýmri opnunartími, sérstök útivistarsvæði, reið-
vegir o.s.frv.
Samstarf og samvinna á milli ólíkra aðila hefer aukist á síðustu árum, en það er ýmislegt
sem má betur fara þegar kemur að stefeumótunarvinnu og samráðsaðferðum.